6.10.2009 | 09:46
Það haustar hér í hundrað turna borginni.
Það er einhver uggur í mér. Eitthvað sem liggur í loftinu sem ég get ekki skilgreint.
Ég horfi hér á síðustu rósir sumarsins springa út í garðinum og smáfuglarnir mínir eru komnir aftur á veröndina og það segir mér að haustið sé alveg að skella á með sínu fallega litaskrúði og bráðum verði ég að fara að fæða þessa vini mína.
Veit ekki hvort það er aðgerðaleysið, letin eða árstíminn sem gerir það að verkum að ég er í þessum ham þessa dagana.
Satt best að segja er ekkert eitt sem er að pirra mig neitt sérstaklega frekar en hitt.
T.d. Mér gæti ekki staðið meir á sama hvort Íslenska eða Tékkneska ríkisstjórnin stendur eða fellur. Það eru sömu aularnir sem halda um veldissprotann í báðum þessum ,,heimalöndum" mínum og undirtillur þessara aula eru engu betri. Sama spillingarbælið í báðum þessum löndum. Sama silkihúfan ofan á hver annarri með gylltum skúfum og alles!
Og ekki get ég kvartað yfir veðrinu. Hér er haustið eins fallegt og hlýtt og það getur verið. Ekki þarf ég að skafa bílrúður eða moka snjó af stétt.
Það er ekkert sem ég get kvartað yfir og ég má bara skammast mín fyrir aumingjahugsanaganginn.
Svona kerling upp með húmorinn og farðu að gera eitthvað af viti.
En samt, það liggur eitthvað í loftinu, ég fer bara ekkert ofan af því.
Eigið góðan og friðsælan dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér leið svona um daginn. Ég lagðist fyrir þar til það leið hjá ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 10:29
Já ef til vill ætti ég bara að leggjast undir feld smá stund Hrönn mín.
Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2009 kl. 10:57
Þetta er að ganga með bloggkvenna, ég var líka svona um daginn en er öll önnur núna, hlakka til framtíðarinnar. Legðu þig bara, svona í tvo daga, þá lagast allt.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 12:55
Ía mín kæra! Gott að heyra aðeins frá þér. Það koma stundum svona dagar líka hjá mér ! Ég kalla þá "eldgosadaga" hvaðan það kemur ? veit ekki :) En það er líka allt í lagi að líða "asnalega" stundum, bara ekki of lengi. Svona var ég í gær böö eftirhretur í dag STUNDUM tekst mér að "skammta"mér tíma fyrir eitthvað óskilgreint hugarástand !sjaldnast þó! Kannski er fyrsta skrefið að tala um það Eigðu góðan dag !
Anna Sig (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:27
Eldgosadagar, Ia mín Anna, talar um þá, merkilegt ég er alin upp við að vissir dagar voru eldgosadagar og þá var sérstakt veður úti er það ekki bara eitthvað svona sem er að gerast með þig elskan, en veistu að þegar ég er mjög róleg þá gerist eitthvað og svoleiðis er ég núna.
Segi nú bara eins og hinar legðu þig, lestu spennandi bók eða gerðu eitthvað skemmtilegt, eitt vitum við að þetta líður hjá.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 19:48
Ohhhh ´þið eruð svo miklar dúlluvinkonur allar saman. Takk fyrir að vera til!
Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2009 kl. 19:58
Dóttir mín, sem getur ekki beðið eftir sumrinu snemma vors, tifandi af eftirvæntingu æskunnar um hvort þetta sumar verði "summer of 69", sagði við mig í gær:´
"ég er haust, ég elska allt við haustið, lyktina, ferskleikann (aðeins byrjað að brísa á morgnana), litina og alla nýju sjónvarpsþættina ".
Úpps rosalega feginn að heyra þetta síðasta! þekkti mína konu þar.
Látum hvern dag um sína þjáningu Ía mín og hlökkum til morgundagsins!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.10.2009 kl. 05:22
Æi dúllan mín ég skil þig allt of vel... ég er búin að vera svona í nokkra daga og skil það ekki... reyndi að kenna snjónum um það en leist ekkert á blikuna ef það væri hann... Svo ég tók bara sama ráð og þú... reif mig upp með handafli...
Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 06:26
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 07:36
Góðan dag! mín kæra ! þessi "gula" ss sólin er sýnileg þessa stundina! En samt er einskonar "eldgosadagur"(hvað er í gangi?)hjá mér!!púfff. Ég ætla að hafa þá biðstöðu bara til hádegis. Í dag skulum við eiga góðan dag Ía mín kæra njóta hans, nú þarf ég að breyta "hugarfari" þetta snýst allt um hugarfarið.Okiii þá fer ég í það verkefni !#!# Lífið er hráefni til að vinna úr :) Koma svo
Kær kveðja Anna
Anna Sig (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:07
Anna Sig (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:28
"The very best thing that you can
do for the whole world is to make
the most of yourself."
Wallace Wattles
Fékk þessa speki senda í morgun og tileinka hana þér í dag
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:36
Takk Jóhanna mín. Svo rétt.
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.