1.12.2008 | 18:54
Það má svo sem reka suma jólasveina aftur til síns heima fyrir mér.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN 1. DESEMBER!
Datt í hug að setja inn hér mynd af jólastrákunum mínum sem skemmta sér í gluggakistunni úti við innganginn svona til að dreyfa huga ykkar frá uppákomum dagsins.
Jólasveinarnir okkar eru svo sem ekki allir góðir en það er held ég af og frá að við færum að banna komu þeirra eins og þessi Jón Knúdsen í DK vill ólmur koma á framfæri í sínu landi.
Suma jólasveina sem nú ráða ríkjum á Íslandi má svo sem reka aftur til síns heima en það er víst hægara sagt en gert.
Held að særingar norna og fylgiliðs hafi ósköp lítið upp á sig. Mér fannst nú helst þegar ég horfði á fréttina að ,,norninni" væri alveg skítkalt þar sem hún æddi um og baðaði út svörtum vængjum.
En sitt sýnist hverjum. Góðar stundir gott fólk.
Vill banna jólasveina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sömuleiðis til hamingju með daginn
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 18:56
Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 19:17
Sömuleiðis til hamingju með daginn
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 19:29
Flottir og ærslafullir jólasveinar í gluggakistunni þinni......þeir sem hér eru við völd fela sig á bak við þykkar gardínur og það virðist ekki vera hægt að hrófla við þeim.
kveðjur til ykkar í rómantísku sveitasæluna úr fimbulkulda lýðveldisins Íslands
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 19:50
Sömuleiðis nýja bloggvinkona! Flottir þessir sveinar
Huld S. Ringsted, 1.12.2008 kl. 22:27
Til hamingju með daginn í dag líka! Ég á jólasveinana alla handunna sem eru 25 ára núna og antik ein og ég!
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:36
Til hamingju með daginn í gær lika Ía mín. Flottir eru sveinarnir þínir, við hlustum nú ekki á danann. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.