16.6.2008 | 18:51
Allt að verða hið dularfyllsta mál.
Elskurnar mínar ekki skjóta bangsa en ef þið komist ekki hjá því þá bið ég ykkur að setja ekki fleiri hryllingsmyndir í fjölmiðla landsins. Þetta berst svo fljótt yfir hafið og við hér fengum slatta af skömmum frá Tékkum sem fannst við haga okkur ansi bjánalega í viðureigninni við síðasta gest okkar frá Grænlandi. Hum ég sægi þá nú mæta skógarbirni hér, ætli þeir hefðu ekki gripið til byssu ég er nú ansi hrædd um það.
Nú getum við átt von á fleiri Bangsimonum í heimsókn á næstunni, ja alla vega ef mark er takandi á draumi Sævars bónda á Hrauni í Skagafirði þar sem hann sá í draumi þrjá bangsa á göngu. Þetta er að verða allt hið dularfyllsta mál. Síðan kemur frétt um að báðar stúlkurnar sem fyrstar urðu varar við Bangsimonana heita báðar því fallega nafni Karen. Svo nú bíðum við spennt hvaða Karen kemur til með að sjá þann þriðja á vappi.
En svona án gríns, ekki drepa Bangsimon nema í neyð.
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
hvað er í gangi? Þetta er mystiskt svo ekki sé meria sagt.
Bangsi fer á fyrsta farrými aftur heim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 19:22
Ég er bara sammála.
Nú er bangsi saddur og sæll. Búin að borða ropa og reka við og sefur á sínu græna.
Það ætla ég að vona að þeim detti ekki í hug að loka hann inni á einhverju safni, bara að skutla honum heim.
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 19:25
Ég ætla ekki að labba strandirnar í sumar, það er á hreinu.
Þessi, nr. 2 endar sennilega í dýragarði....ætli það sé "mannúðlegra"?
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:26
Jæja heldurðu að sé Jenný, bara berdreymi og alles
Sigrún neip engin þorir á strandirnar í sumar alveg á tæru annars stelpur vonandi verður farið með hann heim til vina sinna en ekki í einhvern dýragarðinn
Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:33
Þetta skildi þó ekki vera Birnirnir þrír, og hver ætli hafi þá dobblað þá hingað til lands ? - Gæti verið Duggholufólkið! - Það er fólk sem víst er til alls. -
Merkileg tilviljun þetta með stúlkurnar sem fyrstar sjá þessa ísbirni, báðar bera nafnið Karen. -
Annars hefur verið mikið verið bent á þá staðreynd, undanfarið ár, að vegna loftlagsbreytinga af manna völdum þá megi m.a. búast við, fjölgun á ferðum Ísbjarna hingað til lands sem eina afleiðingu af mörgum vegna þessarar mengunar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:41
´Kvitt á síðuna þína sem er frábær alltaf.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:14
Sammála ...Tad má alls ekki drepa bangsa litla......Reynum ad ná honum lifandi en skila honum samt til hans heimkynna.Yrdi frekar súr ef danir tækju á móti honum til ad setja hann í dýragardinn.Já tad er merkilegt med nafnid á stúlkunum..Hver skildi finna tann tridja sem Sævari bónda á hrauni dreymdi um ad léti sjá sig.Ég verd ad segja tad ad mér finnst tad bara ordid spennandi....Enda mikil ævintýramanneskja.Nei vid meigum takka fyrir ad einginn hefur slasast eda enn nú verra ad sökum bangsa.
Knús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 05:30
Mér þykir þú vera árrisul Guðrún mín. Ég var nú búin að opna augun um svipað leiti en fannst of snemmt að drattast framúr.
Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2008 kl. 06:02
Gleðilegan 17. júní til ykkar
Hulla Dan, 17.6.2008 kl. 06:56
Tad er tannig med mig og hefur verid alla tíd ,ég vil vakna snemma og snemma bólid.Tetta kallast A manneskja er tad ekki?
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.