Fundum síðasta kalkúninn í Prag og þökkum fyrir það!

 Nú er það Þakkagjörðadagurinn.  Mér finnst það svo sem allt í lagi að þakka fyrir mig og mína almennilega einu sinni á ári. 

 Annars er ég sí og æ að þakka almættinu en gott að fá tækifæri til að bjóða fjölskyldunni í stórveislu og þakka þeim prívat og persónulega fyrir að vera til og hafa gert svo lítið að velja mig sem foreldri.  Hugsið ykkur bara eins og þau höfðu úr mörgum góðum að velja................

Í gær fengum við upphringingu frá frumburðinum og hann fór svona í kring um hlutina eins og honum einum er lagið og spurði hvort ekki ætti að halda upp á Thanksgiving. Þessir krakkar eru orðin allt of eitthvað úttlensk.  Halló-vín, Thanksgiving, Dagur hinna látnu og ég veit ekki hvað og hvað.

Auðvitað var rokið upp til handa og fóta til þess að finna síðasta Móikanann ég meina síðasta Kalkúninn í Prag.  Dísús þeir vaxa sko ekki á trjánum daginn fyrir þakkagjörðahátíðina.  En í morgun tókst okkur að krækja í þann síðasta og hann skal nú steikjast og snúa á sunnudaginn.  Nenni ekki þessu í dag enda fuglinn gaddfreðinn.

Þá verð ég líka búin að hengja upp allar mínar þúsundir ljósasería úti og inni svo hér verður haldið vegleg veisla og þakkað til hægri og vinstri.

En ekki fyrr en á sunnudag, þíðir ekkert að koma hingað í dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er þakklát fyrir að eiga þig fyrir vinkonu

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ Ásdís mín takk fyrir þetta

Ía Jóhannsdóttir, 26.11.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Börnin þín elskuleg mega þakka guði fyrir að hafa valið þig fyrir mömmu, þú ert bara flottust.
Njótið dagsins með ykkar fólki, ekkert er dýrmætara en þau.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband