24.8.2008 | 15:18
Tvöföld hátíðahöld hér í dag.
Hér var fylgst með leiknum í hádeginu og auðvitað fögnuðum við silfrinu sem strákarnir koma með heim í farteskinu. Tökum á móti þeim heima með pomp og pragt og höldum þeim góða veislu!
Eftir að hafa fagnað silfrinu fórum við, ég og minn elskulegi niður í Prag til að fagna fæðingardegi hans. Hann á afmæli minn gamli og af því tilefni bauð hann litlu fjölskyldunni út í hádegismat á Mandarin sem er einn af okkar uppáhaldstöðum.
Elma Lind skemmti okkur öllum með sínu yndislega babli á meðan við röðuðum í okkur kræsingum með Tai og Indversku ívafi. Kvaddi síðan afa og ömmu með gjöfum (þrátt fyrir að ég ætti ekkert afmæli) sniðug, sló tvær flugur í einu höggi svo hún þarf ekkert að pæla í gjöf í handa mér í október. Eitthvað hefur henni fundist afinn og amman vera þreytuleg því hún færði okkur dekurnudd á Mandarin - Spa. Ekki veitir af að reyna að flikka aðeins upp á þau gömlu hehehhe.
Ætli við tökum það bara ekki rólega það sem eftir er dags og komum okkur vel fyrir í sófanum fyrir framan TV- ið enda búinn að vera góður dagur í dag.
Til hamingju Ísland! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kærar kveðjur á þig Ía mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 15:38
Já mér líkar örugglega svona vel við þig út af því að þú átt afmæli í október. Flest af því fólki sem mér þykir vænt um er á þeim stað í árinu, merkilegt.
En auðvitað reytingur annars staðar líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 15:39
Takk fyrir Jenný mín, ég hallast líka að sporðdrekum og meyjum.
Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:31
Innilega til hamingju með þinn elskulega. Hafðu góða TV-stund.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:14
Til hamingu med husbandid mín kæra....Yndisleg ad fá dekur fyri sig ...Elska tad og reyni ad fara reglulega í svona nokkud.Knús á tig og tína inn í nóttina
Gudrún Hauksdótttir, 24.8.2008 kl. 22:11
Innilega til hamingju með húsabandið og silfrið, hafðu það gott elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:26
Lovely day here as well. Góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:50
Til hamingju með bóndann og njótið dekursins
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:04
Til hamíngjiu með husbandið, vonandi hafð þið notið dagsins í gær.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 07:15
Takk fyrir góðar kveðjur til bóndans og innlitin.
Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 07:35
Ó sá ekki að maðurinn átti afmæli, til hamingju með hann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.