Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar og þar með eyðilegja jólin!

Hann lyfti upp hendi og stoppaði okkur þar sem við komum ýtandi vögnunum á undan okkur troðfullum af farangri svo varla sást í nema bleikan nefbroddinn á okkur.

Minn elskulegi var á undan, einhver hissa, nei ég bara spyr svona?

Vörður tollgæslunnar stöðvaði hann og í fyrsta skipti fór um mig smá fiðringur.  Ekki það að ég sé smeyk við þessa verði laga og réttar en þarna á undan mér í einni töskunni var jólamaturinn, fiðurfé, Hólsfjallahangikjöt eða næstum því og ORA. 

 Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar!  Ég grátbændi almættið í huganum þar sem ég sá þennan í hvítu skyrtunni stöðva minn mann. 

Ég mundi eftir því þegar við vorum einu sinni tekin í tollinum á Keflavík vegna þess að við vorum með svo hrikalega mikinn farangur og beðin um að opna eina tösku.  Rótað upp óhreinum nærum og sælgæti frá USA.  Lokað síðan en þá segir sonur okkar:  Pabbi vá gott að hann fann ekki byssuna!  Og hvað? Jú auðvitað rifið upp úr öllum töskunum. 

Nú sá ég jólamatinn okkar á hraðleið í tékkneskar ruslafötur eða á nægtaborð yfirvaldsins.

Minn fór í vasann og veifaði diplópassanum en við honum var fussað og spurt hvað hann ætlaði að vera lengi í landinu.  Þá stakk minn hendi í hinn vasann og dró upp græna passann þar sem stendur að við séum með dagvistar og næturleyfi í Tékklandi til ársins 2089.

Mistök sem gerð voru af yfirvaldi þegar við fengum græna passann. 

Tollarinn gerði enga athugasemd og vísaði okkur inn í landið með bugti og honor.

Andsk.... man eftir því núna ég gleymdi að kaupa Makintosið og Nóa Sirius.

Jólin ónýt, get svo svarið það!

Er einhver á leið hingað?  Endilega takið með Nóa Sirius. 

 Makkintosið fæ ég sjálfsagt í Mark &Spencer.

Farin að leita að jóla eithvað....alla vega telja niður til jóla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það munaði ekki um það bara til 2089 ekki mundi ég vilja fara með ykkur í gegnum tollinn þá.
Gott að allt gekk vel heim.
Kærleik í bæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah "eins gott að hann fann ekki byssuna...." Ég skal kaupa Nóa og koma með hann til þín ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þeir eru stundum svo yfirmáta almennilegir hér Milla mín.

Hrönn ertu virkilega að koma hingað snúllan þín?

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei... ég ætlaði bara að skutlast með Nóa..... fyrirgefðu ónákvæmt orðaval en hitt er víst að kæmi ég til Prag kæmi ég til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband