Áramótaauglýsingin enn í umræðunni, en hvað ætli margir horfi á herlegheitin?

Gæti hugsast að sumir færu bara út að skjóta upp einni rakettu með börnum sínum nú eða fá sér fá sér aðeins meira af nýjársborðinu svo eru þó kokkuð margir sem nota auglýsingatímann í það að fara á salernið.  Þar færi nú rándýr auglýsing fyrir bý.  Klár á því að það verður skoðanakönnun á nýju ári, hversu margir horfðu á herlegheitin.  Og gaman verður að heyra svörin. ,, Nei ég skrapp nú bara sí svona á klóið" eða ,, nei amma hringdi einmitt í mig þá"  eða eitthvað annað skemmtilegt.

Annars man ég eftir því í gamla daga þegar Bessi heitinn Bjarnason og Árni Tryggva héldu uppi mjög skemmtilegum auglýsingum fyrir Happdrætti Háskólans.  Faðir minn, blessuð sé minning hans, mátti aldrei missa af þessu og beið alltaf spenntur eftir að sjá hvaða grín vinirnir kæmu með á nýju ári og skemmti sér alltaf jafn vel.

Ég var nú líka svo fræg að koma fram eitt árið í nýjársauglýsingu Happdrætti Háskólans með Randveri vini mínum Þorlákssyni.  Nú kemur hann fram með ekki ófrægari manni en John Cleese, sko minn mann, góður!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta verður kærkomið pissuhlé

Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband