Færsluflokkur: Sjónvarp

Hin frábæra stjórnmálakona Mo.

Í gærkvöldi dróst ég inn í kvikmynd og hélt satt best að segja að ég væri að gráta úr mér augun.  Vaknaði í morgun nærri enn með ekka og þrútin í framan eins og rauðmagi.

Langt síðan ég hef séð svona áhrifamikla mynd (eða e.t.v. var það bara sálarástand mitt sem gerði það að verkum að ég var svona meir).

Myndin fjallaði um hina frábæru stjórnmálakonu Mo sem barðist fyrir Írland og ekki hvað síst fyrir sínum sjúkdómi sem ég á henni sameiginlegan.  Mo dó aðeins 55 ára gömul og var þá ansi langt leidd, búið að hrekja hana frá störfum og hún búin að gefast upp á því að berjast á móti. 

Það tók mig langan tíma að ná mér niður eftir myndina og er enn að hugsa um hana og hvað margir verða að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm sem engin á svör við.

Sá sem lék læknir hennar líktist ótrúlega mínum eðal lækni hér á Íslandi og svörin sem hann gaf henni, umhyggjan og kærleikurinn sem lýsti frá honum var eins og kópia af mínum lækni. Frábær studia sem hann hefur verið búinn að þræla sér í gegnum. 

Fyrst ég er á annað borð farin að tala um sjónvarpið þá er bara best að halda áfram. 

 Hr. Borgarstjóri ekki láta þá senda frá sér, þá er ég að meina TV stöðvarnar, fleiri svona þætti með þér skjótandi úr byssum.  Þetta fer þér engan vegin.  Halda sig við ráðhúsið kallinn minn og störfin þar á meðan þú situr í því hásæti og njóttu á meðan er og gerðu gagn. Veistu, annars gerir Helgi ekki neina styttu af þér, nei segi bara svona.

Ég horfi ekki mikið á sjónvarpsstöðvarnar.  Sjálfsagt af því ég er með of margar og líka það er eins og þeir (allar stöðvar hér á landi) hafi lent á útsölu og fengið á gjafverði endalausa spítalaþætti eða ódýra löggu og bófa-hasarmyndir.  Sem betur fer er takki sem er rauður og þú getur ýtt á hann og þessi hörmung deyr hægt út á skjánum. Vá tæknin...................

Jæjasssss, þá er ég búin að rausa þessu út úr mér.  Eigið öll góða viku með hopp og hí og tra-la-la-la.......

   


Jóhanna hósanna, Hanna Hanna hó sanna hó sanna Jóhanna.

Þrátt fyrir að allt snúist í höfðinu á mér þessa daga þá er ég að reyna að fylgjast með því sem er í gangi þarna heima og núna áðan vorum við að fylgjast hér með Spaugstofunni sem hefur ekki fallið mér í geð undanfarin ár en asskoti hafi það, þeir voru snjallir í byrjun og enduðu vel strákaskammirnar.

 Takk fyrir að strákar að létta mér lundina og koma út smá hlátri.  Það þarf stundum svo agnarlítið til að gleðja sálartetrið.

 

 

 

 


Elsa Lund, Saxi, Skúli rafvirki, Magnús og fleiri góðir karakterar.....

......skutust hér i inn í sjónvarpsherbergið okkar í dag að ógleymdum Ladda sjálfum.  Við hjónin skemmtum okkur vel með afmælisbarninu og öllum hans gestum.  Örugglega verið frábært að sjá þetta ,,live" í Borgarleikhúsinu á sínum tíma.

Takk kærlega fyrir skemmtunina Laddi minn.

Við erum ein í húsinu gamla settið þar sem Soffía fór í heimsókn til bróður síns og mágkonu.  Satt best að segja frekar tómlegt.

Það sem til stóð að gera hér á heimilinu í dag fór fyrir lítið og ætla ég bara að láta við svo búið. 

 Það má alveg taka einn letidag svona milli jóla og nýjárs, eða er það ekki? 

Er ekki enn farin að hafa tíma til að líta í bækurnar sem enn eru hér plastaðar inn. 

Glugga ef til vill í einhverja þeirra í kvöld.

 

 


Mannaþefur í helli mínum

Aumingja skessan, hvað er líka verið að þvæla henni á milli eyja og lands.

  Hún er sjálfsagt mjög ósátt við allt þetta brambolt.

  Nú verður bara að kalla Siggu litlu til hjálpar.  Þær eru vinkonur og hún er sú eina sem getur tjónkað við kerlu.

Annars held ég að skessan hafi ekkert með þessar truflanir að gera heldur hafi annar/önnur verið fyrir í hellinum eða mjög nálægt og hann eða hún sættir sig ekki við þennan ágang á sínu yfirráðasvæði.

Það hefur jú alltaf verið talið mjög reimt á Suðurnesjunum.


mbl.is Er skessunni illa við fjölmiðla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það spurning um að halda sönsum.

Mér snarbrá þegar ég las þetta, alhvítt á Akureyri og ekki einu sinni kominn september!  Sem betur fer ykkar vegna var ekki alhvítt af snjó niður í hálfar hlíðar heldur bara smá gjörningur í gangi. Sniðugt hjá þeim!

Athugasemd við frétt lokið. 

- Nú þegar búið er að kjósa í Beijing fegurstu konu vallarins á Olympíuleikunum og flestir farnir til síns heima ætli maður fái þá aðeins hvíld frá íþróttaviðburðum í smá tíma sagði ég við minn elskulega í gær.  - Nei svaraði hann nú byrjar enski boltinn og brosið á andlitinu náði hringinn!!!! 

 Anskotinn, ég bara trúi þessu ekki, veit að sumir eru alveg alsælir en ég sem er ekkert fyrir að fylgjast með íþróttum verð nú að fara að finna mér mitt eigið hobby, ég meina það og það utanhúss því bara hljóðið frá íþróttafréttum sjónvarpsins getur gert mig svo pirraða að það hálfa væri nóg.  Golf, OK ég byrja bara aftur í golfinu.  Nenni aldrei að horfa á það en mér finnst ekkert leiðinlegt að slá bolta.

Ok farin út að dusta rykið af kylfunum og finna golfskóna. 

Ætti ég að fá mér private trainer?  Hum hann verður þá að vera flottur með kúlurass.

Hvar ætli ég hafi látið golfsettið í fyrra eða er lengra síðan? 

Farin að leita dauðaleit, nú er um sálarheill mína að tefla.

 

 


mbl.is Alhvítt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og naut í flagi og með allt á hornum sér.

Mér gæti nú ekki staðið meir á sama hvort dansað hefði verið í Þýsklandi eða á Spáni í gærkvöldi eða bumbur slegnar þar sem áhugi minn og skilningur á þessari íþrótt er í lágmarki.  En til þess að vera kurteis óska ég Spánverjum auðvitað til hamingju.

Þegar maður á elskulegan eiginmann sem hefur mjög gaman af að horfa á þessa stráka sparka tuðru og veltast um í hvaða veðri sem er á vellinum þá kemst maður jú ekki hjá því að fylgjast með svona uppákomum með öðru eyranu.  

Ég kom heim í gærkvöldi rétt fyrir leikinn og þá var minn farinn að tvístíga hér og ég sá strax að mikil eftirvænting var í gangi.  Bara rétt eins og þegar nautið bíður þess að vera hleypt út úr stíunni og inn á leikvanginn.  Barátta upp á líf eða dauða þar til annar liggur í valnum. 

Þar sem við getum einungis náð í enskar stöðvar hér að Stjörnusteini ætlaði hann yfir í Leifsbúð en þar er/var hægt að ná þýskum og tékkneskum stöðvum.  Halldór ábúandi í Leifsbúð hafði brunað til Vínar til þess að vera viðstaðddur leikinn svona í nærmynd, sem sagt af stórum skjá við Stephans Dom eða eitthvað í þá áttina. Minn ætlaði þá bara að sitja þarna aleinn og skemmta sér, enda var hann búinn að keyra tvisvar sama daginn til Prag og nennti ekki að keyra 100 km fram og til baka í þriðja sinn. 

Korter fyrir leik heldur hann yfir í Leifsbúð og segir um leið:  Þú kemur nú og kíkir á mig, er það ekki?

- Ég humma eitthvað svona til að vera nú ekki alveg óþolandi eiginkona.

Eftir u.þ.b. hálftíma birtist minn í eldhúsdyrunum eins og naut í flagi

- Hva er strax kominn hálfleikur spyr ég

-Nei ég næ ekki neinni stöð!!!!  Það stóðu glæringar út frá honum ég get svo sem svarið það!

- Nú segi ég algjörlega áhugalaus

Hann fer upp í bókaherbergið og sest við tölvu og sjónvarp en kemur niður eftir stutta stund.

-Þetta er algjörlega ótækt, eina sem ég get fengið er í gegn um útvarp og á ensku.

-Humm, segi ég með sama áhugaleysinu.

Hann ríkur aftur út í Leifsbúð, vill auðsjáanlega ekki gefast upp í hálfleik.  Kemur aftur og nú voru glæringarnar eins og logandi eldhaf í kringum hann.

Til þess að taka aðeins þátt í þessari eymd spyr ég hvort sjónvarpið virki ekki enn?

-Nei, frussaði hann út úr sér, gerfihnattamóttakarinn hefur örugglega skemmst í fárviðrinu um daginn.

- Heyrðu þú þarft nú ekki að vera svona fúll við mig, ekki stjórna ég veðurguðunum.

Ekkert svar.  Fer aftur upp á loft og þegar ég heyri að slökt hefur verið á útvarpinu fer ég upp og ætla nú að reyna að vera elskuleg og meðvirk eiginkona og spyr:  Hvernig fór leikurinn?  Hverjir unnu?

-Spánn! Velti sér síðan yfir á hliðina í rúminu og var í fýlu.

Þar sem hann fór snemma til vinnu eða langt fyrir kristilegan fótaferðatíma veit ég ekki hvort hann er búinn að ná sér.  Gæti trúað því að nú væri hann staddur í verlsun sem selur móttakara fyrir allar stöðvar heims.  Soccer 

 

 

-

 

 

 

 


mbl.is Dansað á götum úti á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagsmorgun með Bylgjunni og ,,Spaugstofunni

Á meðan ég drakk morgunkaffið og neri stírurnar hlustaði ég á viðtal Valdísar við yfirbloggarann Jenný.  Gaman að kynnast konunni bak við skemmtilega bloggið á Mbl.  aðeins betur þar sem var stiklað á stóru um hennar lífshlaup. 

Eftir þetta skemmtilega viðtal renndi ég Spaugstofunni í gegn sem ég hef ekki gert lengi.

HALLMUNDUR MINN!!!  Á þetta að heita fjölskylduvænt skemmtiefni í skammdeginu!   Nú ættu þessir ágætu listamenn að biðja borgarstjóra formlega afsökunar og pakka síðan saman!  Í hæsta máta ósmekklegt og ekki par fyndið! Nú er nóg komið!      


Enn í brennidepli

Ein af aðalfréttum Sky í dag eru réttarhöldin vegna dauða Diönu. 

Mr. Burrell - butler kemur með nýtt kjaftæði

Af hverju fær prinsessa allra prinsessa ekki að hvíla í friði?

 


mbl.is Díana vildi giftast Khan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaauglýsingin enn í umræðunni, en hvað ætli margir horfi á herlegheitin?

Gæti hugsast að sumir færu bara út að skjóta upp einni rakettu með börnum sínum nú eða fá sér fá sér aðeins meira af nýjársborðinu svo eru þó kokkuð margir sem nota auglýsingatímann í það að fara á salernið.  Þar færi nú rándýr auglýsing fyrir bý.  Klár á því að það verður skoðanakönnun á nýju ári, hversu margir horfðu á herlegheitin.  Og gaman verður að heyra svörin. ,, Nei ég skrapp nú bara sí svona á klóið" eða ,, nei amma hringdi einmitt í mig þá"  eða eitthvað annað skemmtilegt.

Annars man ég eftir því í gamla daga þegar Bessi heitinn Bjarnason og Árni Tryggva héldu uppi mjög skemmtilegum auglýsingum fyrir Happdrætti Háskólans.  Faðir minn, blessuð sé minning hans, mátti aldrei missa af þessu og beið alltaf spenntur eftir að sjá hvaða grín vinirnir kæmu með á nýju ári og skemmti sér alltaf jafn vel.

Ég var nú líka svo fræg að koma fram eitt árið í nýjársauglýsingu Happdrætti Háskólans með Randveri vini mínum Þorlákssyni.  Nú kemur hann fram með ekki ófrægari manni en John Cleese, sko minn mann, góður!   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband