Með brenndan rass og ,,hraustlegt" útlit það var málið

Að synda í sínum eigin svita og engjast undir brennandi hitalömpum, lítandi á teljarann,, fer þessi tortúr ekki að verða búinn" er ekki alveg minn tebolli í dag. Skal þó viðurkenna að ljósabekki notaði ég hér áður fyrr eins og margur annar án þess að hafa hugmynd um skaðsemi þessara undratækja. 

Þarna lá maður í 30 til 40 mínútur nb. er að tala um fyrir svona 30 árum, fullviss um það að þetta væri hollt fyrir líkamann og svo fékk maður svo ,,hraustlegt" útlit og sá ekki eftir krónu sem fór í þetta svitasund. Stóð upp með hvíta hringi í kringum augun  og brenndan rass og leit út eins og geimvera en alsæl, því daginn eftir fengi maður eitthvað á þessa leið:  Vá hvað þú lítur vel út, hvert ferð þú í ljós? 

Ég held líka að hreinlæti hafi ekki verið upp á marga fiska á þessum árum.  Jú, maður átti að þrífa lýsið eftir sig með pappírsþurrku það var allt og sumt.  Ég er viss um að sumir hunsuðu þetta svo maður bara lagðist í uppþornaðan svita  sem blandaðist síðan manns eigin, nema maður þrifi bekkinn áður svona in case. Fólk lá líka þarna á Evu og Adamsklæðum einum saman af því það máti ekki sjást rönd.  Hugsa sér annað eins.  Oj bara Sick

Sumar fjölskyldur sem voru í góðum efnum áttu sína eigin ljósabekki en þeir voru þannig að maður varð að snúa sér við á tíu mín. fresti, hehehhehe þvílík fyrirhöfn, að nenna þessu. Wink

Nei, sem betur fer er nú komin herferð gegn þessum ,,líkkistum"

 


mbl.is Einn ljósatími eykur hættu á krabbameini um 22%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ minnir mig á síðasta skipti sem ég prufaði ljósatíma. Talandi um "brenndan rass" var ég svo illa haldin að ég þurfti að liggja á maganum í sófa á kaffihúsi síðar um kvöldið þar sem minn litli sæti þoli engan þunga eða viðkomur af nokkru tagi. Aldrei aftur..aldrei aftur í svona bekk.

Aldrei!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fer annað slagið í ljós og ég ætla halda því áfram.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 10:12

3 identicon

En eins og sagt er í greininni að þá skipta æskuárin mestu máli. Örugglega margir Íslendingar sem hafa fengið húðkrabbamein á fullorðinsárum vegna bruna í sólarlandaferð á yngri árum. Foreldrar vilja ekki að börnin fari í þessa bekki en ef það er skellt sér í utanlandsferðir þá er heimtað að allir fái almennilegan lit í ferðinni. Ég er orðinn þreyttur á öfgum, allt er svart eða hvítt og ekkert grátt. Eða á maður kannski að segja brúnt eða hvítt? Eins og með flest þá hefur það takmarkaðan árangur að stilla sér upp algjörlega á móti einhverju vegna þess að fólkið hinum meginn við línuna mun ekki krjúpa niður og segja Amen. 

Já ég get viðurkennt að mér finnst það sorglegt þegar fólk fer jafnvel oft í viku í þetta og lýtur út að vetri til eins og það sé nýflutt til Íslands frá Afrík, allavega ef því finnst það þurfa að gera það til þess að tilheyra einhverjum ákveðnum hópi/staðali. En persónulega finnst mér bara fínt að hafa smá lit og ég er fylgjandi notkun á þessum tækjum svo lengi sem hún sé hófleg. Ég hef nú lesið um rannsókn sem segir að flestir fullorðnir ættu að geta farið í þessi tæki 1x í mánuði án þess að auka áhættuna. Finnst brúnkukrem vera ágæt viðbót en liturinn verður meira fake ef það er eingöngu notað, en gott til þess að fækka ljósatímum.

Sjálfur fer ég einmitt u.þ.b. 1x í mánuði og á milli þess nota ég milta Summer Beauty kremið. Fíla mjög svo að hafa alltaf miltan lit í húðinni án þess að verða of fölur eða of hnakkalegur Ef það gerir mig að útlitsþræli þá verður bara að hafa það. En já ég held að málið sé að kaupa tíma í svona brúnkuklefa fyrir fremingabörnin, meira svona pro fyrir ferminguna heldur en að vesenast heima. Og ath að krakki á fermingaraldri sem vill fá brúnku mun ALDREI skipta um skoðun vegna þess að gamla liðinu lýst ekki á það, ef þeim finnst það flott þá er nánast ómögulegt að breyta þeirri skoðun. Betra að koma til móts við þau heldur en að vera lögregla og dómari, annars gera þau bara uppreisn.

Geiri (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Katrín hehehh á maganum í sófa á kaffihúsi

Gunnar og móðir já sitt sýnist hverjum og ljós eru víst góð fyrir skrokkinn já alla vega hitinn.

Geiri sammála þér, þetta getur farið út í öfgar og hef líka séð hvernig sólarljósið fer með húðina. Samt ekki á því að senda krakka í ljósatíma myndi frekar ráðleggja mínum barnabörnum Summer Beauty

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband