23.7.2009 | 21:34
Snæfellsjökull er enn kynngimagnaður.
Á ferð okkar frá höfuðstað norðurlands og suður til Reykjavíkur vakti það athygli okkar hvað þorpin og sveitabæirnir á Snæfellsnesi báru af hvað snyrtimennsku og fallegt umhverfi varðar. Þá sérstaklega fannst okkur Stykkishólmur bera af með sínum fallegu gömlu húsum. Við keyrðum fyrir jökul og gistum á Búðum síðustu nóttina okkar á þessu ferðalagi.
Engin bauð þó upp á Hnallþórur í þetta sinn og fannst okkur pyngjan léttast all verulega við það að snæða kvöldverð á þessu ,, rómaða" hóteli. Held að Jónas Kristjáns hefði ekki orðið par hrifinn ef hann hefði verið þarna við næsta borð.
Við gengum um fjöruna í kvöldkyrrðinni og soguðum að okkur kraftinn sem streymdi frá jöklinum er glóði sem gull við sólsetur. Það er ekki oft sem færi gefst á að upplifa slíka daga hér á ísaköldu landi. Kynngimagnað!
Við komum seint til með að gleyma þessari ferð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég þekki mann sem hefur séð ljómandi geislabaug yfir jöklinum, fékk síðan Bárð heitin Snæfellás í heimsókn í herbergið sitt.
PS. þú þekkir manninn líka ég skal segja þér hver hann er á morgun
Ísleifur Gíslason, 23.7.2009 kl. 21:45
*Snæfellsás
Ísleifur Gíslason, 23.7.2009 kl. 21:46
Hlakka til að heyra framhaldið á morgun.
Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2009 kl. 21:55
Ég er ofsalega hrifin af Snæfellsnesi, finnst ég alltaf vera stödd í annarri veröld þegar ég keyri þar um. Er svo heppin að eiga dóttir í Grundarfirði. Njótti dvalarinnar eins og vel og unnt er.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 21:57
Takk Ásdís mín erum á fullu að njóta.
Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2009 kl. 21:58
Knús og kveðjur til ykkar ferðalanga
Sigrún Jónsdóttir, 24.7.2009 kl. 15:03
Snæfellsnesið er auðvitað yndislegt og kyngimagnað. En athugið að jökullinn getur bæði gefið og tekð. Lak einu sinni niður þarna upp öll orka uppurin.
maja (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:41
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 20:14
Ég er fædd í Stykkishólmi mjög fallegur bær. Jökullinn er dásamlegur.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2009 kl. 13:42
Kveðja til þín elskuleg og ekki efast ég um að Kynngimagnaður jökullinn hafi haft áhrif,
Hann hefur það ætíð.
Kærleik til þín vinkona og við hittumst síðar.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.