Í máli og myndum á aðventunni

Gamla torgið jólin 2008 018  Eins og alltaf hefur aðventan verið erilsöm en skemmtileg.  Nóg um boð hingað og þangað um borgina, tónleika.  Margt sem glatt hefur líkama og sál.  Ekki að spyrja að öðru hér í fallegu hundrað turna borginni okkar.

Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 012  au voru nokkur afmælin sem haldin voru og hér má sjá eitt afmælisbarnið, frumburðinn okkar með sinn frumburð, tekin fyrir viku þegar hann hélt upp á sitt 35. afmæli.  Glæsileg bæði tvö.  Mín með nuðið sitt sem er alveg nauðsynlegt eftir góðan mat.

Laufabrauð 2008 029  Í gær var haldinn laufabrauðsdagur og litla fjölskyldan hér í Prag kom saman og skar út heilan helling af kökum.  En vegna þess hvað ég hef litla þolinmæði í sollis dútl þá ákvað ég að koma með nokkrar piparkökur og mála þær með litla hnoðranum mínum sem var alsæl með þá ákvörðun.  Þegar hún var búin að fá nóg með að sleikja sína fingur þá bara stakk hún þeim að næsta manni og sagði:  Amma þú makka!   Já og já og amman makkaði og sagði nammi namm.....  eða þannig.  Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 015  Hér má sjá listakonuna sem ætlar ekki að verða síðri listakona en langamma hennar.  Sjáið hvað hún er íbyggin á svipinn með tunguna út í öðru munnvikinu.  Amman hjálpaði aðeins við að mála skeggin á jóla.

Á milli þess þá settist amman og skar út einar þrjár að ég held laufabrauðskökur.  En´til að hvíla handleggina á því veseni þá söng hún jólasöngva og lék allan pakkan með.  Þarna er örugglega verið að syngja ,,Uppá stól stendur mín kanna!" Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 019Úff gott að hrista aðeins úr þreyttum handleggjum og leika með söngnum.  ,,J'olasveinar ganga um gólf og Adam átti syni sjö það var enn betra þá gat maður ruggað sér í lendunum líka. Sú stutta engan áhuga á þessari rugluðu ömmu sinni.  Enda bar hún að borra kivi.

Gamla torgið jólin 2008 022  Eins og þið sjáið og heyrið þá er engin lognmolla hér frekar en fyrri daginn.  Í kvöld ætlum við að skreppa á tónleika en hann Guðni Emilsson er hér með kammerhljómsveitina sína frá Tübingen, Þýskalandi og bauð okkur að koma og hlusta í kvöld.  Þessir tónleikar verða í Rudolfinum í Smetana Hall.  Glæsilegu tónlistahöllinni hér í Prag.

Ég kveð ykkur nú að sinni með þessari fallegu mynd frá Parizka götunni í Prag sem liggur út frá Gamla Torginu.  Þið sem hingað hafið komið getið látið ykkur dreyma um að ganga þarna um í vetrarkyrrðinni innan um öll jólaljósin og ylm frá steiktum kastaníum.

Takk fyrir að líta hér inn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefur verið fjör hjá ykkur í jólaundirbúningi og gaman .....Ég er búin að læra nýja útgáfu af seinni hluta af Jólasveinar ganga um gólf......sem hljómaði svona frá elsta barnabarninu mínu fyrir nokkrum árum;  .....uppá stól stendum mín amma, níu nóttum fyrir jól, fer hún að djamma!

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Sigrún mín þessi viðbót er alveg að mínu skapi heheh love it!

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.12.2009 kl. 16:32

4 identicon

Skemmtilegt hjá ykkur elsku Ía mín.  Sigrún mér líkar nýja vísan alveg prýðilega, ætla að skjóta þessu að mínu elsta barnabarni, sem tekur örugglega undir.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir að bjóða í heimsókn til Prag, það hefur glatt oft á árinu

Ragnheiður , 19.12.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halla já þetta kallar maður að merja úr vísunum.  Ég elska svona útursnúninga.  Ragna mín any time.

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2009 kl. 20:16

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að sjá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur og litan er alveg krúsí rúsína.
Laufabrauðsgerðin var nú ætíð hápunktur gleði og kátínu hjá mömmu og pabba , þá komu allir saman og skáru úr og mamma steikti.

Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2009 kl. 08:57

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Háværar og léttklikkaðar ömmur eru skemmtilegar.

Mætti í fyrradag á "litlu jólin" Norðlingaholtsskóla.  Þegar ég sá loksins litla duglega drenginn, sem kallar mig ömmu, fórnaði ég höndum og ætlaði auðvitað að fara að heilsa honum.  Suss amma ekki hafa hátt, það er sögustund! Ég kramdist í hljóðlátt krúttkast yfir þessum ábyrgðarfulla dreng.

Jólakveðja 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.12.2009 kl. 11:36

9 identicon

Yndislegt allt saman og flottar myndir.Kveðja til ykkar og jólaknús

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband