Skáldin okkar góðu þeir Þórbergur, Gunnar og Halldór.

Allt annað líf enda búin að vera með Skáldalífið hans Halldórs Guðmundssonar í eyrunum síðustu tvo dagana á meðan ég dingla hér út við grindverkið. 

Þökk sé Walkman og framförum alheimsins. 

Það er ekki laust við að mig langi til að taka bækurnar þeirra kumpána, Þórbergs og Gunnars Gunnarssonar til yfirlestrar enn einu sinni.  Viss um að ég mundi leggja allt annan skilning í þær núna en fyrir 30 árum eða svo.

Hallgerður Péturs bloggvinkona mín benti mér á bloggið hans Illuga Jökulssonar hér fyrir tveimur dögum að ég held, þar sem Illugi fer á kostum með að skilgreina Bjart í Sumarhúsum.  Ekki vil ég nú segja að ég hafi verið allskostar sammála Illuga en greinin, sem er snilldarvel skrifuð, kom mér til að hugsa um hvort ekki væri tími til kominn að taka Sjálfstætt Fólk ofan úr hillu einu sinni enn. Ef til vill finn ég nýjan Bjart eftir lesturinn.

En allt um það í dag er merkisdagur því hún Soffa okkar og hennar Steini eiga sex ára brúðkaupsafmæli.  Að hugsa sér að það séu sex ár síðan Séra Ragnheiður pússaði þau saman hér í garðinum okkar.

Innilega til hamingju með daginn krakkar mínir.  

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með Soffu og Steina!

Svo er það hann Egill bróðir þinn sem á 49 ára afmæli í dag!

Knús á þig

Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með dóttur og tengdason.

Þú ert auðvitað brilljant að hafa stórskáldin í eyrunum.

Það minnir mig á að ég á að eiga hljómplötu með upplestri Halldórs á Brekkukotsannál, en það er ein af mínum uppáhalds.

Fer að fá mér svona græju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sjálfstætt fólk er snilldarverk - jafnvel betra en Brekkukotsannáll. Ég les þau bæði jafn reglulega.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:49

5 identicon

Húrra fyrir Soffu og Steina

ps Hún mágkona mín ýkir alltaf svoldið, mér veitir ekkert af tveimur árum að undirbúa 5tux ammælið.

Egill Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bökka mín ég fann á mér að það vantaði eitthvað í þessa færslu.  Jú hann Egill bróðir átti afmæli í gær en ekki gera hann eldri en hann er eða eins og hann segir hér sjálfur:  veitir ekkert af tveimur árum að undirbúa 5tux afmælið, varð sem sagt 48 í gær elskulegur.

Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2009 kl. 06:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þau öll og já ætti maður ekki að taka niður einhverjar skruddur fyrir veturinn og lesa, þarf reyndar að fara fram í Lauga og fá mínar bækur lánaðar, gaf nefnilega tvíburunum mínum flestar mínar bækur.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2009 kl. 08:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband