Svona er lífið.

Ég er sjálfsagt alls ekki ein um það að finnast tíminn líða eins og örskot fyrir sólu. Allt það sem ég ætlaði að framkvæma í gær liggur bara á hakanum og bíður betri tíma.

Hér eyddi ég megninu af deginum í gær og lét mig dreyma, las í bók og hugsaði.

Ágúst 2009 006 Nei svo sem ekki amalegt skot.

Á föstudagskvöld fengum við góða gesti og héldum lítið kveðjusamsæti fyrir norska vini okkar, svona knus og kram party með tilheyrandi tárum og snýtuklútum.

Ég bjó til borðskreytingu með haustívafi, ekki svo galið hjá minni.

Ágúst 2009 003

Ávextir eru notaðir í allt á þessu heimili þessa dagana, líka til skrauts

Ágúst 2009 005

Hér sjáið þið ef vel er skoðað kryddjurtirnar mínar sem eru ómissandi líka þessa dagana.

Ágúst 2009 007

Neip sjást ekkert vel. Jæja skítt með það.

Þessi stóð fyrir því að fæða liðið með stórsteikum og öðru gómsætu gumsi.

Ágúst 2009 013 Hann hefur aldrei neitt fyrir þessu minn elskulegi, galdrar jafnvel blindandi alltaf eitthvað fínerí.

Já svona var nú umhorfs hjá okkur hér á veröndinni í góðum félagskap á síðsumarskvöldi.

Ágúst 2009 012 

Séð yfir hálfa veröndina að Stjörnusteini

Ágúst 2009 008  Takið eftir Erró sem liggur þarna fram á lappir sér og bíður eftir því að kampavínið flæði.  Orðinn hrikalega þreyttur á því að bíða.

 Datt bara svona í hug að setja þetta inn til minningar.

Farin út í skotið mitt með bókina mína.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt og ást og kærleikur í hverri hugsun og handbragði.Kærleikskveðjur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:16

2 identicon

Mikið er þetta fallegt hjá þér elsku Ía & allt um kring hjá ykkur "turtildúfum" NJÓTIÐ njótiðtíminn er líka á flegiferð hér, gæti verið að "hægjarinn" sé batteríslaus.....ég á rafhlöður en finn ekki tímahægjarann. Hvar ætli það tól sé ? love Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 14:42

3 identicon

Ó jeminn, svo fallegt og yndislegt hjá ykkur

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.9.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hlýlegt og fallegt kærleiks, ber eigendum sínum góðan þokka. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.9.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt...fallegt og fágað

Sigrún Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisfagurt og hlýtt elsku Ía mín, lestur, hugsanir og draumar eru það besta sem til er. Erró er örugglega í sjálfsvorkunn
Kærleik til þín elskuleg
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2009 kl. 07:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fallegt og smekklegt hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 2.9.2009 kl. 07:59

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Innlitskvitt og góðar kveðjur til þín í notalegheitin. Fallegar haustskreytingarnar þínar.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 2.9.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband