Hann lítur nákvæmlega eins út og fyrir þrjátíu árum. Ætli hann hafi látið klóna sig?

Sumt get ég auðveldlega leitt hjá mér en annað getur farið þvílíkt í mínar fínustu.  Fyrir nokkrum mánuðum var fólk að kvarta undan auglýsingunum sem birtast hér til hægri þegar þú opnar Mbl.is  Mér gæti eiginlega ekki staðið meir á sama nema þegar ég í vor eða snemmsumars tók eftir því að góðvinur minn frá 1969 birtist á síðunni sem einn af aðalleikurunum í kvikmynd sem átti að byrja að frumsýna í einhverju kvikmyndahúsanna í Rvík. 

Þarna var hann kominn ljós lifandi alveg ein og hann leit út fyrir þrjátíu og eitthvað árum.  Með sömu gleraugun og allan pakkann. Nú er sjálfsagt einhver orðinn forvitinn og spyr:  Hver?  Um hvern er verið að tala?  Nú hann Magga Axels.  Get svarið það þarna droppar hann upp þrjátíu árum seinna og hefur ekki breyst baun.  Nákvæmlega alveg eins og hann leit út á þessum árum. 

Hver er Maggi Axels?  Jú hann útskrifaðist sem leikari með mér 1972, síðan gerðist hann ljósavitringur niðrí gamla Iðnó en held að hann starfi núna sem fasteignasali.  Hef ekki séð hann í mörg herrans ár.  En fyrr má nú rota en dauðrota.  Bara koma svona fram og láta alla halda að hann sé að leika aðalhlutverkið í The Hangover.  Einhvern gaur sem heldur á barni og spyr:  Howse baby is this? 

Ég vona að þeir fari að taka þessa auglýsingu út svo ég verði ekki alveg galin að hafa þetta fyrir augunum dagsdaglega.  Please!!!!!!!!!!!!!  Do it NOW!!!!!!!!!!!!!

Ef þú lest þetta Maggi minn sem er nú frekar ólíklegt væri gaman að heyra frá þér.  Léstu klóna þig? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Maggi okkar er fluttur á Selfoss, starfsmaður Fasteignamats ríkisins eftir því sem ég best veit. Sá hann fyrir nokkrum mánuðum og hanner NÁKVÆMLEGA EINS  og hann var fyrir 35 árum. Við erum nú ekkert voða kellingarlegar, en höfum kannski AÐEINS breyst....ekki hann. Hárið bara aðeins hvítara - en það var alveg eins að knúsa hann og þá....  jeminn manstu þegar hann nuddaði á okkur bakið? Vá. Fyrstu verðlaun.

 

 

 

Þann 9 nóvember 2009 lögðum við 7 bekkur í Lækjarskóla af stað klukkan 08:00 frá Lækjarskóla í átt að Reykjum í Hrútafirði. Við vorum búin að hlakka mjög til þess að fara og nú vorum við að fara að leggja af stað.

 

Við stoppuðum í Borgarnesi til að borða nesti og teygja úr okkur aðeins.  Það tók okkur 4 tima að keyra að Reykjum og við vorum komin á þangað um 12 leytið. Þá var úthlutað til okkar herbergjunum og Andrea og Veronika voru með mér í herbergi. Við fórum með töskurnar okkar uppá herbergi, tókum úr þeim og bjuggum um rúminn. Þá fórum við í hádegismat. Þar  hittum við krakka úr 7 bekk Grindarvíkurskóla sem voru þarna líka. Við fengum að vera frjáls í smá tíma svo fórum við í tíma. Við vorum sett í hópa og ég var með Andreu og Veroniku í hóp. Fyrsti tímin okkar voru stöðvar þar sem við fengum að velja hópa og fara á ákveðna staði og líka í hengimann en strákarnir eyðilögðu það. Svo fengum við ávexti, epli og appelsínur og  síðan lékum við okkur fram að kvöldmat. Eftir matinn var það skemtilega, kvöldvakan , en þann dag réðu kennararnir hvað við gerðum.  Við sungum skólasönginn og fórum líka í marga leiki. Eftir það fengum við okkur kvöldhressingu sem var kex og mjólk svo var smá frjálst þangað til  við fórum að sofa um ellefu.

 

Næsta dag vöknuðum við með kennurunum og fengum morgunmat. Okkur var sagt að sá sem kom of seint þyrfti að þrífa allan salin og ganga frá.Svo var frálst í smá stund. Í tímanum fórum við í Undraheim auranna til að læra um hvernig við eigum að spara penning og hvað við myndum gera við 10.000 krónur. Svo var boðið upp á  ávexti aftur,  epli og appelsínur og svo héldum við áfram í  Undraheim auranna. Þá spiluðum við peningaspil  þar sem ég var banki og spurði spurninga um hvernig við myndum spara.  Þá var kominn hádegismatur og svo fórum við í íþrótir.  Þegar við vorum búin í íþróttum fórum við í sund og svo var frálst fram að kvöldmat.  Svo fengum við að leika okkur þangað til að kvöldvakan byrjaði. Ég var með einn leik þar sem hét dauðu ljónin. Síðan fengum við kvöldhressingu,  mjög lítil góð kaka. Svo þá fórum við að finna náttfötin okkar og fórum svo bara að sofa.

 

Miðvikudagurinn byrjaði eins og allir hinir dagarnir, við vöknuðum, klæddum okkur og forum svo í morgunmat.  Eftir morgunmat fórum við að leika. Við lékum okkur allan tímann  þangað til við fórum í fjöruferð. Fjöruferðin var mjög skemmtileg, við vorum að tína ýmislegt sem rak á land í fjörunni. Við tíndum líka krækling og skeljar í fötu. Þegar við komum til baka lékum við okkur í smá stund og fengum svo epli og appelsínur. Við rannsökuðum allt sem við fundum og  svo gáfum við kennaranum það.  Síðan lékum við okkur, fórum  í mörg tæki til dæmis þythokkí, borðtennis og fótboltaspil . Þá var kominn hádegismatur og allir borðuðu vel því við vorum búin að vera svo mikið úti og gera svo mikið. Svo fór minn hópur í íþróttir og sund. Við byrjuðum í íþróttum, fórum í nokkra leiki og gerðum ýmislegt skemmtilegt. Við fengum okkur síðan epli og svo fórum við í frálst í sundi. Það var mjög gaman.  Eftir sundið fórum við bara inn í Bjarnarborg (þar eru öll leiktækin) og lékum okkur fram að kvöldmat. Kvöldmaturinn var mjög góður og síðan fengum við bara að gera það sem við vildum og við vorum bara inn í herberginu okkar. Að lokum var skemmtileg kvöldvaka og líka góð kvöld hressing og svo fóru allir þreyttir og ánægðir að sofa.

Fimmtudagurinn var ekki alveg eins og hinir dagarnir því að ég átti afmæli á þessum degi. Ég var ekki vakin neitt öðruvísi og fékk enga pakka en það var mjög gaman samt.  Við fórum í tíma eftir morgunmat þar sem við gerðum ýmislegt. Til dæmis horfðum við á skemmtilega mynd og föndruðum. Við fórum líka í borðtenniskeppni. Í hádeginu var afmælissöngurinn sunginn fyrir mig og einn strák úr Grindavíkurskóla. Það var gaman að láta svona marga syngja fyrir mig. Við stóðum uppi á stólum og svo stóðu allir upp og sungu, mjög gaman. Eftir hádegi var hárgreiðslukeppni þar sem við stelpurnar áttum að greiða strákunum. Það var rosalega gaman og Lækjarskóli vann. Síðan fengum við bara að leika okkur . Það var mjög góður kvöldmatur eins og alltaf og við lékum okkur svo fram að kvöldvökunni. Þessi kvöldvaka var aðeins öðruvísi því það var diskó af því þetta var síðasta kvöldið. Það var mjög gaman á diskói. Við fengum svo kvöldhressingu og svo var sögð draugasaga áður en við fórum að sofa. Hún var frekar hræðileg en ég gat samt alveg sofnað þegar við áttum að fara að sofa.

Föstudagurinn var síðasti dagurinn okkar. Eftir morgunmatinn fórum við að pakka niður. Þegar við vorum búin að því fórum við í  íþróttahúsið til að syngja skólasönginn og fara í nokkra leiki. Síðan settum við allt í rútuna og lögðum af stað heim. Við áttum að koma heim klukkan 4 en við komum klukkan 3.

 

Þetta var mjög skemmtileg ferð því bara 7. bekkur fær að fara og hitta aðra krakka. Það er gaman að vera saman í 1 viku og það ætti enginn að missa af svona ferð.  Ég vildi líka alveg fara aftur. 

 

Karen Sif Jónsdóttir

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mundi nú leggja til að þið færuð aftur í svona ferð. bara yndislegt að hitta gamla félaga
Knús til þín Ía mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband