Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.11.2008 | 09:59
Ætla að vera stykk frí núna, hætta að velta mér upp úr því sem ég fæ engu um breitt.
Eftir að hafa úðað í mig breskum fisk frá Marck & Spencer í gærkvöldi sat ég hér við kertaljós og hugleiddi hvað væri mikilvægast í lífinu. Svarið kom um leið, auðvitað fjölskyldan engin spurning.
Undanfarið hef ég eitt allt of löngum tíma í það að rýna í heimsmálin og ástandið heima á Íslandi. Dagurinn byrjar með því að rúlla málgagni landsmanna frá A-Ö, lesa greinar og blogg þrátt fyrir þann góða ásetning minn að hætta að velta mér svona mikið upp úr þessu. Að sjálfsögðu verðum við að fylgjast með og viljum vita hvað er að gerast í okkar málum, þ.e. okkar landsmanna en við leysum ekki málin hér í eldhúsinu mínu það er á tæru.
Og stundum getur þetta farið út í öfgar og ært óstöðugan.
Þess vegna ætla ég að vera stykk frí í smá tíma og reyna að skrifa ekkert um pólitík, enda hef ég hvorki vit né gaman af því og líka að hætta að komentrera um ,,tíkina" hjá öðrum þ.e.a.s. ef ég kemst hjá því. Í stað þess að hlusta á alla þætti útvarps og sjónvarps ætla ég að setja góða tónlist i spilarann eða lesa góða bók.
Nú þegar líður að aðventu þá ætla ég að nota tímann í það að gera heimilið okkar sem jólalegast svo við getum notið aðventunnar í ró og næði.
Svo ef þið fáið bara hjartainnlit frá mér kæru vinir þá er það vegna þess að mér þykir svo undur vænt um ykkur öll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2008 | 11:25
Hvað með þessa ,,jólasveina" sem komu okkur á kaldan klakann?
Öll umræða snýst um hvort ríkisstjórnin og Seðlabankastjórn eigi að sitja eða standa upp. Tillagan feld í þingi í gær. Borgarfundur í Háskólabíó þar sem kona nokkur hafði það af að láta alla leppalúðana standa upp, flott hjá henni en hvað gerðist, þeir settust jú aftur og sitja sem fastast.
Væri ekki nær eins og Ólína Þorvarðar bendir á á bloggi sínu að láta jólasveinana sem komu okkur á kaldan klakann sitja fyrir svörum fólksins í landinu. Þeir halda áfram að kaupa sín eigin gjaldþrota fyrirtæki og bankarnir láta það viðgangast. Aðeins útvaldir fá að bjóða í þessi fyrirtæki. Ekki það að ég hefði áhuga á þessum leikföngum þeirra en það gæti verið fólk þarna úti sem hugsanlega vildi og gæti keypt þrotabúin. En þessu er öllu haldið kyrfilega inn í hellinum hjá Grýlu og Leppalúða.
Luxushótel í frönsku ölpunum, einkaþota og snekkja virðast vera skráðar á eiginkonu og þetta fína lið heldur áfram veislunni eins og ekkert sé.
Allir jólasveinarnir fara sér hægt á fjöllum og forðast byggð því þar er mannfólkið og það er reitt, sárt og úrræðalaust sumt hvert.
Hvar eru jólasveinarnir? Eru þetta e.t.v. þeir hér á myndinni á leið í næstu veislu?
Frostköld jólastemning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 21:33
Af hverju þarf að berja niður okkar baráttuþrótt?
Ég kveikti á útvarpinu til að fylgjast með mótmælunum í dag.
Vinur minn Hörður Torfa startaði og síðan tók við ræða Kartínar Oddsdóttur, og þvílík framsögn og kraftur! Þarna fór kona að mínu skapi, með allt á hreinu og meðvituð um að hún var að tala til þjóðarinnar. Dampurinn féll því miður niður við ræður næstu ræðumanna, betur að Katrín hefði verið síðust á mælendaskrá. En við lærum af mistökum.
Ég var full af baráttuþrótti eftir að hafa hlustað á Rás 2, þökk sé allri okkar tækni og lækkaði ósjálfrátt, búin að fullvissa mig um að nú hefðu landar mínir gert góða hluti án þess að til einhverja átaka kæmi.
Ég heyrði reyndar í Gerði þar sem hún sagði í miðri ræðu: Hvað er að gerast? Þá var verið að klæða Jón Sigurðsson forseta í bleikan kvennaklæðnað!!!!!!!!
Gjörningar kalla þeir það!!!! Jæja ég hef aldrei þolað gjörninga vegna þess að ég einfaldlega skil þá ekki.
Var þetta nauðsynlegt?
Síðan, nokkrum mínútum seinna hækkaði ég í tölvunni.
Óeirðir við Lögreglustöðina!!!!!!!!!!!! Halló, var þetta líka á planinu?
Þarf alltaf að skemma fyrir fólki sem vilja friðsamleg mótmæli með svona skrílslátum. OK maðurinn var látinn laus, en þetta finnst mér lágkúra að hálfu mótmælenda. Við náum engum árangri með svona hegðun.
Stöndum frekar í þögn og mótmælum með kertum svo klukkutímum saman, það ber miklu meiri árangur. Skiptist á, sínum einhug. Ég skal gera mittbesta hér í fjarlægð.
Við eigum eftir að sjá hvað verður í janúar og febrúar þegar fólkið okkar verður ekki lengur á vinnumarkaðnum. Allir góðir vættir veri með okkur þá.
Svo bíð ég bara góðrar nætur til ykkar allra þarna úti.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.11.2008 | 15:58
Hverju orði sammála.
Langt í frá að það sé skemmtilegt að ferðast í dag með Íslenskt vegabréf í farteskinu. Við fundum vel fyrir þeirri niðurlægingu á ferð okkar núna um Danmörk og Þýskaland sem frú Vigdís talar hér um í viðtalinu við El País. Við erum því miður öll merkt sama brennimarkinu.
Fólk brosir ekki lengur við okkur þegar við sýnum vegabréfin okkar. Það spyr ekki lengur um land eða þjóð og segist vilja heimsækja okkur eða upplýsir mann um að það hafi nú hitt Íslendinga áður eða eigi vini á Íslandi.
Við vorum spurð að því, þar sem við sátum á veitingastað, hvort við værum Svíar? Nei, við erum Íslendingar svöruðum við samhljóma. Ég var hreint ekki alveg á því hvort þjónninn kæmi aftur að borðinu eða mundi senda einhvern útlending til að afgreiða okkur. Sorglegt, mjög sorglegt.
Mér fannst erfit að koma heim núna. Það ríkti svo mikið svartnætti í sál margra. Þó voru all margir sem báru sig vel og voru enn með bjartsýnina að leiðarljósi en umræðan var skelfileg hvar sem maður kom.
En nú er ég sest hér í skotið mitt og búin að kveikja á kertum til handa öllum ættingjum og vinum heima.
Ég veit að við komum öll til með að endurheimta virðingu meðal annarra þjóða en það á eftir að taka tímann sinn. Það fer víst ekkert á milli mála því miður.
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 11:24
Séra Siggi sér um sína!
Það er ekki að spyrja að þessum öðlingsmanni nú er hann búinn að fylla sendiráðið okkar í London af fisk og lætur landa okkar njóta góðs af. Þegar ég las fréttina fann ég alveg fisklyktina og sá fyrir mér fundarherbergið þar sem togaramyndir frá fyrri árum klæða veggina og fundarborðið svignar undan þorskinum.
Ég var heldur ekkert hissa að heyra að kirkjusókn væri góð og fólk kæmi langar leiðir tll kirkju. Ég var svo lánsöm að kynnast séra Sigurði og hans starfi þarna úti fyrir nokkrum árum og gleymi aldrei páskamessu sem við sóttum einu sinni. Hvert mannsbarn tók fullan þátt í messunni eins og ein fjölskylda. Dóttir okkar var í kórnum í smá tíma og heyrði maður oft hversu frábærlega Siggi hélt utan um allt sitt fólk.
Haltu þínu góða starfi áfram Siggi minn. Gerir ekkert til þó sendiráðið ,,ylmi" eins og gúanó í smá tíma þið loftið bara út þegar þetta er gengið yfir. Bestu kveðjur til ykkar allra.
Fiskað í íslenska sendiráðinu í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 18:34
Mótmælendur eru ekki lýður að mínu mati nema til uppreisnar komi.
Hvað er lýður? Í gamalli orðabók sem ég á hér og fletti upp í segir: Lýður sbr. menn. Þannig að við verðum að horfa fram hjá þessu orðalagi í fréttinni. En lesandi fréttina þá fannst mér þetta vera sagt í niðrandi merkingu. Hörður Torfa ávarpaði lýðinn!
Orðið lýður fyrir mér hefur neikvæða merkingu. Uppreisnarmenn, óaldalýður, þjófar og hyski. Ekki kemur fram í fréttinni að til uppreisnar hafi komið eða fólk verið handsamað. Var ekki einfaldlega hægt að segja Hörður Torfa ávarpaði viðstadda, eða ávarpaði mótmælendur fundarins.
Ég ber fulla virðingu fyrir þessu fólki sem hefur kjark og vilja til að standa í þessum mótmælum og svo framalega sem þetta fer fram á skipulagðan og skynsaman hátt finnst mér óþarfi að tala um að,, lýðurinn" hafi safnast saman á Austurvelli.
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 20:28
Ekki fleiri draugasögur!
Munið þið eftir leikritinu Innrásin frá Marz.
Þeir eru að koma, þeir eru að koma! Þannig hljómaði setningin í útvarpinu og fólk þyrptist út á götur skelfingu lostið, svo trúverðug var framsetning leikarans.
Æ elskurnar mínar í gær sást skært ljós á himni sem síðan sprakk í milljón eindir og fólk fékk fyrir hjartað af æsing. Þetta reyndist síðan aðeins vera stjörnubrot sem villst hafði yfir litla Ísland.
Nú birtist svartur hringur. Hvað táknar þetta? Hverjir eru að fylgjast svona með okkur dag eftir dag? Haldið ró ykkar kæru landar þetta reyndist aðeins vera sérsveitarmenn að æfa sig fyrir innrásina á........ ja hverja haldið þið?
Ég veit ekkert af hverju en þegar ég las fréttina var ég allt í einu stödd í torfbæ, nb. kom aldrei svo ég muni inn í torfbæ þar sem fólk bjó. Ég sat þar og hlustaði á gamlan mann segja draugasögu. Ég horfði út um ljórann en sá ekkert nema svart myrkrið. Mér leið ekki vel á meðan á þessu stóð en þegar bráði af mér hugsaði ég, æi nei ekki fleiri drauga eða draugasögur það eru allir búnir að fá nóg!
Bara datt þetta í hug svona af því það er nú alveg að koma Halló-vín!
Njótið kvöldsins og dreymi ykkur vel.
Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.10.2008 | 20:09
Þið skiljið þetta ekki, þið búið ekki hér!!!!!
Undanfarnar vikur er ég búin að láta menn og málefni fara óstjórnlega í taugarnar á mér svo ég hef örugglega verið óþolandi hér á heimilinu. Ég þessi ópólitíska kona sem aldrei skipti sér af pólitík, kaus sama flokkinn á meðan hann var við lýði er farin að bölsótast yfir fréttum og ekki fréttum.
Það sem verra er ég trúi engum lengur, treysti engum og sé grýlu í hverju horni og mitt viðkvæði er allan daginn ,,já en....já ef.....en hvað ef...." hvernig haldið þið að það sé að búa með svona konu, nei ég veit það, það er bara ekki hægt. Ég er nú samt svo heppinn að eiga þolinmóðan og ljúfan ektamaka sem tekur þessu öllu með jafnaðargeði og segir bara: Vertu nú ekki að velta þér upp úr þessu elskan. Siðan reynir hann að útskýra fyrir mér málið á góðri íslensku og þá byrjar allt að hringsnúast í mínum eðal kolli og ég skil bara ekki bops!
Það sem fer mest í pirrurnar mínar er þegar fólk hringir í okkur að heiman og heldur yfir okkur ræðu um ástandið og hvað ætti að gera eða hvað hefði átt að gera, allir þvílíkir spekingar, með allt sitt á tæru, endar síðan ræðuna á því að segja:
En þið skiljið þetta bara ekki, þið búið ekki hér!!!!
Halló, við erum nettengd, við lesum blöðin, við hlustum á ísl. útvarpið og horfum á umræðuþætti. Við búum ekki í svörtustu Afríku. Við fylgjumst alveg með öllu því sem er að gerast þarna heima og reyndar í heiminum öllum.
Við eigum fjölskyldu á Íslandi, við hugsum til þeirra dag og nótt og biðjum fyrir þeim öllum.
Það eina sem skilur okkur frá löndum okkar er að við eigum ekki eignir á Íslandi, enga peninga eða bréf í banka eða sjóðum þ.a.l. liggjum við ekki í sömu súpunni og þorri þjóðarinnar. Ef til vill er það þess vegna sem fólk segir að við getum ekki skilið þetta til fulls, hvað veit ég.
Fólk gleymir því stundum að við áttum heima þarna uppi á eyjunni í fjörutíu ár. Börnin okkar eru fædd og uppalin þarna. Við munum alveg tímana tvenna. Gengisfellingar, gjaldþrot, og basl. Stundum gátum við lifað eins og kóngar og við gerðum það. Spreðuðum í utanlandsferðir, byggðum sumarbústað, vorum á kortaflippi. Bara eins og hver annar Íslendingur og ekki skal ég neita því að þá var gaman að lifa. En það kom að skuldadögunum og þá var bara ekki eins gaman en aldrei létum við nokkurn mann vita af því að við værum skítblönk. Við byrjuðum bara upp á nýtt og fundum okkur verkefni sem okkur hentaði.
Er ekki talað stundum um sjö mögur og sjö feit ár, eins og mig minni það.
Jæja þá er ég búin að hella úr skálum reiði minnar og er það vel!!!! Mér líður miklu betur og af því að ég er komin aftur niður á jörðina ætla ég að láta ykkur vita að við ætlum að taka þessu öllu með ró og spekt. Engar fánabrennur hér bara kveikt á kertum okkur öllum til handa.
Farin að hjúfra mig upp að mínum elskulega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.10.2008 | 18:04
Ég er og verð Íslendingur!
Þegar ég kom heim í dag eftir skemmtilegan morgunfund og hádegismat með góðum vinkonum settist ég við apparatið mitt hér við eldhúsborðið og rúllaði yfir fréttir dagsins og nokkur blogg.
Ekki get ég nú sagt að sú lesning hafi verið par upplífgandi, frekar að það hafi dregið úr mér alla löngun til að komentera eða skrifa þó voru nokkrir málefnalegir og aðrir sem komu mér til að hlægja og það léttist aðeins brúnin þegar líða tók á lesturinn.
Eins og hjá flestum öðrum var emailið mitt yfirfullt af knúsum, takk fyrir það en satt best að segja finnst mér dálítið hjákátlegt að fá svona knús frá apparatinu sem liggur hér fyrir framan mig en ég sendi skilvíslega knús til baka til þess að vera ekki félagsskítur. Sem sagt tók þátt í þessum leik Mbl. og reyndi eftir fremsta megni að hugsa hlýtt til viðkomandi á meðan færslan fór út í tómið.
Mér þykir ekkert að því að knúsa fólk sem mér þykir vænt um og hef aldrei fundist það hallærislegt að gefa fólki koss og taka utan um það en þetta kossastand og knúserí er orðið ansi þreytandi hér á milli bloggvina. Sendum frekar hlýjar hugsanir, held þær virki miklu betur.
Í gær las ég um konu sem rekin var út úr búð á Strikinu. Ég vona að þarna hafi verið einhver misskilningur i gangi en margir hafa bloggað um þetta atvik og sumir jafnvel sagt að þeir ætli að hætta að kannast við það að vera Íslendingar og hætta að tala sitt móðurmál erlendis svo nokkur heyri. Hvað gengur að þessu fólki? Hvar er nú þjóðarstoltið og burgeysishátturinn sem fylgt hefur okkur Íslendingum í aldaraðir. Að ætla að þykjast vera einhver annar en maður er er þvílíkt bull og ekki orð um það meir!
Ég byrjaði hér að ofan að segja ykkur að ég hefði farið á morgunverðarfund með góðum vinkonum en fór svo út í allt aðra sálma en nú ætla ég að hverfa aftur að þessum fyrstu línum.
Undanfarna viku hefur síminn vart stoppað hér hjá okkur, blaðasnápar og fréttamenn útvarps og sjónvarps hafa verið að snapa eftir fréttum en við höfum hrist þetta af okkur enda ekki í okkar verkahring að gefa upplýsingar að heiman.
Þetta er eina viðtalið sem Þórir hefur veitt eftir að við seldum.
http://www.praguepost.com/articles/2008/10/15/talking-iceland-over-ice-cream.php
Eins og gefur að skilja vakti lokun Rest. Reykjavík mikla athygli hér og það að við skildum loka einmitt sama dag og landið okkar hrundi þótti að sjálfsögðu dálítið grunsamlegt. Við gerðum okkur strax grein fyrir að fljótlega færu að berast alls konar Gróusögur um borgina því þó við búum hér í milljónaborg erum við þekkt sem athafnafólk til margra ára.
Þegar ég mætti á fundinn í morgun sá ég strax að þarna var komið að því að ég útskýrði málið. Viðmótið var hlýlegt hjá þeim sem ég hef þekkt til margra ára en aðrar sem ekki hafa verið hér lengi sendu mér svona augngotu og forðuðust að horfa beint framan í mig.
Í lok fundarins stóð ég upp og útskýrði lauslega hvers vegna við hefðum selt veitingastaðinn og líka að við hefðum gert það fyrir sex mánuðum hefði bara viljað þannig til að lokunin hefði átt sér stað sama dag og Ísland lenti i sínum miklu hremmingum. Það létti mikið yfir samkundunni og margar spurningar komu í kjölfarið aðalega um fjölskyldu okkar og almennt ástand. Gordon Brown var satt best að segja rakkaður niður í svaðið og þarna voru margir Bretar sem stóðu með okkur Íslendingum.
Ég endaði á því að segja að nú hefðu þær þetta frá fyrstu hendi og gætu leiðrétt Gróu á Leiti ef þær mættu henni á götu. Þetta var léttir fyrir mig og mér leið miklu betur.
Gekk eftir hádegismatinn að bílnum mínum þar sem ég hafði lagt honum beint fyrir framan Danska sendiráðið og það glitti á Íslenska fánann okkar á grilli bílsins og á skottlokinu. Ég var hreykin af því að vera Íslendingur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.10.2008 | 18:40
Sæmundur Kristjánsson hafðu þökk fyrir!
Ef ég tryði á hugsanaflutning þá væri mér næst að halda að Sæmundur og minn elskulegi hefðu verið í góðu sambandi því hér í síðustu viku sagði Þórir svona upp úr eins manns hljóði: Veistu ef ástandið verður til þess að fólk fer að svelta þá er ég farinn heim og set upp stóran súpupott í Austurstrætinu til að seðja hungur fólksins.
Ég leit á hann og sá strax að hann meinti þetta alveg frá hjartanu svo ég bara sagði: Við skulum vona að svo illa fari ekki fyrir fólkinu okkar.
Sæmundur minn okkar bestu kveðjur til þín og alls starfsfólks! Hafðu þökk fyrir þína manngæsku og við hér að Stjörnusteini tökum ofan fyrir þér og öllum sem stóðu að þessu góðverki.
Stórt knús til ykkar allra.
Súpueldhús í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |