Færsluflokkur: Ferðalög
1.10.2009 | 09:22
Ég sakna Jennýar! - Leiðist þér ekki þarna á Eyjunni vinkona?
Engin Jenfo í morgun hér á blogginu! Kaffið smakkaðist jafn illa og mér leið illa. Maður er alveg miður sín, konan búin að skemmileggja daginn fyrir manni, sko alveg!
Svona getur maður tengst ókunnugri manneskju á örskömmum tíma. Það var eitthvað sem við áttum sameiginlegt. Sjálfsagt kaldhæðnina, orðbragðið og brussuskapinn.
Ekki það að ég sé mikið fyrir að henda mér í veggi mér þykir of vænt um minn eðal skrokk til þess að ég lúskri á honum af og til eins og Jenný gerir stundum en það var svo margt annað sem gaman var að fylgjast með frá kærleiks. Ást hennar á DO og fleirum bláum var eitthvað svo heillandi þegar hún skrifaði í kasti, hömlulaust!
O jæja það er ekki hægt að fá allt sem maður vill hér í henni veslu.
En Jenný mín svona í alvörunni leiðist þér ekki þarna á Eyjunni?
Við tökum þér feginshendi aftur any time hér.
En á meðan nóttu þín á þessari Eyju þinni! Ég lít við öðru hvoru til að fylgjast með þér svo þú verir þér ekki til skammar daglega.
Djöfull að fara svona með daginn fyrir manni!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.9.2009 | 23:08
Á söguslóðum Romeo og Juliet
Ef eitthvað er Paris þá er það þetta umhverfi ekki satt?
Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir þá erum við komin heim eftir 4000 km keyrslu á tveimur vikum og fjögurra landa sýn. Frábær ferð með tilheyrandi stoppum hingað og þangað jafnt á merkilegum sem ómerkilegum stöðum.
Held nú að heimsókn okkar á vinnustofu Erró í París standi ofar öllu. Meistarinn tók feikna vel á móti okkur þó mikið hefði gengið á á svæðinu rétt áður en við renndum í hlað þar sem hnullungs steinflís hafði hlunkast niður í gegn um glerglugga í loftinu og splundrast yfir vinnuborð og verkin hans en sem betur fer urðu engar skemmdir að ráði.
Við ætlum að reyna að mæta á sýninguna hans í Vínarborg í næsta mánuði.
Við heimsóttum líka annan landa okkar, Ármann Örn Ármannsson en hann býr í Provence með sinni yndislegu frönsku konu. Það er ekki auðvelt fyrir lofthrædda að sækja þau hjón heim þar sem þau búa hátt upp í fjöllum í litlum bæ, Essparron de Verdon. Ég hafði það samt af að hanga í bílnum upp brekkurnar og sá mest lítið af þessari fallegu sveit en mér var sagt að útsýnið hefði verið heillandi. Það hreyfir voða lítið við mér skal ég segja ykkur.
Ætlunin var að koma þarna aðeins við í hádeginu en við ílengdumst þar til daginn eftir þar sem gestrisni þeirra hjóna var ómæld. Natalie er líka alveg frábær kokkur og fengum við ekta franskan sveitamat sem sæmt hefði á hvaða höfðingjaborði sem væri.
Ármann, Þórir og Natalie þetta var bara Lunch!
Daginn eftir vorum við mætt í hádegismat hjá Breskum vinum okkar sem eiga hús þarna ekki langt frá og þar dvöldum við í tvo daga við leiki og spil.
Fyrir kvöldverðinn fengum við einkakonsert. Ármann Örn sem betur þekktur sem Ármann í Ármannsfelli situr við grand piano.
Við héldum síðan niður á frönsku rivieruna og spókuðum okkur á St. Tropez en misstum rétt aðeins af teboði heima hjá Bridget Bardot en kella býr þar með öllum hundunum sínum og nokkrum selum að mér skilst. Veit ekki hvort við rákumst á rétta húsið en við sáum alla vega stóra ruslatunnu fyrir framan eina af glæsivillunum merkta bak og fyrir með stórum B B. Næstum viss um að þar fyrir innan bjó frúin umvafin öllum sínum gæludýrum.
Því miður náðist þetta ekki á mynd en hér er ein frá St. Trobez
Við hjónakornin höfum verið að skoða okkur um á hinum ýmsu stöðum hér undanfarin ár og heimsótt marga fallega staði en engin hefur heillað okkur eins og St. Trobez þar gætum við alveg hugsað okkur að dvelja í ellinni. Alveg perfect place for us!
Eins var það þegar við komum til Monaco, furstafamilían var nýfarin á fasanaveiðar svo við rétt misstum af því að taka einn tangó í forsalnum í höll Grace Kelly. Ojæja skítt með það, bara næst.
Við gengum um listisnekkjuhöfnina í von um að rekast á 101 skútuna en hún hefur sjálfsagt verið á siglingu einhvers staðar við Kanarí eða Bahama, nú eða bara í slipp. Það verður víst að fara yfir þessi tæki öðru hvoru og fylgjast með að þetta drasl ryðgi ekki.
Ekki rákumst við á landa okkar þarna og er það mjög sjaldgæft að geta gengið þarna um rivieruna án þess að heyra móðurmálið.
Þórir fékk ekki tíma til að skella sér inn í Casinoið fræga í þetta sinn og taka eina Bertu eða hvað þetta heitir nú en ég lofaði að hann fengi að gera það næst. Annars var hann ekkert heppin síðast þegar við vorum þarna á ferð svo ekki eftir miklu að sækjast.
Next time my darling. Glæsilegt Casino ekki satt?
Verð að segja ykkur frá því að á leiðinni þarna um rivieruna gistum við á mjög merkilegu hóteli í bæ sem heitir Haut de Cagnes. Elsti hlutinn er frá þrettándu öld og hótelið sem við gistum á er upphaflega frá þeim tíma en endurbyggt á fimmtándu öld. Sagt er að fyrirmyndin af Romeo og Juliet sé fengin frá þessum kastala, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. En rómó var það með endalausum ranghölum og skúmaskotum. Mæli með þessu ef einhver er þarna á ferð.
Romeo, oh..Romeo hvar ertu Romeo...? Horft niður af svölum Júlíu og bak við svörtu hurðina var okkar herbergi í kastalanum. NB við sváfum eins og englar hvort sem það var vegna þreytu eða öðrum orsökum skal ekki greinast hér á þessum blöðum en þetta var mustiskur kastali segir maður ekki á íslensku dulúðlegur heheheh.......
Takið eftir hvað myndin er spuky. Allar hinar myndirnar eru í pörfekt fókus en þessi og allar myndir sem við tókum upp í kastalanaum eru svona skýjamyndaðar. OK nornin ég hef e.t.v. verið eitthvað að pirra drottnara kastalans. Úhhhh..ahhhhh.......
Við keyrðum síðan upp Ítalíu og dvöldum eina nótt við Lago de Garda og brendum síðan til Þýskalands þar sem við tókum þátt í uppskeruhátíð í Nürnberg. Sungum okkur hás með ítölskum farandsöngvara og fl. skemmtilegu fólki.
Home sweet home! Vá hvað það var gott að koma heim!
Nú verður lífið tekið með ró þar til við höldum í næstu reisu eftir þrjár vikur eða svo.
Eða hvað? Mér sýnist dagskráin vera ansi bókuð næstu daga.
Farin í rúmið að gæla við koddann.
Þið sem hafið nennt að lesa þetta takk fyrir það. Gott að eiga góða vini í fjarlægð.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.9.2009 | 21:42
Ég valdi ,,Bistro á besta stað" eða þannig.
Fyrir nokkrum dögum gekk ég út af hótelinu okkar í Paris og teigaði að mér angan af borginni og sagði: ,, Ohhh þetta er eins og vera í New York" Lyktin þennan morgun minnti mig á haust í NY svona sambland af kaffi, pönnukökum, ferskum ávöxtum og bensíni.
Nú veit ég ekki hvort einhver kannast við þetta en svona er minning mín frá The big Apple.
Í morgun kvöddum við eitt af mínum uppáhaldshóteli í Rhone Alps héraðinu og keyrðum niður til French Rivieira þar sem við eigum heimboð hjá tveimur vinum okkar. Annars vegar Bretum og hins vegar Íslendingum. Þar sem við erum aðeins fyrr á ferðinni ákváðum við að keyra aðeins inn í Provence og finna okkur svona ,, Bistro á besta stað".
Ég á kortinu og fann ,,rosa flott hótel" alveg í leiðinni. Hehehehe..... sko málið var að við vorum bæði orðin frekar pirró og þreytan farin að segja til sín í sex´tíu ára gömlum skrokkum svo það var bara parkerað og bókað sig inn á herligheden!!!!!!!!!!!!!!!
Ja so svinger vi heheheheh............ elskurnar mínar við erum á svona elliheimilishóteli here in the middle of Provance og klukkan á mínútunni fimm byrjaði liðið að dansa hér vangadans á barnum svo eitthvað sætt og krúsulegt svo v ið bara hrökkluðumst út í hláturskasti. Sko halló ég er gömul en ekki svona helvíti gömul. Horfði á liðið dansa vangadans og varla hreyfast úr sporunum, haldandi í rassinn á hvort öðru, svona eins og horfa á hæggenga ´bíómynd.
Ég reyndi eftir fremsta megni að láta sem ekkert væri en þetta var einum of mikið af því góða.
Ef minn elskulegi hefði getað drepið mig með augunum væri ég ekki hér til frásagnar!
Sem betur fer bara ein nótt hér á elliheimilinu sem ég valdi.
Næstu daga verðum við hjá vinum okkar hér í Provence og eftir það er sko ekki til umræðu að ég velji hótel á leiðinni heim.
En rosalega var gaman að sjá hvernig ,,fólk á okkar aldri" velur sér hótel en ég er ekki alveg að sjá það að okkar vinir létu segja sér það- að barinn væri lokaður klukkan tíu og gömlu dansarnir væru milli fimm og sjö. Síðan fá sér kvöldmat og svo í rúmið og beint á koddann ekkert svona knús eða dodo,,,,,,
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2009 | 14:46
Það eru allar kýr hér með anorexíu.
það ganga um bakka Signu og njóta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Dagarnir sem við dvöldum í Paris voru fljótir að líða. Við lékum við hvern okkar fingur og nutum þess í botn að slíta skósólunum í þessari fallegu borg menningar og lista.
Það sem stendur uppi er heimsókn okkar í vinnustofu Erró en þar tók hann á móti okkur síðasta daginn sem við dvöldum í borginni. Við gerðum stutt stans þar sem við vildum ekki trufla listamanninn en samt nóg til þess að við gátum rifjað upp gömul kynni. Hlökkum til að hitta hann í Vínarborg í október.
Núna sit ég hér á einu af okkar draumahóteli 85 km suður af Dijon í pínulitlu sveitaþorpi sem heitir Port Lesney svo lítið að það er ekki einu sinni merkt á korti. Þetta er lítið Cháteau með frábæru umhverfi og Gourme eldhúsi. Eitthvað sem við elskum að heimsækja.
Við fórum í göngu um bæinn um hádegi og fundum út að á þessum árstíma er þessi litli bær eins og dauðs manns gröf. Það sást ekki sála á götunum og hverfisbúðin var lokuð sem og eina Bistroið í hverfinu svo við keyrðum hér í næsta þorp sem er frægt fyrir góð vín frá vínökrunum sem teygja sig hér upp eftir hlíðunum.
Hvert sem auga er litið eru bændur að tína vínberjaklasana af vínviðnum og gaman að sjá fólk hér eins og fiðrildi hér upp um allar hlíðar. Við stálum okkur einum klasa og jammí hvað berin í ár smakkast vel.
Annað sem vakti athygli okkar hér á ferð okkar um sveitina i dag eru að hver einasta belja í sveitinni er með anorexíu á háu stigi. Hef aldrei á ævi minni séð jafn mjóslegnar kýr.
Aumingja blessuð dýrin.
Í kvöld verður borðað hér margrétta dinner og drukkið gott vín héðan úr héraði og notið sveitasælunnar.
Á morgun er ferðinni heitið til Aix Provenc eða alla vega eitthvað á suðurleið.
Læt heyra í mér aftur næst þegar ég kemst í samband.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2009 | 19:58
Endalausar biðraðir hvar sem maður kemur.
Þessi færsla er sett saman hér í eldhúskróknum mínum að Stjörnusteini. Við erum sem sagt komin heim eftir fjögra vikna ferð til heimalandsins.
Í gær eftir að hafa snætt hádegismat með Ástu vinkonu á Jómfrúnni náði ég að sjá hvernig hinsegin dagur fer fram á Íslandi. Athyglivert! Flott skrautsýning!
Á leið minni heim til móður minnar gekk ég upp Laugaveginn og rakst á Jóhönnu bloggvinkonu mína í mátunarklefa hjá Sævari Karli. Það var óvænt ánægja. Einnig tókst mér að smella kossi á Berg Thorberg bloggvin þar sem hann sat og málaði með kaffinu sínu í einni skartgripabúðinni en hann hafði ég heldur aldrei hitt áður.
Það tók mig ansi langan tíma að komast upp allan Laugaveginn þar sem ég næstum stoppaði við hvert horn til að heilsa vinum og vandamönnum enda dagurinn til þess að sporta sig aðeins.
Íslenskur humar er hnossæti og okkur litlu fjölskyldunni tókst að torga fleiri kílóum af humri í gærkvöldi en það var svona smá kveðjusamsæti heima hjá Soffu okkar og Steina fyrir okkur og svo komu mamma og tengdapabbi auðvitað líka.
Við vorum komin snemma upp í íbúð enda mæting klukkan sex í morgun í flug til Köben. Ég veit ekki hvað ég er alltaf að taka þessi morgunflug trekk í trekk. Bara til þess að gera mann hálf geðillan! Lærir aldrei af reynslunni, get svo svarið fyrir það!
Maður ætlar sér að ná einhverjum svefni en tekst það aldrei nokkurn tíma. Er eins og milli svefns og vöku alla nóttina af því maður treystir ekki á að vekjaraklukkan standi sig, sko hún gæti klikkað einmitt þá.
Í morgun fór ég undir sturtuna hálf sofandi og auðvitað var hún annað hvort of heit eða of köld. Þar sem ég stóð þarna með lokuð augun og reyndi að stilla hitastigið var það auðvitað ekki hægt, hver geturðu stillt hitastig með lokuð augun, þið vitið, sturtan var með svona 30° - 60°dæmi. Ég ákvað að láta þennan kattarþvott nægja og hálf skaðbrunnin krönglaðist ég upp úr baðkarinu og auðvitað varð mér fótaskortur og rann til í bleytunni en slasaði mig ekki vitund en þetta var til þess að ég glaðvaknaði og byrjaði daginn á því að bölva og ragna. Ekki beint skemmtilegt.
Út í bíl, töskunum skellt afturí og beðið fallega um að ekkert hafi nú gleymst í íbúðinni. Passinn, útskriftin á farmiðanum, gleraugun og snyrtibuddan sé nú örugglega í handfarangrinum. Við hefðum verið í djúpum skít ef við hefðum gleymt einhverju af þessu í íbúðinni því lykillinn var kominn í póstkassann og eigendur einhvers staðar að ríða hrossum upp í óbyggðum, en allt var á sínum stað, hjúkket!
Bruna í Garðabæinn til að ná í Steina tengdason og síðan var lullað til Keflavíkur, ég segi lulla þegar keyrt er á 90 km pr. klst. Verst að geta ekki sofið en ég kann ekki að sofa í bíl, þarf alltaf að vera á vaktinni, sko það gæti eitthvað gerst sem ég hefði betur vit á en bílstjórinn.
Komum til Keflavíkur tveimur tímum fyrir brottför. Eins gott, það var varla að maður kæmist inn í afgreiðslusalinn svo mikil var örtröðin. Vitið þið hvernig manni líður eftir að hafa staðið í endalausum biðröðum í heilan mánuð upp á hvern einasta dag? Nei ekki það, ég skal sko segja ykkur að maður fær velgju fyrir brjóstið og svona snert af innilokunarkennd. Síðan fyllast vitin af alls konar líkamslykt sem gerir það að verkum að það er örstutt í það að maður lognist útaf á staðnum.
Þannig leið mér í morgun og við máttum bíða í klukkutíma innan um túhestana áður en við fengum bording passann. Svo þegar þú flýgur í Monkey þá er ekkert sem bjargar þér úr þessari prísund. Næst spandera ég á okkur deLux.
Síðan tekur önnur biðröð við þegar þú ferð í gegn um eftirlitið og ég átti líka eftir að fara í Tax free en hefði sleppt því ef ekki hefði verið um töluverða upphæð að ræða. Búin að vera óhemju dugleg að styðja við bakið á landanum sl. mánuð. Bara verslað eins og ....... þar beið ég í tuttugu mínútur!
Þá voru tíu mínútur í brottför og ég ekki enn búin að fá kaffið mitt. Engin bók keypt og ekkert af ´öllu því sem ég kaupi reglulega þegar ég fer þarna í gegn, allt þessum bölvuðu biðröðum að kenna. Ég dæsti framan í minn elskulega og sagði: ,, Veistu ég þoli ekki fleiri biðraðir, ef ég sé eina í viðbót þá klikkast ég" Auðvitað var svo önnur við hliðið og síðan bara endalausar raðir í allan dag!
Ég er svo fegin að vera komin heim og ég fer ekki einu sinni út í búð á morgun því þar get ég lent í því að verða að standa í biðröð við kassann og það hef ég alls ekki ætlað mér að gera.
Engar biðraðir í bráð. Please!!!!!!!!!!!!!!!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heppinn Úlfar minn að verða ekki uppiskroppa með hnossætið. Ekki það að ég leggi mér þetta til munns en af því þú ert kominn í fréttirnar vil ég fá að nota tækifærið og þakka þér fyrir að halda uppi staðnum í öll þessi ár.
Geri aðrir betur! Við komum við hjá þér fyrir réttri viku og vorum með gamla fólkið þ.e. aldraða foreldra okkar með okkur. Fengum frábæran mat og þjónustan var þvílíkt til fyrirmyndar en því miður varst þú hvergi nærri gamli minn. En þú getur svo sannalega streyst þínu fólki fyrir staðnum af og til. Frábærir krakkar að vinna þarna og gaman að fylgjast með þeim leysa dæmin sem komu upp á yfirbókuðum staðnum og klukkan rétt um sjö mig minnir að þetta hafi verið laugardaginn 1. ágúst.
Aldrei neitt mál. Þau unnu saman eins og einn maður.
Takk fyrir okkur.
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2009 | 23:54
Vissuð þið að það er ekkert níu bíó lengur?
Helgin fór rólega fram hjá okkur hjónum og nutum við þess að vera hér í fámenninu í höfuðborginni, gengum um meðal ferðamanna og einstaka samlanda í sumri og sól.
Það var rölt um miðbæinn, einn daginn var kaffi drukkið á svölunum hjá Eymundsson við Austurvöll hinn daginn kaffi í gamla Hljómskálanum og gengið um garðinn. Minn elskulegi fór með mig í sund í Árbæjarlaugina og á eftir röltum við um Árbæjarsafnið en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár.
Ég fór með móður mína í Grasagarðinn, takið eftir nú er ég ,,farin að fara með fólk" hingað og þangað en fólk hætt að ,,fara með mig", batnandi konu er best að lifa eða þannig.
Í dag tók ég sjálfa mig og gekk niður Laugaveginn en komst ekki lengra en niður hann hálfan, ekki það að ég hefði ekkert úthald heldur var svo gaman á búðarröltinu, bara alltaf jólin hjá okkur þessa daga. Nú á ég eftir skemmtilegri hlutann sko þennan með öllum flottu búðunum sem eru með vörur eftir Íslenska hönnuði. Það verður skannað á morgun svona á milli þess sem ég verð í heimsóknum.
En þetta var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í kvöld.
Vissuð þið að það er ekki hægt að fara í níu bíó lengur?, Neip, get svo svarið það bara átta og tíu bíó.
Nú ok vissuð þið þetta.
Ekki ég, varð bara hálf fúl þar sem við ætluðum að skella okkur í bíó, vegna þess að það er svo grautfúlt sjónvarpið á þessu landi, og okkur langaði að eiga bara svona eitt kvöld útaf fyrir okkur, haldast í hendur, maula popp og bara verða sextán aftur, en svo bara var ekkert níu bíó lengur.
Djö... frekar spælandi, fórum þá bara upp yfir snjólínu og horfðum á Bláfjallahringinn út um gluggann. Stóðum og héldumst í hendur þar til við vorum komin með sinadrátt og alles, sko föttuðum ekki að auðvitað hefðum við átt að setjast í stóla, fólk á okkar aldri, en fattarinn er stunum ekki alveg að meika það hjá okkur.
Aldurinn skiljið þið.
Minn elskulegi kominn til kojs og ég alveg að fara að skríða uppí enda langur dagur á morgun.
Ég skal sko segja ykkur það að það tekur á að heimsækja landið okkar.
Eintóm gleði en líka smá púl og stundum jafnvel pínu þrældómur.
Er ekki annars allt í góðu? Eins og ein servitrísan spurði okkur um daginn á einu fínu veitingahúsi hér í borg.
Ha jú jú allt í góðu. Hef ekki enn hugmynd um hvað hún átti við, en það er ekki að marka mig svo hrikalega langur fattarinn þessa dagana.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.8.2009 | 14:24
Það verður ekki farið yfir Elliðaárnar oftar í þessari reisu!
Það var fallegt að horfa til Eyja í fyrradag þegar við keyrðum austur fyrir fjall. Við vorum svona í fyrra fallinu eins og Hallgerður myndi orða það og ekki laust við að okkur langaði að skella okkur yfir með Herjólfi en létum skynsemina ráða og héldum okkur á meginlandinu.
Við gerðum víðreisn á fimmtudag. Heimsóttum vinkonu okkar sem býr ekki langt frá Skálholti og fengum þar frábærar súpur í hádeginu, já segi súpur því hún bauð upp á tvennskonar súpur.
Þá keyrðum við að sumarhúsi vina okkar ekki all langt frá og lentum þar á skemmtilegu ,,félagsmóti" algjörlega óvart. Hrikalega skemmtileg uppákoma.
Þeir eru flottir kofarnir á Íslandi!
Um sexleitið renndum við í hlað hjá Helga bróður Þóris og Jónu í Grímsnesinu en þar beið okkar uppdúkað borð og kræsingar. Eins og gefur að skilja var ómögulegt að keyra heim eftir að hafa stútfyllt magann allan daginn svo við þáðum gistingu um nóttina.
Í gær eftir góðan sundsprett í Hraunborgarlaug og auðvitað Brunch því maður verður jú að halda sér við efnið síðan keyrðum við í fyrra fallinu til Reykjavíkur.
Við sem sagt tókum Verslunarmannahelgina snemma og enduðum í gærkvöldi heima hjá góðum æskuvinum í frábærum félagsskap og að sjálfsögðu enn og aftur glæsilegum dinner!
Vitiði það við bæði hjónin stöndum nú á blístri eftir allt átið síðustu daga! Þetta er ekki nokkur hemja að kunna sér ekki magamál.
Svo bara hugsar maður: ,,Mikið vildi ég að ég væri sofnaður, vaknaður aftur og farin að éta"
Ætla að reyna að koma mér út úr húsi og rölta með móður minni um Hljómskálagarðinn í góða veðrinu.
Og eitt er alveg á hreinu ég fer ekki yfir Elliðaárnar já alla vega ekki lengra en að Rauðavatni í þessari ferð. Er aveg búin að fá nóg af sveitasælu í bili.
Ég er líka fegin að við tókum helgina í fyrra fallinu, þá getum verið hér í borginni alein, eða næstum því.
Blíða í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.7.2009 | 22:48
Takk fyrir vinir mínir allir að vera til!
Við þessar flottu vinkonur hittumst í dag heima hjá Ingunni Jens eftir áratuga aðskilnað. Skil bara ekkert í því hvernig við fórum að því að halda út þennan langa aðskilnað og að sjálfsögðu var ákveðið að nú yrði bætt um betur og við kæmum til með að hittast reglulega á komandi árum.
Það er engin spurning við erum flottastar, Ingunn, Halla Guðmunds og ég. Jónína H. var með okkur og tók þessa flottu mynd af flottustu leikkonum ever!
Fyrst ég er komin hér í myndalistann þá ætla ég að smella inn nokkrum myndum af okkur með góðum vinum okkar sem við erum búin að vera að hitta sl. viku.
Minn elskulegi með okkar góðu vinum Sverri og Dennies Bernhöft.
Sveinn Grétar Jónsson og Hanna Kristín kona hans fær koss frá mínum elskulega.
Við vinkonurnar í Grasagarðinum fyrir viku. Ester, Hanna Kristín, Ég, Erla og Inga á myndina vantar í hópinn Helgu og J'onínu Bjartmarz en þær voru því miður fjarri góðu gamni. Sjáumst bara næst mínar kæru.
Það er aldrei leiðinlegt hjá þessum vinum. Hann er uppáhalds dansfélagi minn og æskuvinur hann Kristján Guðmundsson. Góð saman!
Elsa Baldurs og Arndís Borgþórsdóttir mínar æskuvinkonur. Frábært kvöld en þarna bauð Arndís og Ísleifur bloggfélagi m.m. okkur í mat og ljúfa drykki.
Hér kemur síðan síðasta myndin í bili. Þetta eru skólasystur sem hittast árlega eða jafnvel oftar og hafa gert það í fjörutíu og eitthvað ár. My oh my eithvað svo rosalega ,,Otto flotto" á myndinni.
Talið frá vinstri: Sigdís Sigmundsdóttir, Ía pía, Sigrún Erlendsdóttir, Birna Dís Benediktsdóttir og Elsa Baldursdóttir. Því miður vantar á myndina Huldu Ólafsdóttur en hún tók myndina þar sem við hitumst í fyrradag á Skrúð.
Þið sjáið nú að við hjónin höfum ekki bara setið og prjónað síðan við komum. Þetta er búið að vera endalaus gleði og kemur til með að halda áfram þar til við förum heim.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.7.2009 | 00:27
Það skelfur og titrar en bara innra með mér.
Sko konan í viðtalinu í tímaritinu Vikunni talaði með fyrirvara eða þ.e.a.s. skjálftinn getur komið á hverri stundu eða jafnvel eftir nokkra daga svo ég hangi hér enn í dyraopinu og þori ekki að hreyfa legg né lið. var næstum búin að skrifa li. fannst það bara eitthvað svo dónó.
Jenný er búin að kommentera hér að allir sem hafa tjáð sig hér á síðunni að ofan séu afskaplega auðtrúa á Gróusögur og hindurvitni. Hehehehe...er eitthvað svo rosalega sammála henni eru allir á þessu landi ekki alveg í lagi?
En................
Ég þori ekki úr hurðagættinni enda búin að upplifa þvílík undur og stórmerki þessar tvær vikur sem við erum búin að dvelja hér.
Á þessu landi upplifir maður bara undur og stórmerki sem hvergi annars staðar finnast á jarðríki. Á hverjum degi verður þú fimm sinnum kjaftstopp og fimm sinnum færðu hláturskast og fimm sinnum heldur þú að það sért þú sem ert hálfvitinn en ekki landinn.
Úllallala ansi var að vita það!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)