Færsluflokkur: Vefurinn
17.5.2008 | 09:44
Til lykke med dagen Norge!
Í dag er þjóðhátíðadagur Norðmanna og af því tilefni langar mig til að óska öllum Norsku vinum mínum til hamingju með daginn.
Það verður örugglega sungið og trallað um allan Noreg í dag. Fyrir fjörutíu árum fagnaði ég með vinum mínum í Örsta þar sem ég dvaldi á Lýðháskóla og gleymi seint hátíðahöldunum í þessum litla bæ sem í dag er ekkert mjög lítill.
Trallallallalla............ Til lykke med dagen Norge!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.5.2008 | 08:15
Forréttur framreiddur í G-mjólkurfernum er víst líka ,,inn
Gott að heyra að rabarbarinn hefur haldið innreið sína í veislusali enda góður til síns brúks. Það er oft gaman að fylgjast með nýjungum og matreiðslumenn geta verið skemmtilega uppátektarsamir en oft er spurning hvort þetta fellur í kramið hjá gestunum.
Um daginn heyrði ég um nýopnaðan veitingastað á Íslandi sem býður upp á ýmsa rétti sem almenningur hefur e.t.v. lítinn skilning á en er tilbúinn að prófa.
Tengdasonur okkar heimsótti þennan stað um daginn og í för með honum voru nokkrir ungir viðskiptamenn. Þeim lék forvitni á að smakka á nokkrum réttum sem hljómuðu fremur framandlega.
Dúfa með steiktu poppkorni var valin í aðalrétt og í forrétt rækjur einhverri sósu sem ég man nú ekki hver var en þessi forréttur var framreiddur í G-mjólkurfernum!!!!!!!!
Fylgdi sögunni að maturinn hefði ekki smakkast vel og mikið skilið eftir á diskum. Forrétturinn var svo ólystilegur í fernunum að sumum varð bumbult.
Ekki beint góð auglýsing fyrir nýjan stað, því miður.
![]() |
Rabarbaraæði um allan heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2008 | 07:42
Til hamingju strákar
Einhvern tíma hefði þetta verið talinn fjarlægður draumur að komast í forsæti WACS en það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum, við hjálpumst öll að við það að koma landinu okkar á kortið því auðvitað er þetta heilmikil landkynning.
If we do it we do it with style!
Innilega til hamingju strákar og gangi ykkur allt í haginn í nánustu framtíð.
![]() |
Íslendingur kjörinn heimsforseti matreiðslumeistara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.5.2008 | 21:58
Kríuvargurinn mættur á svæðið
Jæja fyrst Krían er komin þá hlýtur sumarið að vera rétt handan við hornið. Hér sjáum við nú ekki þennan gargandi fugl en í kvöld stóðum við nokkur saman á svölum Sænska Sendiráðsins hér í Prag og ræddum um fálkann sem jafnan svífur þar tignalega yfir þegar kvölda tekur.
Ég og Norski sendiherrann vorum að furða okkur á því hvað hefði orðið um kauða, mér datt helst í hug að hann hefði yfirgefið borgina vegna fjölda túrhesta undanfarna daga. Umræðan snérist síðan um fiðrildi og önnur náttúruundur veraldar.
Allt í einu birtist sá gamli yfir okkur og hnitaði nokkra hringi fyrir ofan okkur eins og hann vildi segja: Hér er ég gömlu vinir, ég hef ekki yfirgefið ykkur.
Við Peter gengum síðan saman til borðs fegin því að fálkinn okkar hafði ekki yfirgefið borgina þrátt fyrir allt.
![]() |
Krían komin á Nesið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2008 | 13:42
Tékkneskt fyrirbæri
Hér hef ég séð bílstjóra sitja undir ungabörnum og hundum keyrandi um á hraðbrautinni. Svo þetta hefði alveg getað gerst hér í Tékklandi.
Tékkar hefðu líka fest bjórinn kyrfilega, hann er þeirra lífselexír. Börnin hefðu þess vegna verið sett í framsætið og ekkert sérstaklega hugsað um að festa þau í belti.
Er alltaf að vona að yfirvöld fari að taka á þessum beltismálum hér en ég held þeir nenni ekki að standa í því að stoppa bíla einungis vegna kæruleysi bílstjóra.
Annað mál væri ef það væru settar háar sektir hér þá væri löggæslan eins og mýflugur um allt, því auðvitað færi helmingurinn eða meira í þeirra eigin vasa.
![]() |
Setti belti á bjórkassann en ekki barnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 07:56
Sveinn Baldursson hleypur Prag maraþonið á morgun.
Á morgun sunnudag fer fram hér Prag maraþonið 2008 en ekki láta ykkur detta í hug að ég ætli að fara að hlaupa. Hef lítinn áhuga á svona sprangi út um alla trissur. En ástæðan fyrir að ég hef fylgst með þessu er sú að Sveinn ábúandi hér í Leifsbúð þessa dagana ætlar að vera einn af þessum tugi þúsunda hlaupara.
Í fyrradag fór hann og skráði sig inn í hlaupið og sagði okkur að hann hefði aldrei séð jafn glæsilegan undirbúning. Svæðið sem innskráning fer fram er hér í Prag 7, Vista Vista eins og við köllum það. Þetta er útivistasvæði nánast hér í miðborginni, skemmtigarður, íþróttasvæði m.m.
Þarna var tekið á móti þátttakendum með margskonar uppákomum, lifandi tónlist og sölutjöld voru áberandi út um allt sem seldu hlaupaskó, boli og fl. sem ég kann ekki skil á enda ég ekki í þessari deild.
Við innritun var honum afhent bæklingur þar sem leiðin er vandlega kynnt og allar vatnsstöðvar á hlaupaleiðinni. Hann sagði að hann hefði aldrei séð svona vel staðið að undirbúning hlaups áður.
Gangi þér vel á morgun Sveinn!
![]() |
Dæmigerð helgi er 40 km á laugardegi og 30 á sunnudegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2008 | 19:23
Vinurinn sem flaug alltaf með Fokker
Hér áður fyrr þegar við flugum á milli Köben og Prag var eingöngu notast við Fokkar vélar. Stundum gat þetta verið ansi östugt ferðalag þá sérstaklega þegar miklir sviptivindar voru í lofti. Það var ekki ósjaldan að maður þakkaði sínum verndara fyrir að vélin lenti á sínum þremur á flugbrautinni.
Einn góðvinur okkar, Breti, sem bjó hér í Prag þá ferðaðist mikið á milli landa og þá yfirleitt í Fokker. Sá kallaði nú ekki allt ömmu sína og gat verið ansi orðljótur og klæminn í ofanálag. Eitt sinn vorum við að tala um þessar ferðir hans og þá segir hann: Já ég bara get ekki vanist því að fljúga með þessum vélum, bara nafnið kemur mér í annarlegt ástand. Hugsið ykkur hélt hann áfram að verða alltaf að ferðast með fucking Fokker.
![]() |
Flugfélag Íslands leigir Fokker 50 vél til Air Baltic |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 07:40
Hún kom dansandi inn í heiminn.
Okkur var færður lítill sólageisli fyrir 31 ári eða nánar tiltekið 9. maí 1977 klukkan 8:30. Þessi litli geisli lét engan bíða eftir sér og skaust út í tilveruna á tilsettum tíma okkur foreldrunum til mikillar hamingju og gleði.
Það má eiginlega segja að hún hafi komið dansandi inn í heiminn og allar götur síðan hefur ekki verið nein lognmolla í kring um þá stelpu. Nú er ég að tala um afmælisbarn dagsins, dóttur okkar Soffíu Rut sem heldur upp á daginn í dag heima með sinni litlu fjölskyldu og vinum.
Elsku Soffa mín knús og kossar til þín héðan frá okkur pabba í tilefni dagsins. Vildum gjarna vera þarna með þér í dag en sendi þér í staðin margar hlýjar hugsanir.
Þakka þér fyrir að vera til elskan. Heimurinn væri ansi litlaus án þín. Ég knúsa þig hér í huganum. Elskum þig sæta stelpa.
6.5.2008 | 13:18
Lítill pistill um umferðamenninguna í Hamingjulandinu
Það er víst ekki bara heima í Hamingjulandinu sem eitthvað er ábótavant í umferðinni. Þegar við heimsóttum landið okkar um daginn vorum við dálítið að pæla í umferðamenningunni og komumst að því að við erum mjög sjálfstæð þjóð sem setjum okkur eigin reglur og látum ekki skipa okkur fyrir að fara eftir lögum ef við komumst hjá því.
Takið eftir, nú segi ég við því við vorum sjálfsagt engin undantekning frá reglunni þegar við bjuggum heima. En það er nú þannig að um leið og við stígum fæti inn í bíl á fósturjörðinni byrjum við á því að fylgjast mjög grannt með hraðamælinum. Viljum nú ekki láta taka okkur í landhelgi svona fyrsta daginn.
Það sem við tókum strax eftir er að landar okkar vita ekki að það eru stefnuljós á bílnum og svona stöng sem þú ýtir varlega upp eða niður eftir því sem við á. Ef til vill veit fólk þetta, er bara að spara rafmagnið, hvað veit ég. Eða því finnst þetta algjör aðskotahlutur sem þjóni engum tilgangi svo best bara að hunsa þessa litlu stöng við stýrið hvort sem skipt er um akrein, innáakstur eða beygt sé inn í aðrar götur.
Innáakstur er stórvandamál, maður verður að sæta lagi til að komast inn á aðalbrautir. Enginn gefur séns, allir eru svo sjálfstæðir í sínum bíl að þeir hafa ekki hugmynd um að fleiri séu á ferli og vilji komast leiðar sinnar. Sem sagt allir ,,Palli einn í heiminum"
Rosalega mega landar mínir vera fegnir að umferðaljósin eru sægstyllt eða eru allir litblindir? Gulur litur er örugglega ekki til í heilabúi margra. Grænt er grænt, gult er grænt og rautt er appelsínugult. Og drífa sig svo yfir gatnamótin og gefa hressilega í með ískri í dekkjum. Flott maður!
Framúrakstur á hægri akrein er bara hrein snilld! Koma svo, kitla pinnann, sjá hvað kerran drífur.
Svo fannst okkur alveg með einsdæmum allir jeppaeigendurnir á 15 milljóna tækjunum sem tíma örugglega ekki að láta fjarstýringu á farsímann í bílnum, allir með Prada síma við eyrað og keyrandi eins og kóngar í ríki sínu. Flott skal það vera maður!
Á meðan dvöl okkar stóð vorum við vitni að tveimur bílveltum á Reykjavíkursvæðinu, sem betur fer urðu engin stórslys.
Þar sem ég var að koma keyrandi frá Keflavík einn morguninn um ellefu leitið beygði sendiferðabíll fyrir mig inn á veginn við afleggjarann frá Keflavík. Ég hugsaði með mér jæja greyið hann er sjálfsagt að flýta sér. Mér lá ekkert á og keyrði á löglegum hraða á eftir kauða. Allt í einu hægir bíllinn á sér og tekur að rása á veginum. Ég hugsa með mér, ætli það sé eitthvað að og hægi á mér um leið. Sé ég þá hvað bílstjórinn hallar sér yfir í framsætið og sé ég ekki betur en hann taki upp síma. Þarna keyrum við á 50 km hraða en löglegur hraði var þarna 90km.
Bannað var að keyra fram úr svo ég held mig í mátulegri fjarlægð á eftir bílnum. Eftir nokkra stund hallar bílstjórinn sér aftur til hægri og nú sé ég að hann heldur á flösku í hendinni. Bíllinn rásar og auðséð að maðurinn er að bögglast við að skrúfa tappann af, síðan leggur hann flöskuna frá sér og tekur upp eitthvað sem líktist brauði eða hvað veit ég. Þarna var hann bara að borða hádegissnarlið sitt hinn rólegasti og algjörlega einn í heiminum.
Ef ég hefði verið stressaður bílstjóri hefði ég verið búin að blikka ljósum, blása í lúðra eða hvað veit ég en ég var orðin dálítið forvitin um framvindu mála svo ég bara lullaði þarna á eftir. Þegar við komum síðan að vegaframkvæmdunum við Vatnsleysu/Voga og ,,aumingjaskiltið" sem varla sést sýnir 50 km hraðatakmörkun, haldið ekki að kauði gefi í og snarar örugglega hraðamælinum upp í 90 ja alla vega sá ég hann ekki aftur. Sem sagt matartíminn var búinn og nú bara að drífa sig í vinnuna.
Er þetta hægt, ég bara spyr?
Annars er bara hér allt í góðu og fínt veður.
![]() |
Sektaðir fyrir að keyra of hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2008 | 08:15
Flottir strákar á fráum fákum
![]() |
Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)