Færsluflokkur: Evrópumál

Betlarinn sem skipti um ham þegar kólna fór í veðri.

Maðurinn sem sat við borðið uppáklæddur, þveginn og strokinn og gæddi sér á stórsteik og dýru rauðvíni kom eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir.  Ég gekk aðeins nær og pírði augun, jú það fór ekkert á milli mála þetta var maðurinn.

Maðurinn sem sat venjulega við Karlsbrúna eða gekk um götur hundrað turna borgarinnar klæddur lörfum, skítugur upp yfir haus og betlaði eins og engin væri morgundagurinn.  Til þess að vera nú alveg viss spurði ég minn elskulega hvort þetta væri sami gaurinn.  - Jú, alveg rétt þetta var hann.  Ég alveg.........já en? og þá fékk ég söguna.

Maðurinn var háskólamenntaður og hafði unnið sem verkfræðingur á kommatímanum.  Eftir flauelsbyltinguna missti hann vinnuna og ákvað að gerast betlari þar sem ekki var auðvelt að fá vinnu við hans hæfi.  Hann gekk um götur borgarinnar betlandi einn þriðja af árinu eða þar til kólna fór í veðri.  Þá skipti hann um ham og naut listasemda lífsins.  Hafði nóg á milli handanna og gat veitt sér hluti sem venjulegur launþegi gat ekki.  Þegar fór að vora tók hann upp fyrra líferni og hélt út á göturnar til að betla.

Hann sagðist hafa svo miklu betra upp úr því að vera betlari en vinna sem verkfræðingur.

Þessi saga er ekkert einsdæmi við vissum um fleiri sem höfðu þennan lífsstíl hér í hundrað turna borginni.

Ég hef ekki rekist á betlarann lengi svo sjálfsagt er hann orðinn ráðsettur maður bak við teikniborðið sitt nú eða bara stórgrosser á hlutabréfamarkaðnum, hver veit.

 


mbl.is Flöskugróði bjargaði Rússa af götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum eins og.......... jóla hvað?

Undarlegur morgun.  Það var rafmagn á hálfu húsinu þegar ég vaknaði og síðan þegar ég leit út var hvítt stöff yfir öllu. Það snjóar! Og það er aðeins miður október!

  Er ekki verið að grínast í manni hér? Neip blákaldur raunveruleikinn!

Ég hef aldrei upplifað það áður að helmingurinn af húsinu væri rafvirkur en hinn ekki.  Skýringin, einhver fasi (hvað sem það nú er, veit ekkert um rafmagn nema það að ég get ekki verið án þess ja alla vega ekki lengi) brann yfir í götunni.  Og auðvitað var aðalíverustaður okkar á morgnanna sambandslaus svo ég varð að fara með kaffikönnuna fram í borðstofu sem í sjálfu sér var ekkert mál.  Fengum þó alla vega kaffið okkar, ef ekki væri ég ekki viðræðuhæf núna.

Hvíta stöffið kyngir niður, svona líka eitthvað jólalegt svo nú ætla ég að fara að finna til vetrarflíkur, ekki samt skepnuna strax en eitthvað hlýtt og snjósköfuna, hvar sem hana er að finna hér innan um allt draslið í geymslunni.   

Þegar ég er búin að moka mig hér út úr húsinu, ekki alveg sannleikanum samkvæmt, ætla ég að fara á flakk. 

 

 


Íslendingurinn Vovka Stefán Ashkenazy og Tékkinn Milan Rericha héldu tónleika hér í Prag.

Á kyrrlátu haustkvöldi hlustuðum við á tvo færa listamenn flytja verk eftir Debussy, Rachmaninov, Horovitz, Denisov og Rossini af einstakri snilld.

Þarna spiluðu tveir snillingar þeir Vovka Stefán Ashkenazy á Grand piano og  Milan Rericha á klarinet.

Konsertsalurinn var þéttsetinn og fólk lét ánægju sína í ljós með löngu lófaklappi og húrrahrópum. 

Tékkar eru snillingar í að klappa litamenn upp og hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að fá í það minnsta þrjú aukaverk og allir lófar áheyrenda orðnir helaumir og jafnvel blóðrisa. Sko þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur að lenda í þannig uppklappi hvorki fyrir listamennina eða gesti.

  Í þetta skipti tókum við eftir því að listamennirnir voru ekki með neitt aukanúmer upp í erminni en vegna fagnaðarláta spiluðu þeir aftur hluta úr verki Denisov og ætluðu að láta þar við sitja.  En fagnaðarlátum linnti ekki svo við Þórir tókum á það ráð þar sem við sátum á fremsta bekk að standa upp þeim til heiðurs og þar með björguðum við þeim frá því að sita uppi með endalaus aukanúmer langt fram eftir kvöldi.

 Ég veit að þeir voru okkur mikið þakklátir fyrir þetta framtak okkar, hehehe

Eftir tónleikana hittum þessa frábæru listamenn baksviðs.  Íslenski/Rússinn okkar eins og hann var kynntur í leikskránni,  fagnaði okkur vel og við erum alveg á því að reyna að koma snillingnum honum Milan heim til þess að leyfa Íslendingum að njóta hans framúrskarandi leikni með klarinettinn.  

Þökkum kærlega fyrir ánægjulegt kvöld og frábæra tónleika! 

Það er að koma hauststemmning hér í Prag.  Leikhúsin, Operan og Rudolfinum farin að bera á borð það allra besta sem þeir hafa fram að færa.  Byrjar alla vega vel!


C´est la vie!

Þegar fólk kvartar þá reyni ég að bæta um betur svo hér bæti ég við tveimur myndum af stækkuninni á Häagen-Dazs ísbúðinni.  Hættið svo að væla í mér, ég get ekki gert betur nema þá að fá professjónal ljósmyndara og maður eyðir ekki peningunum sínum í sollis vitleysu eins og ástandið er í heiminum.  Skilið?

Häagen Dazs 2009 003

Happy?

Häagen Dazs 2009 002

Og svo vil ég ekki heyra fleiri kvartanir frá ykkur þarna heima í landi ís og funa. 

Og þar sem hitastigið er komið yfir 25° í skugga og gula fíflið alveg að missa það úr hamingju þá ætla ég að fara út og setjast hér í skuggann og ekki hreyfa mig fyrr en sólin er sest þá e.t.v. reyni ég að gera eitthvað af viti.  C´est la vie!


Strákaskammirnar hans Einars Jóhannessonar klarinettó, Jónas Ingimundarson píanóleikari og Rannveig Fríða Bragadóttir Óperusöngkona á einu bretti!

Við erum komin heim og satt best að segja fór ég meir á viljanum heldur en getunni til Vínar en gaman var það og ég hefði ekki viljað missa af því að hitta strákaskammirnar í blásarakvintett Reykjavíkur eins og Einar klarinettó kallar þá,  hvað þá að missa af því að hitta Jónas Ingimundar, píanóleikara og Rannveigu Bragadóttur messóprimadonnu en Jónas spilaði með strákaskömmunum á tónleikunum en Rannveig kom og borðaði með okkur fámennum en góðum hóp eftir tónleikana í boði sendiherrahjónanna á Sole.

Mér gafst tækifæri á að skamma hana fyrir að vera ekki búin að koma og heimsækja mig eftir öll þessi ár en hún lofaði að bæta út því fljótlega.  Algjör dúlla hún Rannveig mín, hefur ekkert breyst síðan hún var fimmtán svei mér þá! 

Eins og alltaf var tekið á móti okkur eins og höfðingjum af sendiherrahjónunum okkar og stofutónleikarnir sem strengjakvintettinn hélt á miðvikudagskvöldið með undirleik Jónasar Ingimundar var frábær og gestir klöppuðu þeim lof í lófa vel og lengi.

Ég gekk aðeins fram af mér daginn eftir með því að rápa um borgina þannig að ég gat ekki mætt á tónleikana á fimmtudagskvöldið en hitti strákaskammirnar fimm, Jónas og frú Ágústu, Rannveigu Fríðu Bragadaóttur að ótöldum sendiherrahjónunum á Sole seinna um kvöldið.  Sole er þekktur staður þar sem frægir tónlistamenn sækja að staðaldri.  Við komum þarna í fyrsta sinn með Kolbeini Ketilssyni Óperusöngvara sem þá var að læra í Vín, svo það eru liðin ár og dagar síðan við komum þarna í fyrsta skipti og satt best að segja, fyrir ykkur sem þekkið staðinn, hefur ekkert  breyst,  sömu þjónarnir taka á móti þér á ítölsku og maturinn er enn frábær. 

Við Þórir enduðum síðan ferðina með því að fara með Jónasi Ingimundar og Ágústu konu hans á Nas-markt í gær og fengum okkur saman hádegismat áður en við lögðum af stað heim á leið.  Frábært að setjast niður með þeim hjónum og tala um lífsins gagn og nauðsynjar og þar sem við Jónas eigum margt sameiginlegt var þetta mér mómetanlegt. 

Ég hlaka til að geta tekið á móti þeim hér í sveitinni á næsta ári og þá verð ég búin að fjárfesta í flygli eins og ég lofaði, ekki málið. 

Takk fyrir frábæra tónlistadaga kæru vinir mínir.

   


Endurfundir - Við og strákarnir í Blásarakvintett Reykjavíkur - Hittingur í Vínarborg

Bara svo þið vitið það þá erum við að fara í tveggja til þriggja daga frí frá tölvu, sláttuvél og öðru heimilisstússi.  Það verður gott að skipta um umhverfi og ekki verra að hitta skemmtilega landa okkar sem búa í borginni við ,,bláu ána",  Jamm Vienna here we come again!

Hef aldrei skilið þetta með ,,Dóná svo blá, svo blá"...........  Fyrir mér er hún svört en ekki blá, aðeins einu sinni man ég eftir að hafa séð bláan bjarma á yfirborðinu  í ljósaskiptunum og þá langt inn í Dónárdal.  En það skiptir ekki svo miklu máli hún er tignaleg eins og hún er.

Það verða nú fleiri sem við ætlum að knúsa þarna í Vínarborg, því þarna eiga eftir að verða miklir og skemmtilegir endurfundir þar sem Blásarakvintett Reykjavíkur mætir á svæðið.  Við komum til með að hitta strákana annað kvöld á heimili sendiherrahjónanna þeirra Sveins Björnssonar og Sigríðar og síðan verðum við viðstödd tónleika á fimmtudagskvöldið einhvers staðar í tónlistarborginni fögru.

Ég hlakka mikið til þess að knúsa strákana það er næstum ár síðan þeir spiluðu hér í garðinum okkar að Stjörnusteini.Blásarakvintett Reykjavíkur

Sem sagt engar áhyggjur þó þið heyrið ekkert frá mér í nokkra daga ég verð á full swing að skemmta mér og öðrum á bökkum Dónár.


Svona er það þegar maður finnur hinn eina sanna tón!

Graduale kórinn hans Jóns Stefáns 066Þær koma með gull og silfur heim flottu stelpurnar hans Jóns Stefánssonar!  Það var svo sem ekki við öðru að´búast þar sem þarna er á ferð alveg frábær kór og fagrar raddir.

Við hjónin vorum á leið heim núna rétt áðan þegar Jón hringdi í okkur frá Olomouc og sagði okkur þessi frábæru tíðindi. Þetta kom svo sem ekki okkur á óvart þar sem kórinn var  búinn að halda hér tónleika við mikinn fögnuð áheyranda.

  Það er á svona stundum sem maður fyllist þjóðarstolti. 

Innilegar hamingjuóskir og stórt knús til ykkar allra sem standið að þessu verkefni frá okkur hér að Stjörnusteini.

Góða ferð heim á morgun.


mbl.is Gullverðlaun til Gradualekórsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherrarnir og Konsúllinn tóku lagið í restina við mikinn fögnuð gesta.

Ég stóð undir sturtunni og grét óstöðvandi tárum.  Það er þá svona að upplifa það að missa hárið.  Ég skrúfaði fyrir vatnið og eins og venjulega byrjaði á því að þurrka hárið í von um að það versta væri farið niður um holræsið en það tók verra við þegar ég tók burstann og renndi honum létt yfir hársvörðinn.  Þetta var sárt, þetta var hrikalega sárt og skar í hjartað, ég var svo óviðbúin og ég hugsaði líka: Ekki í dag, í dag þarf ég að standa mína plikt.

Á eftir kom helvítis, djöfulsins, andskotinn og ég settist fram í sjónvarpsherbergi og tárin runnu í stríðum straumi án þess að nokkuð hljóð kæmi frá mér.  Ég sagði:  Ég fer ekkert í dag, þetta bara gengur ekki upp.  Svo er ég farin heim strax við fyrsta tækifæri.  Hér á ég enga vini, ég hef engan til að tala við og ég hélt áfram að gráta. 

Þetta var svona ,,aumingja ég" móment.  Stóð stutt yfir.

Mér varð allt í einu minnistætt saga sem fyrrverandi sendiherra Tékklands og minn lærifaðir Einar Benediktson sagði mér fyrir hart nær sextán árum.  Hann sagði mér sögu af konu sem var að gefast upp þar sem hún stóð í fjörutíu stíga hita við móttöku og eiginmaðurinn þá sendiherra sagði: ,, Stattu kerling! " og hún stóð sína plikt. Eins ákvað ég í dag að standa mína plikt og sagði við sjálfa mig :  ,,Stattu kerling"  og það virkaði. 

Ég stóð upp og fór inn í fataherbergi og gróf upp eitthvað sem ég gæti verið í og hatt á hausinn.  Vildi ekki lenda í því að verða sköllótt í miðri veislu svo þetta gróf ég fram. Klar í bátana!4. júní 2009 001

Um eitt þúsund manns komu í boðið okkar í kvöld.  Þetta er í annað skipti sem við höldum átta landa sameiginlega þjóðhátíð.  Þ.e.a.s. Noregur, Sviðþjóð, Danmörk, Ísland, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen. 

Þarna sést í minn elskulega þar sem hann stendur í ströngu í móttökudeildinni.4. júní 2009 010

Boðið var hrikalega vel heppnað og endaði með því að við þjóðirnar átta, sem stöndum alltaf með pálmann í höndunum hér í Prag, sungum saman Oleioleioleiolie!!  við mikla hrifningu gesta.   

Enging minnimáttarkennd hjá þessum sendiherrum skal ég segja ykkur og hvort þetta er eftir prodokolsrteglum það verður bara hver að dæma fyrir sig.  Við alla vega nutum þess að standa saman sem ein þjóð í kvöld.

Flottasta móttaka ever!!!!!!!!!!!!!  

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband