Spádómskertið tendrað í dag.

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Innkeyrslan að Stjörnusteini  Það er orðið jólalegt hér að Stjörnusteini og jólastemmning sem aldrei fyrr.  Allt sem ég missti af í fyrra verður tekið tvöfalt inn núna. 

Ég hef það á tilfinningunni að þessi aðventa verði okkur skemmtileg og hátíðleg með ógrynni af allra handa uppákomum heima sem heiman.

Njótið kæru vinir mínir og ekkert stress. Ég ætla alla vega ekki að halda jólin í skápum eða geymslunni svo allt þrifnaðaræði verður látið bíða fram á vorið.

  Njóta bara og njóta hverrar mínútu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta líst mér vel á!

Ég er í bullandi jólaskapi. Setti upp jólaljósin í gær, í dag snjóar eins og eftir pöntun. Svei mér þá ef þetta er ekki hamingjan

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona á þetta að vera, ekkert vesen því það lítur engin í skápa né skúffur hjá okkur.
Ég ætla sko svo sannarlega að njóta adventunar að vanda.

Hjá mér sem á svona mörg barnabörn á staðnum þá eru skólauppákomur no.1 síðan er Viktoría Ósk mín bæði í kór, spilar, syngur og dansar í Marimba og alveg snillingur á þverflautu svo hún er í flestum uppákomum, veit ekkert yndislegra en að hlusta á börnin.
Nú það verður sérstök hátíðarsýning í fimleikunum þar er litla ljósið mitt, veit ekki hvort það verður sýning á hestunum, Viktoría Ósk er í þeim.en allavega er alveg nóg að gera.

Knús til þín og njóttu eins og aldrei áður.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sæl vinkona, vonandi heilsast vel! Ég sakna þess að hafa ekki enn haft tækifæri til að sjá Stjörnustein og Prag skreytt jólaljósum. Koma tímar og koma ráð :-)

Eins og Gunna vinkona okkar sagði þá er tíminn í kringum bolludaginn tilvalinn fyrir þrif og málningarstörf.

Bið að heilsa Þóri :-)

Ísleifur Gíslason, 29.11.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

J'a vinir mínir bara njóta út í það óendanlega................... og gefa smáfuglunum verð að muna eftir þeim líka.

Ía Jóhannsdóttir, 29.11.2009 kl. 13:23

5 identicon

Svona ætla ég líka að hafa það. Kveðjur í bæinn þinn.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:47

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

jóla jól! ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 13:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svona á þetta að vera

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 15:45

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, njóttu vel

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband