Ég valdi ,,Bistro á besta stað" eða þannig.

Fyrir nokkrum dögum gekk ég út af hótelinu okkar í Paris og teigaði að mér angan af borginni og sagði: ,, Ohhh þetta er eins og vera í New York"  Lyktin þennan morgun minnti mig á haust í NY svona sambland af kaffi, pönnukökum, ferskum ávöxtum og bensíni. 

 Nú veit ég ekki hvort einhver kannast við þetta en svona er minning mín frá The big Apple.

Í morgun kvöddum við eitt af mínum uppáhaldshóteli í Rhone Alps héraðinu og keyrðum niður til French Rivieira þar sem við eigum heimboð hjá tveimur vinum okkar.  Annars vegar Bretum og hins vegar Íslendingum.  Þar sem við erum aðeins fyrr á ferðinni ákváðum við að keyra aðeins inn í Provence og finna okkur svona ,, Bistro á besta stað".

Ég á kortinu og fann ,,rosa flott hótel" alveg í leiðinni.  Hehehehe..... sko málið var að við vorum bæði orðin frekar pirró og þreytan farin að segja til sín í sex´tíu ára gömlum skrokkum svo það var bara parkerað og bókað sig inn á herligheden!!!!!!!!!!!!!!!

Ja so svinger vi  heheheheh............ elskurnar mínar við erum á svona elliheimilishóteli here in the middle of Provance og klukkan á mínútunni fimm byrjaði liðið að dansa hér vangadans á barnum svo eitthvað sætt og krúsulegt svo v ið bara hrökkluðumst út í hláturskasti.  Sko halló ég er gömul en ekki svona helvíti gömul.  Horfði á liðið dansa vangadans og varla hreyfast úr sporunum, haldandi í rassinn á hvort öðru,  svona eins og horfa á hæggenga ´bíómynd.

Ég reyndi eftir fremsta megni að láta sem ekkert væri en þetta var einum of mikið af því góða.

Ef minn elskulegi hefði getað drepið mig með augunum væri ég ekki hér til frásagnar!

Sem betur fer bara ein nótt hér á elliheimilinu sem ég valdi.

Næstu daga verðum við hjá vinum okkar hér í Provence og eftir það er sko ekki til umræðu að ég velji hótel á leiðinni heim. 

 En rosalega var gaman að sjá hvernig ,,fólk á okkar aldri" velur sér hótel en ég er ekki alveg að sjá það að okkar vinir létu segja sér það- að barinn væri lokaður klukkan tíu og gömlu dansarnir væru milli fimm og sjö. Síðan fá sér kvöldmat og svo í rúmið og beint á koddann ekkert svona knús eða dodo,,,,,,

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hihihihihi you are getting there.....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hér er ein góð 20 ára saga frá France

Ég og sonurinn í hraðlest frá Lux til Parísar, síðan til Lyon, síðan var tekin tjú tjú hæggeng gufulest sem stoppaði á hverri stoppustöð alla leið til Grenoble, þar sem mín ætlaði að hitta sinn elskulega.  Í tjú tjú lestinni byrjuðu 'eggin að losna' mín varð viðþolslaus, því planið var að geta stelpu ákkúrat í þeim mánuði svo hún myndi fæðast í desember.

Stökk á karlinn næstum því á lestastöðinni og dot dot dot dot (í anda Mama Mia)

9 mánuðum seinna fæddist stelpan í desember!  

Elska Frakkland síðan! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Ía mín, en þetta var nú upplifun út af fyrir sig.
Ég man nú eftir því í Reykjavíkinni svona um 1958, að þá var dansað að unga fólkinu á milli  15-18 það var kallað Jamesision ( man ekkert hvernig þetta er ritað) ekki nóg með það að kl. 18 byrjuðu gömlu dansarnir og við nokkrar stelpur sem höfðum áhuga á þeim héldu bara áfram og dönsuðum við karlana, þetta var svaka fjör.

Það var reyndar engin bar opinn, bara kaffi.

Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2009 kl. 08:15

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtileg lesning alltaf góð. 

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2009 kl. 11:55

5 identicon

Ía yndislegt að heyra frá ykkur í vel heppnuðu fríi.  - Jesús minn Jenný ekkert smá skipulögð??? Skemmtilegt á elliheimilisballinu -  svona verðum við örugglega, en ekki fyrr en eftir svona 30 ár???

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.9.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2009 kl. 08:58

8 identicon

Frábært að heyra hvað þið skemmtið ykkur vel Ía mín.....og skemmtileg frásögn hjá þér, ég sá þetta alveg fyrir mér!

Knús frá Bökku og Dadda!

Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband