Í mat hjá Gordon F..Ramsay eftir móttöku í Senatinu

Veit ekkert eins leiðinlegt en að standa upp á endann í háhæluðum skóm, tvístígandi af óþreyju og vera nauðbeygð til þess að  hlusta á ræður sem engan endi ætla að taka.  En það var einmitt það sem ég gerði í kvöld þar sem við vorum stödd í boði Tékkneska Senatsins. 

Á meðan ég hlustaði á forseta Tékkneska Senatsins, Swartzenberg Utanríkisráðherra, Sendiherra Páfa og ,,Prins Valdstein", (auðvitað ekki prinsinn sjálfan því hann var uppi á 17. öld) gat ég látið hugann reika aftur til miðalda því við vorum stödd í reiðhöll Valdsteinanna sem búið er að gera upp sem minjasafn og var þetta boð í tilefni opnunar safnsins.  Engin orð um það meir. Sjón er sögu ríkari þið sem eigið leið hingað til Prag.

Þegar ræðuhöldum lauk og við búin að heilsa til hægri og vinstri gengum við út í kvöldið og ákváðum að fara á Royal Hilton og snæða hjá  heimsfræga kokkinum Gordon F..... Ramsay.  Það er nýbúið að opna hótelið og veitingastaðurinn kennir sig við þennan fræga meistara matargerðarlistar.  Höfðinginn sjálfur er hér staddur í borginni og að sjálfsögðu spurðum við hvort hann væri á svæðinu en því miður var hann ný farinn.  F...ræðuhöldin... annars hefðum við ef til vill fengið að heilsa upp á goðið.  En við vorum ekki svikin af matnum.  Hreint út sinfóníubragð af hverjum rétti. Algjör snilld!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara fullt að gera hjá minni ??   gott að borða góðan mat sem aðrir elda oní mann.  Kveðja til þín úr sköflunum á Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband