Úr grámóðu gærdagsins inn í magnaðan mánudag.

Hugur minn leitar uppi minningar. Ég heyri hneggjandi hlátur Flosa einhvers staðar langt í fjarska. Hann hefur yfirgefið sviðið, einn af okkar ástsælustu leikurum, og farinn úr húsi eins og oft var sagt.  Ég kveiki á kerti til handa Lilju og fjölskyldu.

Dagurinn í gær byrjaði einhvern vegin svona en lífið og tilveran heldur áfram þó góðir og gamlir vinir hverfi á braut.  

Á meðan litli snúður ömmu sinnar fór í leikhúsið að sjá Kasp,Jesp og Jónatan og hræðast ljónið og annað illfylgi á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu fóru Amman og Afinn með langömmuna á skemmtilega hátíðarsýningu þeirra hjóna Þórðar Hall listmálara og Þorbjargar veflistakonu sem var að ljúka í gær í Norrænahúsinu.  Frábær samsýning í tilefni stórafmælis þeirra beggja á árinu.  

Innilega til hamingju með þetta framtak kæru vinir. 

Þessi menningarlegi dagur endaði síðan með því að horft var á ,,Vangavagtina" eins og þátturinn er kallaður á þessu heimili af yngsta meðlimnum. 

Ég horfði síðan á seinni hluta viðtalsins við Steindór minn og Grétu.

Takk fyrir það kæru hjón og sendi ykkur stórt knús. 

Dagur menningar og listar leið hratt inn í svarta vetrarnóttina.

Og þá er það magnaður mánudagur!

Nú skal tekið til óspilltra mála að undirbúa ýmis verk sem koma til með að hellast yfir okkur eftir för okkar til hennar stóru Ameríku en sú ferð hefst á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða ferð til Ameríku.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Hrönn mín.  Þetta er allt eitt ævintýri.

Ía Jóhannsdóttir, 26.10.2009 kl. 10:33

3 identicon

Já Ía mín við minnumst Flosa með hlýju. Góða ferð elskuleg og við hjónin biðjum að heilsa fjölskyldunni.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 11:04

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hafið það gott í Ameríkuferðinni

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2009 kl. 14:52

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Halla mín það er svo  í hans anda að gera áttræðisafmælið sitt svona minnisstætt. Kaldhæðin í algjöru fyrirrúmi. 

 Takk Sigrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 26.10.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða ferð elsku Ía mín og njótið þess öll að vera saman.
Kærleik sendi ég sem ferðanesti í krúttferðina
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2009 kl. 18:59

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða ferð

Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

  Hafðu það gott!

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.10.2009 kl. 21:49

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mundu mig í Ameríku, ef þú fetar vestar en vestur.  Góða ferð

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.10.2009 kl. 07:21

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð og njótið hvers augnabliks

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband