Að vera valin ein af þessum 5% heppnu er ómetanlegt!

Ég var búin að segja ykkur að það yrði ekki alveg svona auðvelt að losna við mig aularnir ykkar!

Í gær hitti ég Dr. Kopkova yndislega lækninn minn og eftir nokkra bið og venjulega rannsókn sagði hún okkur þær gleðifréttir að allt liti vel út og ég væri ,,hrein".  Ég fer í CT eftir tvær vikur og eitthvað annað sull sem verður sprautað í mig sem ég kann ekki að nefna en það er bara til að taka af allan vafa.

Stórum áfanga er náð!

Það er búið að taka mig aðeins tíma að átta mig á þessum góðu fréttum.  Loftið er smám saman að fara úr blöðrunni og ég fer að geta andað léttar með þessu hálfa lunga.  Ég get núna fyrst grátið af þakklæti yfir að vera valin ein af þessum 5 % heppnu. 

Og áður en ég fer að háskæla þá vil ég þakka ykkur öllum sem stutt hafa mig alla þessa mánuði með orðum og í verki. Minn elskulegi sem stóð eins og klettur við hlið mér og rak mig áfram bæði með harðri og mjúkri hendi fær alveg spes knús.  Börnin mín og tengdabörn sem stóðu sig eins og hetjur þakka ég líka fyrir að vera til.  Án þeirra hefði baráttan verið erfiðari.

 Stórt faðmlag inn í góðan og bjartan dag.

  Guð blessi ykkur öll.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt Ía mín og við samgleðjumst þér svo sannarlega öll.Bestu kveðjur

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sagði þér það Æðislegar fréttir ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 26.8.2009 kl. 09:05

4 identicon

Elsku Ía-vissi það þegar ég sá þig á Laugaveginum í sumar ekkert að þessari fallegu konu innilega til hamingju mín kæra  kær kveðja Anna

Anna Sig (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara yndislegar fréttir, innilega til hamingju elsku Ía, þú ert flottust

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 14:38

6 identicon

Húrra Ía mín. Þú ert sannanlega ein af þessum heppnu. Samgleðjumst og sendum þér og þínum elskulega knús og kossa.

Erla Ó (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:28

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur kæru vinkonur.

Ía Jóhannsdóttir, 26.8.2009 kl. 19:48

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Frábært, innilega til hamingju með þetta :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:09

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:38

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Bestu fréttir í langan tíma, ég gleðst innilega með þér og fjölskyldunni þinni í gleðinni.

æ þar fékk ég eitthvað í augað.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.8.2009 kl. 03:32

11 identicon

Til hamingju mað batan.  Þettað vorg góðar frétti.  Ég hugsa oft til ykkar hjóna og mikið var það góður tíma þarna í Leifsbúð fyrir 1 ári síðan.  Tímin er fljótur að líða.  Ég vona að við hittum ykkur næst þegar þið komið til landsins, og þá heima hjá okkur en ekki í Smáralindinni þó að það hafi verið óvænt og gleðilegt. 

Bestu kveðjur til ykkar,  María og Örn.

María Þórarinsdóttir. (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:30

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

É skrifa þetta eftir að hafa grátið, ég verð alltaf hrærð við að fá góðar fréttir og þetta eru svo sannarlega góðar frétti.
Þú átt góða að elskuleg, en best stóðstu þig sjálf með allri þessari jákvæðni og tjáskiptum við alheimskraftinn því um leið og þú skrifar og lætur frá þér fara það sem hvílir á þá kemur orkan og hjálpin.
Guð blessi þig og þína skemmtilega kona
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 10:44

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Ìa mín.Hjartanlega til hamingju med tessar gódu fréttir og gódann árangur sem tú átt stædstann tátt í sjálf.Vid hin ætlum ad taka tig til fyrirmyndar elsku vina.

Stórt fadmlag frá mér  

Gudrún Hauksdótttir, 27.8.2009 kl. 13:09

14 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegar fréttir, ég táraðist af gleði Ía mín. Hjartanlega til hamingju ..

Ragnheiður , 27.8.2009 kl. 19:32

15 identicon

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 07:38

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mínar INNNNNNILEGUSTU hamingjuóskir Ía mín! 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 11:22

17 identicon

Njottu vel sterka og duglega kona.

bjork (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband