Færsluflokkur: Vefurinn
14.3.2008 | 12:15
Alltof velviljaðir viðskiptavinir.
Hér á borðstofuskápnum trónir eitt það stærsta páskaegg sem ég hef augum litið og æpir á mig: Éttu mig, éttu mig!!!! Velviljaðir viðskiptavinir færðu okkur hjónum þetta ferlíki í gær svona til að þakka okkur fyrir að vera til.
Að sjálfsögðu er ég afskaplega þakklát fyrir hugulsemina en.... var þetta nú nauðsynlegt? Fjörutíu sentímetra súkkulaði egg með hangandi þremur smærri eggjum utaná, plús það er svona 20 sm. míni-egg falið inn í því stærra síðan allskonar gúmmelaði skreytingar hingað og þangað með kveðju
,,Happy Easter"
Var ekki bara hægt að færa okkur nokkrar túlípanadruslur? Nei nú er ég virkilega vanþakklát. Hvernig get ég látið, kona á mínum aldri? En samt verður mér bara flökurt við tilhugsunina eina saman að þurfa að torga öllu þessu súkkulaði.
Nú ætla ég að koma mér út úr húsi áður en ég ræðst á þetta skrímsli og reyna að hugsa hvernig ég get komið þessu í lóg. E.t.v. finn ég hér einhvern páskabasar sem ég get gefið þetta til styrktar góðu málefni, eða krakka hér í hverfinu sem vilja torga þessu með ánægju.
En málið er bara það að minn elskulegi er súkkulaðifíkill og þ.a.l. fæ ég skömm í hattinn ef ég svo mikið sem hugsa um að fjarlægja þetta úr húsinu. og þá er ég í vondum málum, trallallallalla
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.3.2008 | 08:52
Hér er bara eintóm hamingja
Ég vil byrja á því að benda á bloggið hans Gísla Blöndal í gær. (Margmiðlunarefni) ef þetta kemur ykkur ekki í gott skap þá er bara eitthvað mikið að! Þetta á líka afskaplega vel við mína síðustu færslu þar sem ég bunaði út úr mér þönkum um ellina.
Bloggið mitt var í byrjun ætlað til þess að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkar daglega amstri hér í sveitinni. Dálítil dagbók fyrir mig og síðast en ekki síst til þess að ég gæti haldi betur utan um mitt móðurmál.
Með tímanum fór þetta að vinda aðeins upp á sig og áður en ég vissi af var ég farin að blanda mér inn í umræður sem ég hafið ekki hundsvit á. Enda búin að búa hér í nær átján ár og svo langt frá því að ég gæti tjáð mig um þjóðarsálina þarna heima.
Eins og kemur fram hér í fréttinni getur bloggið hjálpað mörgum sem berjast við margs konar vandamál og er það bara gott mál að fólk geti skrifað sig frá hinum ýmsu málum.
Maður verður stundum var við að fólk segir í hálfgerðri hneykslan: Ertu að blogga? Oft á tíðum finnst mér þetta hljóma dálítið sem öfund. Hef líka tekið eftir því að fólk þorir ekki að setja komment inn á síðuna mína vegna þess að það er svo asskoti hrætt við almenningsálitið. En svona er þetta bara og við erum misjöfn eins og við erum mörg.
Minni aftur á síðuna hans Gísla. Gisliblondal.blog.is frábært myndband og eintóm gleði inn í bjartan vordaginn.
![]() |
Blogg gegn þunglyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 14:04
Listasetrið Leifsbúð í Tékklandi
Fundur var haldinn hjá Leifsbúðarnefnd þegar við rákum inn nefið síðast. Nefndin léttir okkur mikið alla vinnu í sambandi við val listamanna og úthlutun á setrinu. Veit eiginleg ekki hvernig við færum að án þessa góða hóps.
Hér í sumar og fram í nóvember er von á frábærum listamönnum sem dvelja hér hjá okkur í nokkrar vikur í senn. Það er aðeins einn mánuður óbókaður fram í nóvember og er það mars-apríl. Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því ,er viss um að einhver droppar inn þessar vikur.
Það er mikill heiður að fá alla þessa góðu listamenn hingað og ómæld ánægja að geta veitt þessa þjónustu til handa löndum okkar. Í sumar koma hingað ritöfundar, tónlistamenn og myndlistamenn svo það verður litskrúðugur hópur sem dundar sér hér í sveitinni okkar næstu mánuði.
Sigga, Leifur, Þorkell, Barbara, Kjartan, Sirrý, Þráinn g Sólveig þakka ykkur vinir mínir fyrir ykkar miklu aðstoð og vinnu. Fáum aldrei fullþakkað ykkar ómetanlegu hjálp. Stórt knús á ykkur öll!
Leyfi ykkur að fylgjast með þegar fram líða stundir.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 08:59
Kveðja inn í daginn til systur minnar
Áður en ég helli mér út í hversdagsleikann á þessum fallega vormorgni sendi ég systur minn Önnu Siggu bestu afmæliskveðjur. Njóttu dagsins mín kæra með fjölskyldu og vinum. Væri alveg til í að kíkja í Miðstrætið í kaffi en það bíður betri tíma enda örugglega nóg um gestagang hjá þér í dag.
Knús á þig, krakkana og Rikka og varið vel með ykkur elskurnar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 20:23
Samfélagið brást 158 einstaklingum
Eftir kvöldmatinn settum við Syndir feðrana í DVD spilarann en þá heimildamynd höfðum við keypt í fríhöfninni á leiðinni heim. Það var átakanlegt að hlusta á sorgarsögu þessara manna vitandi það að um leið bjó maður sjálfur í hlýjum heimkynnum foreldra og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast innan veggja þessa ,,heimilis" að Breiðuvík. Ég man að ef einhver hafði orð á því að þessi eða hinn hefði verið í Breiðuvík var sneitt fram hjá viðkomandi, þetta voru ,,vandræðabörn" og maður skildi forðast alla umgengni við svoleiðis líð.
Guð minn góður hvað þessir drengir máttu þola og enginn hreyfði legg né lið. Í dag eru 25% af þessum drengjum látnir. Sjálfsagt hafa nokkrir komist áfram í lífinu af eigin ramleik en síðan eru þeir sem hafa alla tíð barist við óttann við lífið. Sumir fallið mörgum sinnum í djúpa gryfju og aldrei komist upp en aðrir krafsað í bakkann og hafið betra líf, sem betur fer.
Ég ber mikla virðingu fyrir þessum mönnum sem fram komu í myndinni og Kastljósi á sínum tíma og þeir eiga alla mína samúð. Það þarf mikla áræðni til þess að koma fram fyrir alþjóð og opna sárar minningar eftir svo mörg ár.
Stakk mig dálítið þegar ég las um skýrslu nefndar sem fjallaði um starfsemi Breiðavíkurheimilisins.
Samfélagið hefur brugðist!
Draga má lærdóm af þessu máli!
Málið enn í rannsókn!
Málið gæti hugsanlega verið fyrnt!
NEFNDIN STARFAR ÁFRAM AÐ ÞESSUM MÁLUM!!!
Þetta segir okkur aðeins eitt, málið er dautt.
Grátlegt að heyra annað eins frá prófessor í félagsráðgjöf og hennar nefndarmeðlimum!
![]() |
Draga má lærdóm af Breiðavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2008 | 11:08
Home sweet home
Við kvöddum föðurlandið í fyrradag í slydduveðri eftir tvær frábærar vikur með fjölskyldu og vinum. Á leiðinni yfir hafið fann ég það út að það er þrekvirki að fljúga með stútfullan maga af Íslenskum kræsingum og nokkrum kílóum þyngri.
Þrátt fyrir allt átið heima hafði ég það af að henda í körfu í flughöfninni hangikjöti, flatkökum, páskaeggjum og öðru góðgæti áður en ég yfirgaf landið og þar sem ég er ekkert sérlega hrifin af flugvélamat fyllti ég nestispoka með Jumbó samlokum svona,, in case" ef ég yrði svöng á leiðinni. Þetta er jú þriggja tíma flug og ekki gott að verða hungurmorða yfir Atlandshafinu. Samlokurnar komu sér reyndar vel þar sem sessunautar mínir, minn elskulegi og vinkona okkar sem var á heimleið til Vínar hjálpuðu mér aðeins við að hesthúsa þessu.
Við hjónin ,,hvíldum" okkur svo í einn sólarhring. Spásseruðum í kóngsins Köben og héldum áfram að borða, nú danskar kræsingar alveg þar til við stigum upp í vélina til Prag seint í gærkvöldi.
Það var svo gott að koma heim. Fyrsta sem minn elskulegi gerði var að fá sér brauð með dönskum ál og majó Síðan tók hann allt íslenska nammið, með mínu samþykki og faldi það einhvers staðar og ég ætla ekki einu sinni að reyna að leita að því.
Það voru tvær örþreyttar sálir sem lögðust á koddann og tvær vellíðunar stunur bárust út í nóttina.
Fyrsta sem mér datt í hug í morgun var: Hvar finn ég svona Detox stöð, nei bara jók.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2008 | 01:01
Stórsigur Sigrúnar Pálmadóttur í kvöld! Bravo!
Sigrún Pálmadóttir brilleraði sem Violetta í uppfærslu Íslensku Óperunnar á La Traviata Verdis í kvöld. Ég hef sjaldan verið viðstödd önnur eins fagnaðalæti hérlendis enda frábærir listamenn sem tróðu upp á fjölum Óperunnar.
Frumsýningagestir fylltu húsið þrátt fyrir skaðræðisveður og mikil stemmning ríkti á sýningunni. Fagnaðarlætin í lok sýningarinnar þar sem fólk klappaði, stappaði, hrópaði og bravoaði ætlaði hreinlega að rífa þakið af gamla góða Bíóhúsinu okkar.
Sigrún Pálmadóttir var stjarna kvöldsins, engin spurning. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Tómas Tómasson voru líka frábærir í hlutverkum Alfredo og Giorgio. Skemmtileg uppfærsla hjá Jamie Hayes. Hamingjuóskir til allra sem stóðu að þessari sýningu og vonandi líður ekki á löngu þar til við getum boðið öllu þessum glæsilegu listamönnum upp á stærra og betra tónleikahús. Bravo!!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 23:20
Erum á leiðinni heim að hitta eina af hamingjusömustu íbúum Evrópu
Nú fer að styttast í það að ég geti knúsað ykkur öll þarna í Hamingjulandinu ja alla vega ykkur sem ég kem til með að hitta næstu tvær vikurnar. Ég hlakka mest til að dekra litla skriðdrekann minn hann Þóri Inga allan tíman eins og almennilegar ömmur eiga að gera. Það verður knúsað og kjassað, leikið og hlegið, dansað og sungið, lesið og horft á Bubba byggir allt í einni bunu.
Við höldum héðan á morgun til Kaupmannahafnar og síðan þaðan heim í norðangarrann. Egill okkar og Bríet eru farin heim á undan því nú stendur mikið til. Það á skvetta vatni á Elmu Lind, litlu prinsessuna okkar og koma barninu í kristinna manna tölu. Verður það gert við hátíðlega athöfn í kirkjunni að Laufási á laugardaginn. Bara svo þið vitið það norðanmenn, þá verðum við á Grenivík um næstu helgi.
Vegna mikilla eftirspurnar um að fá að berja okkur augum og fá að njóta okkar einstöku skemmtilegheita tilkynnist það hér með, ykkur sem alltaf eruð á síðustu stundu að panta tíma hjá okkur, að öll kvöld eru fullbókuð en þó eru nokkur hádegi enn laus. Við gætum líka e.t.v. troðið örfáum aðdáendum okkar inn á milla mála. NB verð í Kringlunni á mánudaginn milli fimm og sex við rúllustigann til hægri og gef eiginhandaráritanir, ekki í úlpu en gæti verið í skepnunni, (það er pelsdruslan), fer svona eftir veðri og vindum.
Veit nú ekki hvort mikill tími gefst til skrifta vegna anna í skemmtanalífinu en ég reyni að henda inn einni og einni færslu ef þrek og tími gefst. Þetta er nefninlega algjör kleppsvinna að kíka á ykkur greyin mín. Fer venjulega beint á heilsuhæli þegar ég kem heim. Þið þarna sem skiljið ekkert, þá er heima Prag og heim er Hamingjulandið Ísland.
Kveðja inn í nóttina héðan að heiman.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.1.2008 | 14:17
Sunnudagsmorgun með Bylgjunni og ,,Spaugstofunni
Á meðan ég drakk morgunkaffið og neri stírurnar hlustaði ég á viðtal Valdísar við yfirbloggarann Jenný. Gaman að kynnast konunni bak við skemmtilega bloggið á Mbl. aðeins betur þar sem var stiklað á stóru um hennar lífshlaup.
Eftir þetta skemmtilega viðtal renndi ég Spaugstofunni í gegn sem ég hef ekki gert lengi.
HALLMUNDUR MINN!!! Á þetta að heita fjölskylduvænt skemmtiefni í skammdeginu! Nú ættu þessir ágætu listamenn að biðja borgarstjóra formlega afsökunar og pakka síðan saman! Í hæsta máta ósmekklegt og ekki par fyndið! Nú er nóg komið!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 20:22