Færsluflokkur: Lífstíll
26.11.2007 | 11:37
Fékk víðáttubrjálæði á flugvellinum og amma alveg búin á því!
Það var tómlegt að koma heim í gærkvöldi eftir að hafa keyrt Ömmustrák á flugvöllinn. Engin hlátur eða grátur, engin sem æddi hér um húsið á litla bílnum sínum eða snerist eins og skopparakringla umhverfis hundinn. Ég var búin að gleyma hvað þessi aldur er rosalega skemmtilegur. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Mikið eigum við eftir að sakna þín litli stúfur.
Barnið fékk víðáttubrjálæði þegar við komum á flugvöllinn þar sem aðeins ein vél var að fara í loftið á þessum tíma og flugstöðin hálf tóm. Amma varð að hendast um alla flugstöðina á eftir þeim stutta þar sem hann hljóp frjáls ferða sinna og hélt þessa líka ræðu á sínu eigin tungumáli sem enginn skildi á meðan foreldrarnir bókuðu farangurinn inn. Það var erfitt að sjá á eftir þeim heim í þetta skiptið þar sem jólin nálgast óðum og þau ekki hér um hátíðarnar. En ferðin heim gekk vel og við sjáumst fljótlega aftur ekki seinna en í febrúar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 10:42
Okkur gleymist stundum að þakka.
,,Við lifum í landi þar sem að minnsta kosti mataráhyggjurnar eru ekta, þar sem flestir álíta að ekkert skifti máli nema þær" segir í Strompleik Laxness. Mikill sannleikur í þessum orðum því heimurinn hefur lítið breyst, því miður.
Þakkargjörðarhátíðin finnst mér vera fallegur siður. Að fylgjast með hvernig fjölskyldur reyna eftir fremsta megni að sameinast á einum stað þrátt fyrir að haf og lönd skilji að alla jafna. Við sem eigum nóg að bíta og brenna, heilbrigði og góða fjölskyldu meigum þakka fyrir það af heilum hug. Það eru ekki allir svo lánsamir því miður.
Um helgina ætlar hópur vina okkar frá Ameríku að sameinast á veitingastaðnum okkar og halda hátíðlega uppá daginn. Sumir eru svo heppnir að fá hluta af fjölskyldunni yfir hafið og þannig er það einmitt líka hér í okkar litlu fjölskyldu. Í kvöld koma þau fljúgandi yfir hafið dóttir okkar og fjölskylda og fyrir það erum við þakklát.
![]() |
Fátækum ekki boðið upp á kalkún í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 22:24
Calendar Girl

![]() |
101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 17:26
Yessss...ég hafði það af!
Hún lofthrædda ég hékk í ljósakrónunum í orðsins fyllstu hér í dag. Ástæðan, hreingerningaræði! Ég þakka fyrir að hafa ekki fjárfest í fleiri kristalskrónum hér í landi kristals og glers.
Bara að horfa á stiga þó ekki sé nema eldhúströppurnar fer maginn í hnút og ég sé mig í anda, brotna og lemstraða liggjandi eina og yfirgefna, því auðvitað stend ég alltaf í þessum stórræðum þegar minn elskulegi er fjarverandi. En fyrir þá sem ekki vita er lofthæðin hér yfir 3 metrar og það er fyrir mig eins og að horfa niður í hyldýpi.
Ég skammast mín hálfpartinn fyrir aumingjaskapinn þó allri fjölskyldunni sé vel kunnugt um þessa lofthræðslu mína. En í dag hafði ég þetta af! Ákvað að horfa bara upp aldrei niður og þarna dinglaði ég skjálfandi fram og aftur í nokkrar klukkustundir með hjartað í buxunum. Með kristalsúðann í annarri hendinni og klútinn í hinni hélt ég út darraðardansinn og er stolt af! Verð sjálfsagt að drepast úr harðsperrum á morgun þar sem allir vöðvar spenntust þannig að ég varð að setjast skjálfandi niður af og til. Veit ekki hvort það var af því ég var svona skíthrædd eða bara áreynsla.
En kristalskrónurnar mínar lýsa hér upp skammdegið, hreinar og gljáandi og endurspegla ljósbrotum á veggi í öllum regnbogans litum. Alveg eins og í Pollýönnu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 21:14
Föstudagþankar hvutta - Ég vil fá stígvél og ekkert múður.
Eðalhundar eins og ég erum ófúsir til að fara út í votviðri en það getur hún fóstra mín ekki skilið. Mér er hreinlega hent út í veðrið og síðan hundskammaður hvað ég sóða allt út þegar inn er komið. Af hverju kaupir hún þá ekki handa mér vaðstígvél, þau fást í Harrods í London. Hún ætti nú að vita það, búin að versla þar margsinnis allskonar dót handa mér.
Nei hér er þusað og tuðað,, sittu á mottunni",,bíddu ég verð að spúla þig áður en þú kemur inn" ,,ekki lengra, heyrirðu það" Auðvitað heyri ég þetta, ég er með ljómandi heyrn, það þarf ekki alltaf að öskra svona á mig! En hvers vegna má ég þá ekki bara vera inni þar til styttir upp? Eða hvers vegna kaupir hún ekki stígvél handa mér? Hoppar bara uppí næstu flugvél og brennir til London og nær í eitt, ja tvö pör stígvél í Harrods, síðan getur hún keypt eitthvað sætt handa mér í jólagjöf í leiðinni. Annað eins er nú gert á þessu heimili.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 11:23
Fer ekki framhjá okkur - jólin eru á næsta leiti
Það eru blessaðir ,,trukkadriverarnir" sem alltaf minna mig á að jólin eru á næsta leiti. Nú, af hverju þeir spyrja örugglega margir ? Jú vegna þess að þeir eru með þeim fyrstu sem skreyta ferlíki sín með jólaljósum og það fer ekki fram hjá neinum sem keyrir hér á hraðbrautunum. Þessar ljósaskreytingar geta stundum gengið svo langt að maður missir athyglina við keyrsluna.
Jólatré í framrúðunni eða stórt ljósaskilti með Merry Christmas glepur oft augað og ekki beint æskilegt að fá þetta beint framan í sig á 140 km hraða en ósjálfrátt lærir maður að horfa fram hjá þessu.
Annað er líka rosalega vinsælt hér hjá Tékkum. Sumir gerast svo djarfir að setja grænar perur í ljósabúnaðinn að framan svo það er eins og grænn froskur komi á móti manni. Lögreglan tekur nú venjulega á þessum málum og gerir bílana upptæka en þó nokkrir virðast komast upp með þetta þá sérstaklega úti á landsbyggðinni. Hef aldrei skilið þennan húmor hjá blessaða fólkinu hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 19:12
Fyrir þá sem nenna ekki lengur að fægja silfur. Þetta svínvirkar!
Hér er virkilegt skítaveður og best hefði verið að kúra fyrir framan arininn með góða bók en samviskan sagði mér að það gengi ekki upp enda af nógu að taka hér á heimilinu. Gerði góða tilraun til að klára haustverkin hér úti en hrökklaðist inn undan veðrinu. Vonandi tekst mér að klára það um helgina.
Tók mig til og dró allt silfrið úr skúfum og skápum og er nú langt komin með að þrífa allt draslið. Sem sagt, byrjuð á jólahreingerningum. Ætla að koma að hér fínni hugmynd ef einhver skildi vera orðinn pirraður á að pússa silfur.
Setjið fjórar matskeiðar af matarsóda og fimm ræmur af álpappír í fat og dúndrið draslinu ofaní og hellið sjóðandi vatni yfir. Bíðið í nokkrar mínútur og viti menn, silfrið ykkar kemur upp eins og nýtt! Frábær hugmynd.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 13:41
Föstudagsþankar hvutta - Dekurdagur
Hún fóstra mín er búin að vera alveg sérstaklega góð við mig í dag. Algjör dekurdagur! Hún er búin að klippa mig svo nú lít ég út eins og eðalhundur en ekki eins og eitthvað flækingsgrey.
Mér finnst ég aðeins hafa verið hafður útundan undanfarið en allt stefnir þetta nú í betra horf þar sem hún ætlar að baða mig í kvöld og gefa mér næringarnudd. Oho ég hlakka mikið til, það er það besta sem ég veit og þá get ég loksins spókað mig hér í sveitinni án þess að skammast mín fyrir útganginn.
Hver veit nema ég fái líka eitthvað sérstakt í kvöldmatinn, þá verður dagurinn fullkominn dekurdagur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 10:36
Nornir og seiðskrattar til hamingju með daginn!
Ég nornin, eins og fleiri sem fæddir eru 31. október erum að sjálfsögðu mjög sérstakur þjóðflokkur og teljumst til norna og seiðskratta. Ekki leiðinlegt það. Hér gutlar í pottum og þokan liggur þung og svört yfir sveitinni. Alveg sérstök Halloween stemmning í tilefni dagsins og ég fíla þetta alveg í botn skal ég segja ykkur.
Minn elskulegi vakti mig með kossi og þegar ég opnaði pósthólfið var það fullt af Amerískum tónkveðjum frá vinum mínum handan hafsins. Soffa mín talaði við mig frá Íslandi með kossum og knúsi. Ekki slæm byrjun á góðum degi. Ætla núna að koma mér í nornarmúnderinguna og halda á fund hins óvænta sem dagurinn hefur uppá að bjóða.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 21:31
Föstudagsþankar hvutta - nú er ég fúll á móti
Í allan dag hef ég verið hunsaður af fóstru minni, já hunsaður. Allt hefur snúist um þessa prinsessu sem fæddist í morgun. Örugglega rosalega sæt og fín en hvers á ég að gjalda, bara spyr? Ekki nóg með það, nú á að skilja mig eftir hér heima alla helgina með hússtýrunni þar sem fóstra mín og fóstri ætla að dandalast til Vínarborgar í smá teiti.
Það var búið að lofa mér því að ég fengi almennilegt bað og fínerí á morgun en það skeður örugglega ekki því þau ætla eldsnemma í fyrramálið að heimsækja þessa prinsessu þeirra og segja eitthvað svona dúdú, ossalega ertu mikið krútt og blablabla. Svo á bara að skilja mig eftir hér heima. Þvílíkt hundalíf! Varð bara að koma þessu á blað þar sem ég heyrði að fóstra mín ætlaði að loka tölvunni alla helgina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)