Þá er að koma sér heim til Prag.

Nú veit ég hvað það er þegar talað er um bleika voga. 

Ætla samt ekkert að vera að segja ykkur það.  Held því bara fyrir mig, alla vega í bili. 

Annars er það pakkedí, pakk í dag.  Jólagjafir til ættingja hér heima.  Jólamaturinn sem á að fara heim til Prag.  Vakumpakkað fiðurfé, langhangið Húskarla lambakjöt, laufabrauð, og fl. sem er ómissandi um hátíðina.  Ekki segja mínum elskulega að ég laumaði nokkrum Ora grænum ofan í tösku en hann mundi hreinlega missa sig ef hann vissi að yfirvigtin er þeim að kenna.

Já þessi tími er búinn að vera hrikalega fljótur að líða hér heima í góðum félagsskap ættingja og vina.  Mikið gaman, mikið fjör en nú er kominn tími til að halda heim á leið og búa sig undir jólin og allt það stúss sem þeim fylgir. 

Eða eins og minn elskulegi sagði hér rétt áðan: Mikið verður gott að koma heim. 

Takk fyrir elskurnar mínar allar skemmtilegu stundirnar hér heima sl. vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða ferð "heim" sæta mín ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk mínar kæru.  Er enn að pakka niður Ora o.sv.frv.

Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:03

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér skilst að Ora grænar séu uppseldar.....svo þetta hlýtur að vera yfirvigt með stæl  Góða ferð "heim"

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða ferð heim elsku Ía mín, yfirvigtin er nú alveg þess virði er um ora grænar er að ræða, þær eru ómissandi með hangikjötinu.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2009 kl. 08:42

6 identicon

Góða ferð Ía mín og njóttu nú aðventunnar:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband