Jólamarkaðurinn hér í Prag

Gamla torgið jólin 2008 019 Hér gefur að líta mynd frá jólamarkaðinum í Prag, Tékklandi.  Jólatréð sem glitrar þarna spilar jólalög og hringir klukkum á heila tímanum. 

Ég las frétt frá Þýskalandi um daginn þar sem greint var frá að kona hefði orðið undir jólatré í stórmarkaði í Þýskalandi.  Fyrir um þremur árum gerðist það hér að þrír urðu undir samskonar tré og sést hér á myndinni.  Einn lét lífið og hinir tveir slösuðust verulega.  Ástæðan fyrir því að tréð féll var að þeir höfðu ekki strengt það nógu vel á milli húsa. Líka það að þeir gerðu ekki ráð fyrir vindhviðum á þessum árstíma.  Það blaktir venjulega aldrei hár á höfði hér vetrarmánuðina. 

Best að taka engan séns hér.  Standa bara álengdar og horfa í andagt.

Á sunnudaginn verður jólamarkaðurinn opnaður með tilheyrandi hátíðahaldi.  Annars finnst mér Kristkind - markt í Nürnberg sá allra besti sem ég hef séð hér á meginlandinu. Að vera viðstödd opnunina þar er stórkostlegt.

Þetta var bara svona hugleiðsla um jólamarkaðinn.

Farin að skrifa jólakveðjur til vina og vandamanna.     


mbl.is Helstu jólamarkaðir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ía mín!  Oh, hvað mig langar mikið til að vera í Prag þessa dagana! Það gengur því miður ekki upp.Hef bara einu sinni verið á aðventunni í Prag og það voru dýrðardagar. Bið kærlega að heilsa Þóri. Knús til krakkanna líka ef þau muna eftir mér!

Anna Kristine (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jólin koma hvar sem er
birtast okkur í ljósum.
Jólin eru sem betur fer
sem á þessum tíma kjósum.

Ljósið er sannleikurinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 11:31

3 identicon

Fallegt er nú tréð.Kveðja til þín ljúfan:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Anna mín já það er gaman hér á aðventunni.  Auðvitað muna krakkarnir eftir þér.  Sjáumst vonandi fyrr en síðar.  Kv. heim.

Milla falleg vísa og já Ragna Tréð er stókostlegt, hátt og glæsó.

Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er fallegtBestu kveðjur frá norðurhjaranum

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 07:45

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 mundu að passa þig líka á grænklæddum jólasveinum :)

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband