Þessi hlaup á milli eldhúss og borðstofu hafa sett toll á mínar eðal fætur og ruglað heilabúið verulega í dag.

Dagurinn er búinn að vera svona upp og niður, út og suður.  Hlaupa úr einu í annað.  Aðallega að ganga frá eftir kalkúnveisluna í gærkvöldi.  Hér sjáið þið minn elskulega í Benihana ham, get svo svarið fyrir það.  Þið sem þekkið japanska steikhúsið Benihana vitið hvað ég er að fara.  Sjáið hvernig hann mundar hnífinn við að ,,carva" fuglinn sem var heil átta kíló fyrir sjö manns. 

Thanksgiving og X Mas cards 2009 003 Sjáið hvað minn er happy go lucky!!!!!

Já sem sagt á milli þess sem ég hljóp inn í eldhús og setti í uppþvottavélina vegna þess að ég nennti ekki að klára það í gærkvöldi, fór út og rak kattarkvikindi, sko villikött, sem var á kafi í ofnskúffunni löðrandi í fitu af fiðurfuglinum, leit eftir hvort ofninn sem var að sjálfhreinsa sig kveikti nokkuð út frá sér eins og einu sinni gerðist næstum því, heppin þá að vera heima.  Þá var ég á kafi að skrifa jólakort til ykkar allra, nema ykkar aularnir sem ég tók út af listanum og þíðir ekkert að röfla yfir því, búið og gert! 

Thanksgiving og X Mas cards 2009 006

Sko svona leit borðstofuborðið mitt út og svo verðið þið að ímynda ykkur skíðlogandi arineld í horninu á stofunni.  Koma svo, setja ímyndunaraflið í gang! 

Ok ég er búin að skrifa þessi 200 kort sem senda á hingað og þangað um heiminn.  Léttir? Já ekkert smá!

Nú get ég einbeitt mér að eldhúsinu sem er alveg að fara að taka á sig mynd eftir tiltekt dagsins frá klukkan níu í morgun. Ef einver er að undrast hvar Barbara er þá er hún í fríi í dag.  Bara eintómt vesen.

Jæja ég ætla nú að fara að huga að kalkúnsafgöngum og laga risa BLT samloku að hætti Ameríkana.

Síðan verður kvöldið tekið með ró og spekt.

Farin að bæta á arininn. 

Asnar búin að segja ykkur það, Barbara er í fríi í dag. 

 Þarf að gera allt sjálf!

Þíðir ekkert að smella á þetta ALLT, hefur ekkert að gera með sjá nánar, oh þið eruð svo miklir aular, meina það!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe kannast við mína í stuði....lifi í fárveikri von um að ég sé á listanum...

En veistu nokkuð nema Barbara sé gengin úr vistinni? Örugglega ferlega erfitt að gera þér til geðs Ía pía.

Myndi sko þiggja eina Barböru hingað núna.  Barböru veitti samt ekki af að koma með nöfnu sína, hjólböru(r) ef hún lenti í jólatiltekt hér...

Lovvvjú.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe love U 2 Halla mín. Neip engin hætta þú hangir enn á listanum bara af því það ert þú!

Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég sé þetta alveg fyrir mér dúllan mín, en skil ekki af hverju þú prentar ekki út heimilisföngin hjá fólkinu sem fær jólakortin, þó þú skrifir nú inn í þau.

Svo máttu alveg senda mér eina samloku að hætti kanans. þær eru æði.
Húsbandið bara flottur

Knús í hús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemtileg lesning, takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii hvað ég er fegin að þú sagðir mér að það þýddi ekkert að smella á allt. Það munaði eiginlega engu að ég félli í þá gryfju

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband