Er þetta nokkuð einn af þínum?

 Þetta gerðist fyrir hart nær förutíu árum og sagan er sönn.

Þeir voru samankomnir nokkrir vinir á einum besta veitingastað bæjarins norður í landi.  Það var ákveðið að gera sér glaðan dag og á þessum árum var vinsælt að fá sér Nautasteik Bernaise.

Þjónninn sem afgreiddi var ekkert nema almennilegheitin þar sem þetta voru örugglega mikilmenni að sunnan og snerist á hæl og hnakka til að þóknast þessum herramönnum sem kunnu sig!  Pöntuðu steik og drukku rauðvín með.  Ekta fínir kúnnar. Skemmtu sér konunglega og voru með háreysti og slógu um sig eins og fólk gerði á þessum árum.

Þegar hann kom með Turnbauta-steikina stoltur eins og hani, sko alveg nýbyrjaður á staðnum, segir minn elskulegi, sem unnið hafði við kokkerí í nokkur ár, lítandi yfir borðið á einn vininn:  ,, Heldurðu að þetta sé nokkuð einn af þínum?" og um leið hamrar hann fingrunum í borðplötuna svona til merkis um hvað hann sé að fara.

Þjónsræfilstuskan sem stendur enn bísperrtur við borðið verður eldrauður í framan og án þess að segja orð lætur hann sig hverfa.

Á þessum árum var altalað og vitað að hrossakjöt var blandað við nautakjöt og oft var hesturinn borinn fram eða litla folaldið sem fínasta nautasteik.  Fólk sem vissi ekki betur át þetta með bestu list og jafnvel fólk eins og ég sem sagðist aldrei borða hrossakjöt gerði það nú samt óafvitandi. 

Fyrirgefið en nú er ég komin með velgjuna upp í háls. Borða ekki vini mina.

Það fóru nú ekki fleiri sögur af borðhaldinu en þegar þessir herramenn héldu heim daginn eftir og stigu um borð í flugvél Flugfélags Íslands er þá ekki þjónsræfilstuskan mættur á svæðið.  Þeir spyrja hann hvað hann sé að gera þarna og það stóð ekki á svarinu:  ,,Ég vinn ekki fyrir fólk sem svindlar á viðskiptavinum sínum svo ég er farinn aftur suður".

Æ grey ræfilstuskan vissi ekki betur, þeir gerðu þetta líka fyrir sunnan.

Þessi frásögn er dagsönn eins og ég sit hér í eldhúsinu mínu og færi þetta í letur.

Ég tek hatt minn ofan, alla vega húfuna, fyrir þessum ágæta bónda í Kjósinni.  Hann er ekki að segja neitt nema sannleikann og alveg óþarfi að slá upp einhverri frétt um að Landssambandið harmi þessi ummæli. 

Hvað haldið þið að gerist ekki á krepputímum elskurnar mínar?

 


mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gódur punktur!  Best er bara ad kaupa thetta ódulbúid í Bónus.  Ég sá ad kílóverdid á söltudu hrossakjöti thar var ótrúlega lágt.  Saltad hrossakjöt med kartöflustöppu er, ad mér finnst, mjög gódur matur.

Kalli (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega.....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir það, og kannast alveg við þetta hrossakjöt á borðum virtra hótela í borg og bý, það finnst nú á lyktinni langar leiðir ef steikin er hrossakjöt, fyrirgefið ég bara borða ekki hrossakjöt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 14:12

4 identicon

Þetta er spurning hvað maður er alinn upp við. Mér finnst gott hrossakjöt herramannsmatur. Annað mál er það, maður á ekki að selja hrossakjöt sem nautakjöt.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:25

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu.... 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Segja bara hlutina eins og þeir eru Ía mín, það er alltaf best,  ..... eða eins og það kemur af kúnni.

Samt soldið heilluð af þjóninum rauða, vona að hann hafi haldið í prinsippið.

kveðja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.9.2009 kl. 01:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskuleg, bara að láta heyra í mér og segja að ég sakni þín.
Knús knús
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 07:50

8 identicon

 Njóttu Parísar mín kæra - þar hef ég lofað mér að ganga,dansaborða, dingla og njóta. Ég sakna þín hér inni og bíííííííð eftir frásögn frá þeirri draumaborg sem þú ert að heimsækja. Kær kveðja Anna Sig. 

Anna Sig (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:35

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Anna Sig, nú veit ég að hún er í Paris. Njóttu vel Ía mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband