Færsluflokkur: Vefurinn

Þá er kallinn kominn á stall! Þökk sé listamanninum Helga Gísla.

Gaman að því að Albert skuli nú vera farin að spóka sig hér innan um almenning og sem flestir geti notið þess að horfa á fótfimi hans þó steypt sé í brons.

Það vakti athygli mína að hvergi sá ég getið þess hver listamaðurinn hefði verið sem gerði styttuna og finnst mér það miður þess vegna langar mig til að óska Helga Gíslasyni listamanni innilega til hamingju með þetta nýja verk. 

 


Að vera með lyfjaheila er ekki ákjósanlegt,

Chemobrain er andstyggilegt orð og eitthvað sem margur gerir sér ekki grein fyrir hvað er eða hvort viðkomandi fær slíkan heila.  Ég er ein af þeim sem var aldrei vöruð við því að þetta gæti komið fyrir mig.  Minnið mitt fór bara að hverfa ég gleymdi hvað ég ætlaði að segja eða hvar ég lét hlutina svo og hvað ég ætlaði að gera eftir hálf tíma eða svo.  Ég varð að skrifa allt niður hjá mér eins og Alsheimhersjúklingur, innkaupalista svo og vinnulista.  Þetta var ekki auðvelt að viðurkenna þegar tíminn fór að líða og mér var bent vinsamlega á þennan galla hjá mér af mínum nánustu sem vildu mér bara vel. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég reiddist mjög mikið og var afundin og leiðinleg örg kona.  Grumpy old lady.  Úff aumingja fólkið mitt sem varð að umgangast mig dagsdaglega með þennan umgengisgalla.  Ég vona að þau geti fyrirgefið mér og ég lofa að reina eftir mætti að laga mig að þessum veikleika.

Ég varð ofsalega reið mínum elskulega þegar hann fór á netið og fór að garfa í þessu á tölvunni.  Það var búið að vara mig við því að vera of mikið á tölvunni að leita að hinu og þessu eða orsökum og afleiðingum.  Það gerði ekkert gott að vera endalaust á tölvunni, kæmi bara til með að flækja hlutina enn meir fyrir mér svo ég hef lítið verið að reina að finna út úr mínum veikindum eða setja mig í spor annarra sem svipað er ástatt fyrir. 

Í dag er ég ákveðin að vinna með þessu og sjá til hvort ég get ekki létt mér lífið og minna nánustu ef ég tek á þessum málum b betra fyrr en seinna.  Það er nú margt annað sem er að koma í ljós.  ég hef t.d. misst niður löngun til margra verka og letin er stundum alveg að drepa mig. 

En í gær fór ég í fyrsta skipti í heimsókn í Ljósið á Langholtsveginum.  Þar var tekið vel á móti manni og ég fann alla hlýjuna sem stafaði af samheldni allra þeirra sem voru þarna samankomin,  konur og karlar.  Ég fór til Ingunnar í J'oga og fékk síðan nudd á eftir og í dag er ég endurnærð.  Takk fyrir mig kæru konur. 

Það hefur vantað mikið svona félagskap í Prag og ekki ólíklegt en ég reyni að stofna systurklúbb þar úti sem er alveg bráðnauðsynlegt.  Ég þekki góðan lækni og Jógakennara, nuddara sem jafnvel væru til í að hjálpa mér við þetta svona í byrjun. 

Ég þakka enn og aftur fyrir mig elskulegu ljósberar hjá Ljósinu. 

e

 

 

Ég þa

Jólakveðja frá Prag - Stjörnusteini - Tékklandi - Ó helga nótt.

Gamla torgið jólin 2008 001  Elsku Soffa okkar, Steini, Þórir Ingi. mamma mín, tengdapabbi og allir aðrir ættingjar og góðir vinir.  Sendum ykkur hugheilar jólakveðjur með óskum um farsæld á árinu sem gengur í garð.  Þökkum allan ykkar stuðning á árinu sem nú er að líða. 

Megi ljósið lýsa ykkur nú sem fyrr og blessun Guðs fylgja ykkur á leið ykkar á lífsins braut.

Vildi að ég gæti sett hér inn lag en geri það í huganum Pie Jesu og vonast til þess að hann bróðir minn bjargi þessu fyrir mig á aðfangadag ef hann er þarna niðri í RÚV að vinna.  Þá veit ég að hann gerir það blessaður og ef þið heyrið þá er lagið sent frá okkur til ykkar.

Stórt jólaknús og njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.  Borðið vel og mikið en gle

ymir ekki smáfuglunum sem flögra úti í kuldanum og myrkrinu fyrir utan gluggana ykkar. 

Guð blessi ykkur öll. 

Ía og Þórir Gunnarsson að Stjörnusteini - Tékklandi.  


Til allra útvarpsmanna og nýja bókin hans Arnalds.

Hver hefur ekki lent í því að koma inn í viðtalsþátt hjá einhverri útvarpssröð og hugsa eða spyrja hvaða þáttur er þetta eða við hvern er verið að tala og líka um hvað er verið að ræða.  Örugglega hver einasti sem les þetta.  Og ég er viss um að margir verða alveg jafn pirraðir og ég þegar maður kemst ekkert inn í þáttinn eða skilur ekki bops vegna þess að það er eins og verið sé að dæla einhverju út úr kú í hljóðnema niðrí í útvarpi.  Ekki satt?  Jú segja flestir.  Auðvitað eru líka sumir sem gefa bara skít í hvað verið er að básúna í útvarpið sama hver stöðin er.

Jæja gott útvarpsfólk.  Hvernig væri nú að taka upp nýja hætti hjá öllum þessum fínu útvarpsrásum sem við höfum á Íslandi.  Mig langar svo til þess að biðja ykkur vinsamlega um að lesa þetta og jafnvel íhuga það sem ég vil hér koma á framfæri.

Við sátum hér áðan í eldhúsinu og einhver var að taka viðtal (held þetta hafi verið í Speglinum) við einhvern ég held rithöfund og var að tala um nýjasta ritverkið sem var að koma út eftir þennan merka mann.  Við hlustuðum svona með öðru eyranu þar til ég spurði minn elskulega hvort hann hefði tekið eftir því við hvern væri verið að tala?  Neip það hafði alveg farið fram hjá honum eins og mér. 

Þáfórum við að tala um hvers vegna fréttamenn tilkynntu ekki svona einu sinni eða jafnvel tvisvar hver viðmælandi þeirra væri og um hvað málið snerist.  Þetta þarf ekki að taka nema sákuntubrot af tíma og mundi létta öllum hlustendum óþarfa vangaveltur. 

Komið bara með þetta eftir þagnarpásu.  Ég er að tala við so and so um so and so, Svo lítið mál elskurnar mínar.  Allir hlustendur tækju ofan húfur og hatta fyrir ykkur ef þið vilduð vera svo væn að taka upp þennan sið sem tíðkast á flestum stöðum erlendis.

Síðan vil ég fræða ykkur á því að ég er hætt að reyna að bögglast í gegn um síðustu bókina hans Arnalds Indriðasonar.  Hvað er eiginlega í gangi.  Það halda allir ef ein bók gengur vel þá sé búið að koma þeim fyrir á stalli og það sé barnaleikur að skrifa ritverk!!!!!!!!!   Halló Arnaldur er því miður ekki sá eini af okkar góðu rithöfundum sem heldur þetta.  Því miður hefur borið á slaklegri frammistöðu hjá mörgum góðum undanfarið.  Hættið að halda að það sé hægt að hrista verkin úr erminni á nokkrum mánuðum, .það er misskilningur elskurnar mínar.

Ég hætti sem sagt að lesa þessa grautfúlu bók hans Arnalds og nú liggur hún hálfopin og 50 síður ólesnar af minni hálfu.  Nú má minn elskulegi taka þessa skruddu og reyna að komast í gegn um hana á skemmri tíma en hún ég.

Takk fyrir samt segir maður það ekki sko að sýna vilja í verki.  En vanda sig betur næst!!!! Elsku kallinn.

Svo mörg voru þau orð og nú er ég farin að lesa Gísla sögu Súrsonar eða bara Egilssögu, miklu meir spennandi en einhver doðrantur um allt og ekkert.

Afsakið en sitt sýnist hverjum ekki satt?

Og muna svo að kynna viðmælendur af og til útvarpsmenn góðir.  Það breytir öllu skal ég segja ykkur. 

 


Hann Egill okkar á afmæli í dag.

Hann glókollur minn á afmæli í dag.  Frumburðurinn orðinn þrjátíu og fimm ára.  Úps hvað mamman og pabbinn eru þá orðin gömul segir þá einhver.  Neip ekki að ræða það við erum enn kornung.

Ég man eftir því þegar ég var búin að dásama lækninn á Fæðingarheimilinu fyrir alla hjálpina eins og hann hefði búið til þennan mola minn þá setti sá stutti upp smá grettu í vöggunni til þess að mótmæla móður sinni og þá sá ég það.  Drengurinn hafði spékoppa föður síns svo það fór nú ekkert á milli mála hver hefði komið þarna við að verki. Það vottaði ekki fyrir spékoppum í alvarlegu andliti læknisins.  Svo þar með var málið afgreitt.

Eins og gengur og gerist verður haldin veisla og við mætum þar gamla slektið, prúðbúin og fögur eins og Bláfjöllin með jólakransa og ljósasjó í augunum. Í afmælisfíling, engin spurning.

Hafið þið tekið eftir því hvað erfitt er að finna afmælisgjafir handa börnunum þegar þau eldast.  Eiginlega ógjörningur.  Ég hafði nú ætlað að baka fyrir minn í dag eina gula, rauða og græna en þar sem nennan er ekki mikil og getan ef til vill í lágmarki held ég að hann verði að eiga það inni hjá mömmu sinni.  Þetta verður sjálfsagt afgreitt fyrir jólin.  Vonandi.

Jæja þar sem nú er sunnudagur og messan eiginlega alveg að byrja er best að koma sér í stellingar. 

Nei halló það er kominn þriðjudagur.  Svona hef ég misst úr daga núna. Andskotinn. 

Sendi góða kveðjur yfir hafið frá okkur hér að Stjörnusteini í fallega vetrarveðrinu hér í sveitinni.

Njótið aðventu og friðarljóss á þessum góða árstíma.

 

 

 


Jólamarkaðurinn hér í Prag

Gamla torgið jólin 2008 019 Hér gefur að líta mynd frá jólamarkaðinum í Prag, Tékklandi.  Jólatréð sem glitrar þarna spilar jólalög og hringir klukkum á heila tímanum. 

Ég las frétt frá Þýskalandi um daginn þar sem greint var frá að kona hefði orðið undir jólatré í stórmarkaði í Þýskalandi.  Fyrir um þremur árum gerðist það hér að þrír urðu undir samskonar tré og sést hér á myndinni.  Einn lét lífið og hinir tveir slösuðust verulega.  Ástæðan fyrir því að tréð féll var að þeir höfðu ekki strengt það nógu vel á milli húsa. Líka það að þeir gerðu ekki ráð fyrir vindhviðum á þessum árstíma.  Það blaktir venjulega aldrei hár á höfði hér vetrarmánuðina. 

Best að taka engan séns hér.  Standa bara álengdar og horfa í andagt.

Á sunnudaginn verður jólamarkaðurinn opnaður með tilheyrandi hátíðahaldi.  Annars finnst mér Kristkind - markt í Nürnberg sá allra besti sem ég hef séð hér á meginlandinu. Að vera viðstödd opnunina þar er stórkostlegt.

Þetta var bara svona hugleiðsla um jólamarkaðinn.

Farin að skrifa jólakveðjur til vina og vandamanna.     


mbl.is Helstu jólamarkaðir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CARITAS ÍSLAND 2009

Var að koma af frábærum tónleikum sem haldnir voru í Kristskirkjunni.  Þar komu fram  fremstu listamenn þjóðarinnar! 

Tónleikarnir voru haldnir í þágu Mæðrastyrksnefndar og gaman að sjá hversu vel þessum tónleikum er ávallt tekið því sneisafullt var út úr dyrum enda verkefnavalið í sérflokki.

Okkur gafst tækifæri á að heilsa upp á nokkra af listamönnunum og þakka fyrir okkur en misstum af Diddú okkar og Einari Jóhanness og vil ég hér með þakka þeim sérstaklega fyrir frábæra skemmtun.  Gaman að geta þess að meir en helmingur þeirra sem komu fram hafa heimsótt okkur að Stjörnusteini og margir dvalið hjá okkur í Leifsbúðinni. 

Þökkum ykkur öllum fyrir frábæra tónleika sem hlýjaði okkur um hjartarætur.

Nú skal haldið áfram að njóta lista og menningar þar sem við erum að fara að hitta góða vini og listamenn og snæða með þeim saltkjötsbolur í káli.  Sérpantað af okkur. 

 


Það haustar hér í hundrað turna borginni.

Það er einhver uggur í mér.  Eitthvað sem liggur í loftinu sem ég get ekki skilgreint.

 Ég horfi hér á síðustu rósir sumarsins springa út í garðinum og smáfuglarnir mínir eru komnir aftur á veröndina og það segir mér að haustið sé alveg að skella á með sínu fallega litaskrúði og bráðum verði ég að fara að fæða þessa vini mína.

Veit ekki hvort það er aðgerðaleysið, letin eða árstíminn sem gerir það að verkum að ég er í þessum ham þessa dagana.  

Satt best að segja er ekkert eitt sem er að pirra mig neitt sérstaklega frekar en hitt.

T.d.  Mér gæti ekki staðið meir á sama hvort Íslenska eða Tékkneska ríkisstjórnin stendur eða fellur.  Það eru sömu aularnir sem halda um veldissprotann í báðum þessum ,,heimalöndum" mínum og undirtillur þessara aula eru engu betri. Sama spillingarbælið í báðum þessum löndum. Sama silkihúfan ofan á hver annarri með gylltum skúfum og alles!

Og ekki get ég kvartað yfir veðrinu.  Hér er haustið eins fallegt og hlýtt og það getur verið.  Ekki þarf ég að skafa bílrúður eða moka snjó af stétt.

Það er ekkert sem ég get kvartað yfir og ég má bara skammast mín fyrir aumingjahugsanaganginn.

Svona kerling upp með húmorinn og farðu að gera eitthvað af viti. 

En samt, það liggur eitthvað í loftinu, ég fer bara ekkert ofan af því.

Eigið góðan og friðsælan dag.

    

   


Ég sakna Jennýar! - Leiðist þér ekki þarna á Eyjunni vinkona?

Engin Jenfo í morgun hér á blogginu!  Kaffið smakkaðist jafn illa og mér leið illa. Maður er alveg miður sín, konan búin að skemmileggja daginn fyrir manni, sko alveg!

  Svona getur maður tengst ókunnugri manneskju á örskömmum tíma.  Það var eitthvað sem við áttum sameiginlegt.  Sjálfsagt kaldhæðnina, orðbragðið og brussuskapinn.

Ekki það að ég sé mikið fyrir að henda mér í veggi mér þykir of vænt um minn eðal skrokk til þess að ég lúskri á honum af og til eins og Jenný gerir stundum en það var svo margt annað sem gaman var að fylgjast með frá kærleiks. Ást hennar á DO og fleirum bláum var eitthvað svo heillandi þegar hún skrifaði í kasti, hömlulaust!  

O jæja það er ekki hægt að fá allt sem maður vill hér í henni veslu.

En Jenný mín svona í alvörunni leiðist þér ekki þarna á Eyjunni?

Við tökum þér feginshendi aftur any time hér.    

En á meðan nóttu þín á þessari Eyju þinni!  Ég lít við öðru hvoru til að fylgjast með þér svo þú verir þér ekki til skammar daglega.

Djöfull að fara svona með daginn fyrir manni!


Er þetta nokkuð einn af þínum?

 Þetta gerðist fyrir hart nær förutíu árum og sagan er sönn.

Þeir voru samankomnir nokkrir vinir á einum besta veitingastað bæjarins norður í landi.  Það var ákveðið að gera sér glaðan dag og á þessum árum var vinsælt að fá sér Nautasteik Bernaise.

Þjónninn sem afgreiddi var ekkert nema almennilegheitin þar sem þetta voru örugglega mikilmenni að sunnan og snerist á hæl og hnakka til að þóknast þessum herramönnum sem kunnu sig!  Pöntuðu steik og drukku rauðvín með.  Ekta fínir kúnnar. Skemmtu sér konunglega og voru með háreysti og slógu um sig eins og fólk gerði á þessum árum.

Þegar hann kom með Turnbauta-steikina stoltur eins og hani, sko alveg nýbyrjaður á staðnum, segir minn elskulegi, sem unnið hafði við kokkerí í nokkur ár, lítandi yfir borðið á einn vininn:  ,, Heldurðu að þetta sé nokkuð einn af þínum?" og um leið hamrar hann fingrunum í borðplötuna svona til merkis um hvað hann sé að fara.

Þjónsræfilstuskan sem stendur enn bísperrtur við borðið verður eldrauður í framan og án þess að segja orð lætur hann sig hverfa.

Á þessum árum var altalað og vitað að hrossakjöt var blandað við nautakjöt og oft var hesturinn borinn fram eða litla folaldið sem fínasta nautasteik.  Fólk sem vissi ekki betur át þetta með bestu list og jafnvel fólk eins og ég sem sagðist aldrei borða hrossakjöt gerði það nú samt óafvitandi. 

Fyrirgefið en nú er ég komin með velgjuna upp í háls. Borða ekki vini mina.

Það fóru nú ekki fleiri sögur af borðhaldinu en þegar þessir herramenn héldu heim daginn eftir og stigu um borð í flugvél Flugfélags Íslands er þá ekki þjónsræfilstuskan mættur á svæðið.  Þeir spyrja hann hvað hann sé að gera þarna og það stóð ekki á svarinu:  ,,Ég vinn ekki fyrir fólk sem svindlar á viðskiptavinum sínum svo ég er farinn aftur suður".

Æ grey ræfilstuskan vissi ekki betur, þeir gerðu þetta líka fyrir sunnan.

Þessi frásögn er dagsönn eins og ég sit hér í eldhúsinu mínu og færi þetta í letur.

Ég tek hatt minn ofan, alla vega húfuna, fyrir þessum ágæta bónda í Kjósinni.  Hann er ekki að segja neitt nema sannleikann og alveg óþarfi að slá upp einhverri frétt um að Landssambandið harmi þessi ummæli. 

Hvað haldið þið að gerist ekki á krepputímum elskurnar mínar?

 


mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband