Elsa Lund, Saxi, Skúli rafvirki, Magnús og fleiri góðir karakterar.....

......skutust hér i inn í sjónvarpsherbergið okkar í dag að ógleymdum Ladda sjálfum.  Við hjónin skemmtum okkur vel með afmælisbarninu og öllum hans gestum.  Örugglega verið frábært að sjá þetta ,,live" í Borgarleikhúsinu á sínum tíma.

Takk kærlega fyrir skemmtunina Laddi minn.

Við erum ein í húsinu gamla settið þar sem Soffía fór í heimsókn til bróður síns og mágkonu.  Satt best að segja frekar tómlegt.

Það sem til stóð að gera hér á heimilinu í dag fór fyrir lítið og ætla ég bara að láta við svo búið. 

 Það má alveg taka einn letidag svona milli jóla og nýjárs, eða er það ekki? 

Er ekki enn farin að hafa tíma til að líta í bækurnar sem enn eru hér plastaðar inn. 

Glugga ef til vill í einhverja þeirra í kvöld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka með Ladda mjög skemmtilegt kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að slaka á.

Yndisleg myndin af barnabarninu og jólsveininum.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sonur minn fekk Ladda svo ég fæ diskinn lánadann vid tækifæri...Hlakka til ad sjá hann.Um ad gera ad slaka á tegar madur getur.

Knús til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 27.12.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við fórum á Ladda sýninguna í Borgarleikhúsinu og það var virkilega gaman  Letidagarnir um jólin eiga að vera minnsta kosti tveir mín kæra, helst fleiri

Jónína Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

bara slaka á Ía mín.. bara slaka á. Held við ættum að taka orð hvor annarrar fyrir því  og lesa mikið. Ertu ekki örugglega búin að taka plast utan af eins og einni bók?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott að slaka á jafnvel þó maður sé ekki í annríki og stressi. Án samviskubits, bara njóta og svo af stað aftur

Guðrún Þorleifs, 28.12.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband