Færsluflokkur: Bloggar

Til lykke med dagen Norge!

Í dag er þjóðhátíðadagur Norðmanna og af því tilefni langar mig til að óska öllum Norsku vinum mínum til hamingju með daginn.

Það verður örugglega sungið og trallað um allan Noreg í dag.  Fyrir fjörutíu árum fagnaði ég með vinum mínum í Örsta þar sem ég dvaldi á Lýðháskóla og gleymi seint hátíðahöldunum í þessum litla bæ sem í dag er ekkert mjög lítill. 

Trallallallalla............ Til lykke med dagen Norge! Norway 


Forréttur framreiddur í G-mjólkurfernum er víst líka ,,inn

Gott að heyra að rabarbarinn hefur haldið innreið sína í veislusali enda góður til síns brúks. Það er oft gaman að fylgjast með nýjungum og matreiðslumenn geta verið skemmtilega uppátektarsamir en oft er spurning hvort þetta fellur í kramið hjá gestunum.

Um daginn heyrði ég um nýopnaðan veitingastað á Íslandi sem býður upp á ýmsa rétti sem almenningur hefur e.t.v. lítinn skilning á en er tilbúinn að prófa.

Tengdasonur okkar heimsótti þennan stað um daginn og í för með honum voru nokkrir ungir viðskiptamenn.  Þeim lék forvitni á að smakka á nokkrum réttum sem hljómuðu fremur framandlega.

Dúfa með steiktu poppkorni var valin í aðalrétt og í forrétt rækjur einhverri sósu sem ég man nú ekki hver var en þessi forréttur var framreiddur í G-mjólkurfernum!!!!!!!!

Fylgdi sögunni að maturinn hefði ekki smakkast vel og mikið skilið eftir á diskum.  Forrétturinn var svo ólystilegur í fernunum að sumum varð bumbult. 

Ekki beint góð auglýsing fyrir nýjan stað, því miður.   Waiter 

 

 


mbl.is Rabarbaraæði um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árrisul kona með fundargögn í framsætinu

Þegar kona vaknar hér fyrir allar aldir og sest upp í bílinn sinn rétt rúmlega átta þá er bleiki brugðið en það gerðist hér í gærmorgun.  Venjuleg fótaferð er nú ekki fyrr en um áttaleitið hjá þessari konu og tekur nokkrar kaffikrúsir að koma henni í réttan gír. Síðan þarf að fletta málgagninu og dagurinn er eiginlega ekki byrjaður fyrr en upp úr tíu.

Ástæðan fyrir því að kona var svo árrisul var vegna þess að hún hafði tekið að sér að stjórna fundi sem byrjaði klukkan tíu og það tekur tímann sinn að keyra inn í borgina á þessum árstíma. 

Lítill tími hafið verið fyrir undirbúining fundarins svo það var mjög heppilegt að umferð gekk hægt og kona gat farið yfir fundargögnin sem lágu í framsætinu við hlið hennar þegar teppa myndaðist á hraðbrautinni.  Með gleraugun á nefinu kíkti hún í gögnin af og til og komst að því að það yrði nú ekkert stórmál að stjórna þessum morgunverðarfundi. 

Auðvitað gekk allt eins og í sögu og kona naut þess að setjast niður á eftir með góðum vinkonum og snarla hádegisverð í sumarblíðunni þar sem rætt var um heimsins gagn og nauðsynjar.

Að kveldi skal dag lofa.

    


Til hamingju strákar

Einhvern tíma hefði þetta verið talinn fjarlægður draumur að komast í forsæti WACS en það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum, við hjálpumst öll að við það að koma landinu okkar á kortið því auðvitað er þetta heilmikil landkynning. 

 If we do it we do it with style!  

Innilega til hamingju strákar og gangi ykkur allt í haginn í nánustu framtíð. 


mbl.is Íslendingur kjörinn heimsforseti matreiðslumeistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kríuvargurinn mættur á svæðið

Jæja fyrst Krían er komin þá hlýtur sumarið að vera rétt handan við hornið.  Hér sjáum við nú ekki þennan gargandi fugl en í kvöld stóðum við nokkur saman á svölum Sænska Sendiráðsins hér í Prag og ræddum um fálkann sem jafnan svífur þar tignalega yfir þegar kvölda tekur. 

Ég og Norski sendiherrann vorum að furða okkur á því hvað hefði orðið um kauða, mér datt helst í hug að hann hefði yfirgefið borgina vegna fjölda túrhesta undanfarna daga.  Umræðan snérist síðan um fiðrildi og önnur náttúruundur veraldar.

Allt í einu birtist sá gamli yfir okkur og hnitaði nokkra hringi fyrir ofan okkur eins og hann vildi segja:  Hér er ég gömlu vinir, ég hef ekki yfirgefið ykkur. 

Við Peter gengum síðan saman til borðs fegin því að fálkinn okkar hafði ekki yfirgefið borgina þrátt fyrir allt.


mbl.is Krían komin á Nesið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tékkneskt fyrirbæri

Hér hef ég séð bílstjóra sitja undir ungabörnum og hundum keyrandi um á hraðbrautinni.  Svo þetta hefði alveg getað gerst hér í Tékklandi. 

Tékkar hefðu líka fest bjórinn kyrfilega, hann er þeirra lífselexír.  Börnin hefðu þess vegna verið sett í framsætið og ekkert sérstaklega hugsað um að festa þau í belti.

Er alltaf að vona að yfirvöld fari að taka á þessum beltismálum hér en ég held þeir nenni ekki að standa í því að stoppa bíla einungis vegna kæruleysi bílstjóra. 

Annað mál væri ef það væru settar háar sektir hér þá væri löggæslan eins og mýflugur um allt, því auðvitað færi helmingurinn eða meira í þeirra eigin vasa.


mbl.is Setti belti á bjórkassann en ekki barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítasunnuhelgin með góðum vinum.

Þá er Hvítasunnan liðin og þó nokkuð langt í næsta almenna frídag þarna uppi á Hamingjulandinu.  Ætli það sé ekki 17. júní sem ber núna upp á þriðjudag að mig mynnir Nú geta allir farið að telja dagana. Hæ, hó jibbí......

Helgin var mjög skemmtileg hér hjá okkur.  Á laugardag komu hingað til Prag góðvinir okkar Sigurjóna og Halldór Ásgrímsson. Það var orðið ansi langt síðan við hittumst síðast svo þetta voru kærkomnir endurfundir.

  Í gær komu þau  í sveitina okkar og borðuðu með okkur síðbúinn hádegisverð. Spjallað var hér í vorsólinni um menn og málefni þar til sólin fór að síga bak við húsþökin.  

Að sjálfsögðu var vel tekið á móti maraþonhlauparanum okkar þegar hann kom úr hlaupinu með tilheyrandi húrrahrópum og kampavíni.  Hann hljóp á rúmum fjórum tímum og sagði Auður að hann hefði varla blásið úr nös þegar hann kom í markið.  Flottur kall!

Í dag var bara venjulegur mánudagur og ég dundaði hér í lóðinni fram undir kvöld.

  It's All Good 


Mæðradagsblómið

Þú varst líknin, móðir mín,

og mildin þín

studdi mig fyrsta fetið.

Í dag er mæðradagurinn og mér finnst þessi fallegu orð eiga vel við í tilefni dagsins. 

Margar voru þær mæðurnar hér áður fyrr sem börðust fyrir sjálfstæði og ólu önn fyrir börnum sínum einar og óstuddar.  Ein af þeim konum var Katrín Pálsdóttir móðuramma míns elskulega.  Hún ól önn fyrir stórum barnahóp með því að skúra fyrir þá háttsettu menn Alþingis eftir að hún flutti á mölina þá nýorðin ekkja. 

 Katrín var ein af þeim konum sem stofnuðu Mæðrafélag Íslands.  Mikil kjarnorkukona.

Mæðradagurinn hefur alla tíð verið dálítið ofarlega í minningunni.  Sólbjartur og fallegur þar sem maður skottaðist á milli húsa í hvítum sportsokkum og seldi Mæðradagsblómið.

 Brosandi var tekið á móti manni alls staðar þar sem barið var að dyrum og allir keyptu blómið, alveg sama hvað lítil peningaráð voru á heimilinu.  Tíndir voru smáaurar úr gamalli, snjáðri  buddu og aldrei man ég eftir því að nokkur maður skellti á nefnið á manni.  Ef einhver hafði verið á undan að selja þá var annað hvort blómið hengt í stórrisan fyrir hurðinni eða brosandi andlit sagði : Nei takk góða mín, ég er búin að kaupa.

Ojá svona var það hér í denn.   Mother's Day Vase 

      


Sveinn Baldursson hleypur Prag maraþonið á morgun.

Á morgun sunnudag fer fram hér Prag maraþonið 2008 en ekki láta ykkur detta í hug að ég ætli að fara að hlaupa. Hef lítinn áhuga á svona sprangi út um alla trissur.  En ástæðan fyrir að ég hef fylgst með þessu er sú að Sveinn ábúandi hér í Leifsbúð þessa dagana ætlar að vera einn af þessum tugi þúsunda hlaupara.

Í fyrradag fór hann og skráði sig inn í hlaupið og sagði okkur að hann hefði aldrei séð jafn glæsilegan undirbúning.  Svæðið sem innskráning fer fram er hér í Prag 7, Vista Vista eins og við köllum það.  Þetta er útivistasvæði nánast hér í miðborginni, skemmtigarður, íþróttasvæði m.m.

Þarna var tekið á móti þátttakendum með margskonar uppákomum, lifandi tónlist og sölutjöld voru áberandi út um allt sem seldu hlaupaskó, boli og fl. sem ég kann ekki skil á enda ég ekki í þessari deild.  

Við innritun var honum afhent bæklingur þar sem leiðin er vandlega kynnt og allar vatnsstöðvar á hlaupaleiðinni. Hann sagði að hann hefði aldrei séð svona vel staðið að undirbúning hlaups áður.    

Gangi þér vel á morgun Sveinn!   Good Luck 


mbl.is Dæmigerð helgi er 40 km á laugardegi og 30 á sunnudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinurinn sem flaug alltaf með Fokker

Hér áður fyrr þegar við flugum á milli Köben og Prag var eingöngu notast við Fokkar vélar.  Stundum gat þetta verið ansi östugt ferðalag þá sérstaklega þegar miklir sviptivindar voru í lofti.  Það var ekki ósjaldan að maður þakkaði sínum verndara fyrir að vélin lenti á sínum þremur á flugbrautinni.

Einn góðvinur okkar, Breti, sem bjó hér í Prag þá ferðaðist mikið á milli landa og þá yfirleitt í Fokker.  Sá kallaði nú ekki allt ömmu sína og gat verið ansi orðljótur og klæminn í ofanálag.  Eitt sinn vorum við að tala um þessar ferðir hans og þá segir hann: Já ég bara get ekki vanist því að fljúga með þessum vélum, bara nafnið kemur mér í annarlegt ástand.  Hugsið ykkur hélt hann áfram að verða alltaf að ferðast með fucking Fokker. Embarrassed 


mbl.is Flugfélag Íslands leigir Fokker 50 vél til Air Baltic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband