Það eru allar kýr hér með anorexíu.

það ganga um bakka Signu og njóta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi.  Dagarnir sem við dvöldum í Paris voru fljótir að líða.  Við lékum við hvern okkar fingur og nutum þess í botn að slíta skósólunum í þessari fallegu borg menningar og lista. 

Það sem stendur uppi er heimsókn okkar í vinnustofu Erró en þar tók hann á móti okkur síðasta daginn sem við dvöldum í borginni.  Við gerðum stutt stans þar sem við vildum ekki trufla listamanninn en samt nóg til þess að við gátum rifjað upp gömul kynni.  Hlökkum til að hitta hann í Vínarborg í október.

Núna sit ég hér á einu af okkar draumahóteli 85 km suður af  Dijon í pínulitlu sveitaþorpi sem heitir Port Lesney svo lítið að það er ekki einu sinni merkt á korti.  Þetta er lítið Cháteau með frábæru umhverfi og Gourme eldhúsi.  Eitthvað sem við elskum að heimsækja.

Við fórum í göngu um bæinn um hádegi og fundum út að á þessum árstíma er þessi litli bær eins og dauðs manns gröf.  Það sást ekki sála á götunum og hverfisbúðin var lokuð sem og eina Bistroið í hverfinu svo við keyrðum hér í næsta þorp sem er frægt fyrir góð vín frá vínökrunum sem teygja sig hér upp eftir hlíðunum.

Hvert sem auga er litið eru bændur að tína vínberjaklasana af vínviðnum og gaman að sjá fólk hér eins og fiðrildi hér upp um allar hlíðar.  Við stálum okkur einum klasa og jammí hvað berin í ár smakkast vel.

Annað sem vakti athygli okkar hér á ferð okkar um sveitina i dag eru að hver einasta belja í sveitinni er með anorexíu á háu stigi.  Hef aldrei á ævi minni séð jafn mjóslegnar kýr.

Aumingja blessuð dýrin.

Í kvöld verður borðað hér margrétta dinner og drukkið gott vín héðan úr héraði og notið sveitasælunnar.

Á morgun er ferðinni heitið til Aix Provenc eða alla vega eitthvað á suðurleið.

Læt heyra í mér aftur næst þegar ég kemst í samband. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að heyra frá þér ljúfust og njótið vel

Knús knús
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hljómar eins og eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband