Nú er kominn tími til að uppskera hér að Stjörnusteini.

Þegar við fluttum í fyrsta húsið okkar hér í Prag fyrir mörgum árum fylgdi með þokkalegur garður.  Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var himinlifandi, ekki aðeins af því að komast úr kakkalakkaíbúð í mannsæmandi húsnæði heldur líka að fá garð og með þetta líka flottum ávaxtatrjám.  Epli, perur, plómur, kirsuber og radísur, vaxa þær ekki líka á tránum?  Bara nefndu það! 

Og konan var himinlifandi en dvaldi ekki lengi í Paradís því þegar haustaði kom að því að sulta, safta, búa til grauta og hvað þetta nú allt heitir og hún ég hafði aldrei farið í húsmæðraskóla ( ég taldi nefnilega alla visku koma frá Húsmæðraskólum bara af því ég hafði farið frekar á Lýðháskóla og nennti ekki að læra að elda norsk mad) aðeins verið í matreiðslu í Réttó og alltaf staðið álengdar þegar mamma bjó til sultur og saft því það var ekki ætlast til að maður tæki til hendi í því eldhúsi. 

Hér með er því komið á framfæri að ég hef aldrei verið mikil búkona. Alla vega ekki svona sultu,grautar eða sveppagerðarmanneskja.  Voða gott að láta bara aðra sem nenna að vesenast í þessu gera það fyrir mig. 

Ég man hvað ég glápti á trén, andskoti var mikið á þeim, ætlaði þetta aldrei að taka enda svo ákvað ég að láta náttúruna sjá um sig og hætt að glápa á trén. 

Ég hefði betur hundskast út og tínt eitthvað af þessari hollu fæðu og gefið bara öskuköllunum (þeir fengu allt sem ég vildi ekki nota lengur eða gat verið án í þá daga) því þegar leið á haustið var garðurinn eitt drullusvað þar sem epli, perur og annar úrgangur safnaðist fyrir neðan trén og safnaði í sig allslags bakteríum og óþverra.  Get svarið fyrir það garðurinn leit út eins og í hryllingsmynd og það var ekki farandi niðrí hann nema á klofstígvélum.

Ekki man ég hvernig þetta endaði en örugglega með ósköpum og ég fengið einhvern velviljaðan sem vantaði pening til að þrífa þetta gums.

Þegar við fluttum hingað að Litla Íslandi þá var ég svo himinlifandi yfir því að það voru engin ávaxtatré eða svo hélt ég.  Komst að því fyrsta vorið að hér er himinhátt kirsuberjatré en sem betur fer svo hátt að þangað kemst aðeins fuglinn fljúgandi eftir berjunum og veisla hjá þeim allan júlímánuð.  Síðan voru þrír kræklóttir aumingjar hér við lóðarmörkin langt frá húsinu okkar.  Ég skipti mér ekkert af þeim en eftir því sem við fórum að þrífa í kring um þessar hríslur byrjuðu þær að dafna og viti menn voru þá þetta ekki plómutré sem Tékkar kalla svetské eða sveskjutré. 

Í dag eru þetta hin gerðalegustu tré og í ár eru miljónir sveskja sem dingla þarna engum til ánægju og mér til ama vegna þess að ég veit að ég verð að hunskast til að tína þetta.

Indian sumar 2009 015 

Ef vel er að gáð þá er þetta blágráa afurðin, obboslega eitthvað krúsulegt.

Er einhver til í að koma og hjálpa mér?  Ég borga vel í PLÓMUM nú eða SVESKJUM ef það verður komið fram á haustið.

Hugmynd býð gestunum mínum bara að tína hér í kvöld fyrir matinn við undirleik og söng frá Tom Jones hann hefur alltaf svo hressandi áhrif á mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Oh hvað þetta er yndislegt að eiga svona aldingarð!! .. Ég ræktaði einu sinni brokkolí sem varð að yndislegum blómum og var þar af leiðandi aldrei étið. Brokkolíið var mjög glatt og upplifði sig öruggt frá mannatönnum í mínum garði. Fékk sko alveg að blómstra í friði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. Bið að heilsa Tom Jones!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skal koma og hjálpa þér... í huganum... á kannski ekki alveg leið hjá á næstunni

Jónína Dúadóttir, 28.8.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri sko til í að koma og hjálpa þér, var einmitt í Norge fyrir mörgum árum að vinna á búgarði, þá var mikið sultað og saftar, rosa gaman. Skemmtu þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú heldur það Jóhanna mín heheheh

Skila kveðjunni til Tomma boy

Jónína og Ásdís OK, verð að taka  viljann fyrir verkið.

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2009 kl. 13:11

6 identicon

Ekki fúlsa ég við þessu góða boði en bið um að eiga það inni. Takk fyrir frábæra færslu. Kysstu "kokkinn" á kinnina frá mér hef lúmskan grun að hann sé komin sterkur inn í eldhúsverkin...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 11:45

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndislegt allt saman.tekkji tessar afurdir og gledst á hverju sumri vid ad sjá tær dafna  verda týndar og etnar.....

Tid hafid örugglega átt gott kvöld í gær vid góda og hressandi tóna frá vininum  Tom Jones sem er alltaf gódur.

Kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 29.8.2009 kl. 16:28

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég væri betur komin hjá þér Ía mín við að "harvesta" en á Farm town (facebook), sem  gerir ekkert annað en að stela frá mér tíma...sem er svo sem allt í lagi, því þetta er jú minn tími  En ef þú finnur leið til að koma þessu í tölvutækt form...þá er ég til

Sigrún Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 22:23

9 identicon

Ó ég vildi að ég væri komin, ég myndi missa mig alveg í alls konar relish-compot-sultu-og-saftgerð.  Þú mátt mála á meðan.  Ég skal svo gefa þér að smakka.  Og Tom Jones kallinn á fullu blasti.  Ekki leiðinlegt!

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband