Dagurinn byrjar vel og enginn ,,Erill" sjáanlegur enn

Frábær hugmynd Ingibjargar Sólrúnar að opna Utanríksráðuneytið fyrir almenning í dag á örugglega eftir að verða mörgum minnisstætt og nú þegar þetta er skrifað þá stendur yfir maraþonið í Reykjavíkurborg, ekki amalegt að byrja daginn á smá skokki. 

 Það eru örugglega margir sem halda daginn hátíðlegan í dag af ýmsum tilefnum.  Bara í okkar fjölskyldu eru tvö afmæli, fimm ára brúðkaupsafmæli dóttur okkar og tengdasonar og síðan á snillingurinn hann Egill bróðir minn, líka afmæli.  Til hamingju krakkar mínir með brúðkaupsafmælið, njótið dagsins vel.  Egill minn knús á þig, ekki amalegt að láta borgina halda veislu í tilefni dagsins og færðu svo ekki líka flugeldasýningu í lokin?   Frábært!!

Það er ekki laust við það að hugurinn sé á flugi yfir hafið á svona tillidögum og vottur af heimþrá í litla hjartanu.  Við hér óskum Borginni okkar svo og öllum íbúum hennar velfarnaðar og megi dagurinn verða ykkur til gleði.

  Engan fíflaskap, gangið vel um stræti og torg.  Farið svo öll snemma í hátinn, það er stór dagur á morgun!  

      


mbl.is Opið upp á gátt í utanríkisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erill var á ferðinni.  Ég er að segja yður það frú Ía.

Kveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já frú Jenný var að sjá það núna andsk... hélt hann væri enn sofandi kallinn

Ía Jóhannsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 23.8.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Stór dagur á morgunn.  Þetta er svo spennandi !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með alla þína.  Fer snemma í háttinn, lofa því

Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med allt titt fólk ...Tekkji tetta ad fá smá heimtrá tegar svona stórir dagar telja.Nú er búid ad gera klárt fyrir morgunverdarbordid sem verdur undir leiknum og allt klárt.Adeins ad kíkja á ykkur svona rétt ádur til ad halda vid spenningnumStórt knús á tig inn í góda helgi

Áfram ísland

Gudrún Hauksdótttir, 24.8.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband