17.6.2008 | 07:33
Gleðilega hátíð góðir landsmenn nær og fjær
Hæ hó Jibbí jey! Hér brosir sólin og allir eru í þjóðhátíðarskapi. Ja eða svo held ég hef nú ekki séð neinn nema hundinn hér í morgun. Minn elskulegi löngu farinn að undirbúa daginn niðrí Prag.
Hátíðahöldin byrja hér ekki fyrr en í kvöld en þá heldur okkar eina og sanna Diddú konsert hér í Rudolfinum tónleikahöllinni. Á morgun verður síðan haldið rækilega upp á daginn en ég segi ykkur frá því seinna.
Sendum ykkur öllum, fjölskyldu, vinum og öðrum landsmönnum hvar sem þið eruð stödd í heiminum okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins. Vonanadi skín sólin líka á ykkur í dag og allir í góðum þjóðhátíðarfíling til bæja og sveita.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Sömuleiðis Ía mín, vonandi eigið þið góðan þjóðhátíðar dag.
Kærleikskveðja til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 09:24
Vá hvad verdur skemmtilegt hjá ykkur...Diddú og alles.bara gaman.Gledilegan tjódhátídardag.
Knus
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 10:22
Takk, sömuleiðis Ía mín
Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:50
Þetta er bara yndislegt að heyra, njótið dagsins með ykkar vinum.
því miður er hér bara rigning og rok, sko á Húsavík, en sólin er eitthvað að reyna að glenna sig, vonandi rætist úr barnanna vegna
Knús kveðjur
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 11:04
Gleðilega þjóðhátíð Ía mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.