Picture it!

Hef aldrei verið mikið fyrir að slíta skónum mínum á malbikinu hvað þá í skógi Hans og Grétu.  Var fræg þegar ég bjó á Íslandi lagði alltaf bílum mínum ólöglega vegna þess að mér fannst alveg óþarfi að ganga ef ég komst hjá því og var þ.a.l. daglegur gestur á lögreglustöðinni með sektarmiða í bunkum.

Verð nú samt að segja að eftir að ég fluttist af ,,mölinni"  þá hefur viðhorf mitt til útivistar breyst til batnaðar og nú dansa ég hér skógargötuna með körfu undir handlegg eins og Rauðhetta og Erró í líki úlfsins fylgir mér hvert fótmál.

Hrikalega hallærislegt líkingamál en skítt með það.

Koma sér að efninu..............

Þessi klukkutíma daglega ganga á að gera kraftaverk eða svo er mér sagt og ég er næstum orðin húkt á þessari vitleysu.  Minn elskulegi byrjaði á því að fara með mig í þessar göngur og var svona eins og ,,gulrót" á undan mér í byrjun enda gengur hann hraðar og tekur helmingi stærri skref en hún litla ég.

,,Picture it!"  Hann svona 10 metra á undan mér valhoppandi frá hægri yfir á vinstri helming götunnar til að vinna tíma.  Ég blásandi og másandi (sko bara með eitt og hálft lunga aularnir ykkar) á eftir, riðandi og með skjálfta í lærum, hælsæri, steina í skónum, augun næstum út úr tóftunum af áreynslu og með svona geðveikislegan svip á andlitinu vegna þess að ég ætla sko ekki að láta í minni pokann.  Tíu metrum fyrir aftan mig dólar hundurinn eins og til þess að reka á eftir mér sem ég væri fé af fjalli. 

Djöfull sem þetta fór í mig en ég lét mig hafa það hef alla tíð verið auðmjúk og eftirgefanleg í sambúð eða þannig. 

Það er heldur ekki mikið um samræður á þessum göngum.  Skiljanlega þar sem svo langt er á milli okkar að við gætum hvort eð er ekki heyrt til hvors annars.

Um daginn þegar við vorum á einni slíkri göngu og vorum komin rétt út á þjóðveginn heyrum við hvar bíll kemur keyrandi og við færum okkur út í vegkantinn.  Í humátt á eftir bílnum kemur farartæki sem leit út í fjarlægð eins og móturhjól  og ég sá andlitið á mínum elskulega breytast og það komu glampar í augun og hann næstum slefaði af ágirnd. Ég sá ekkert nema þetta væri mótorhjól en minn með sína kattarsjón sá betur og þegar farartækið nálgaðist vissi ég hverskins  var.  Þarna kom draumafarartæki míns elskulega. Svona mótorhjól með hliðarvagni.  Hann hefur dreymt um svona tæki síðan við komum hingað.  Ástæðan?  Augljós...............

Þarna gæti hann þeyst um allar trissur með mig lokaði inn í hliðarvagninum og ekki séns að við gætum haldið uppi samræðum og hann myndi losna við allt mimm í mér.  Hann alsæll í sínum heimi með kerlinguna í farteskinu í orðsins fyllstu.

Ég leit á hann glottandi og sagði:  ,,Dream on my darling!" 

Skil hann samt vel, ég get verið alveg hrikalegt ,,pain in the ass" enda farin að fara sjálf í mína daglegu göngur alla vega svona af og til en búin að bæta mig stórlega á tíma.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2009 kl. 11:47

2 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:19

3 identicon

Hehehe. Sé ykkur alveg fyrir mér og þrjóskusvipinn á þér....

Hér er asnalegt kvennahlaup einu sinni á ári og vinkonur mínar eru allar að reyna að draga mig í þessa tilgangslausu vitleysu.  Ég segi þeim bara alltaf alveg eins og er:  Ég hleyp ekki nema ég sé á kaupi við það.  Til dæmis í vinnunni minni á eftir skepnunum mínum sem þá eru yfirleitt búnar að gera eitthvað af sér sem ég er að reyna að koma í veg fyrir.  Þá getur mín enn hlaupið helv....hratt!!! 

Ég segi þeim að þær geti fengið hreyfieitrun af þessum asnagangi.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halla það er nebbla málið maður hleypur ekki nema í neyð, og ekki orð um það meir.

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Held að þinn sporlangi elskulegi og minn séu launbræður.  Hef einmitt lent í þessu "mótorhjólameðhliðarvagni" samræðum á göngum okkar um skógana.

Kannski eru sporlangir karlar allir eins!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.9.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert náttl bara yndisleg Ía mín, hressandi að koma hér inn og lesa.  Krúttkveðja til þín og bóndans.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný Stef.  Já það er eitthvað  sem bundið hafa okkur saman.

Ásdís mín takk.

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2009 kl. 22:52

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 06:03

9 identicon

Yndislega myndrænt Ía mín. Bros færist yfir andlitið við lesturinn. Viss um að þú gefst ekki upp fyrr en þú heldur í við þinn elskulega. Bkv.

Maja (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:14

10 identicon

Hahahaha.... sé ykkur alveg fyrir mér í göngutúrnum, þar sem hann dáist að mótorhjólinu með hliðarkerrunni! Djö væri það samt fyndið að sjá ykkur á hjólinu hahaha!!

Ragga (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband