Gamla konan skildi allt í einu að allt var ekki eins og það átti að vera.

Á meðan ráðherrar moka sig út úr sköflunum fennir jafnharðan yfir.  Þeir bjartsýnustu ætla að halda ótrauð áfram og ekki hætta fyrr en sést til sólar og Nýja Ísland lítur bjartan dag. 

En verður einhver eftir til að taka á móti þessu nýja Íslandi?

Á hverjum degi bætast við tugir manna á atvinnuleysiskrárnar.  Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, aldraðir fluttir ,,hreppaflutningum" svo eitthvað sé nefnt. 

Í gær var ég að tala við háaldraða móður mína sem lítið hefur skilið í krepputali þrátt fyrir ágætis hugsun og heilsu.  Hún hefur bara ekkert sett sig inn í aðstæður (stundum gott að þurfa þess ekki) jafnvel ekkert skilið hvers vegna systir mín og mágur séu svona rosalega langt niðri.  Þau voru ein af þeim sem urðu að segja upp 25 manns og framtíðin ekki björt fyrir fyrirtækið eða húsnæðið.

Ég skil bara ekkert í því hvað þau eru alltaf dauf í dálkinn sagði hún við mig um daginn.  Ég nennti ekki að útskúra enn einu sinni fyrir henni ástæðuna enda ekkert haft upp á sig.

Í gær var annað hljóð í þeirri gömlu.  Nú sneri allt í einu kreppan að henni sjálfri þar sem hún hafði verið hjá lækni um daginn og hann vildi að hún legðist inn á spítala í tvo daga til rannsóknar en sagði að nú væri verið að leggja St. Jósefsspítala niður þar sem hann væri með aðstöðu svo hann vissi ekki hvenær hún yrði kölluð inn, enda ekkert sem bráðliggur á.

Móðir mín er örugglega ekki sú eina af öllu því eldra fólki sem þarf allt í einu að horfast í augu við ástandið.

Ég skildi allt í einu að gamla konan hafði lokað á eitthvað sem henni fannst óþægilegt undir niðri og átti erfitt með að horfast í augu við staðreyndir þegar hún sagði stundarhátt og dæsti stórum um leið:

Meira ófremdarástandið hér á þessu landi. 

 

   

 


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.1.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Öll neyðarljós eru farin að blikka og ég tek undir með henni mömmu þinni; "Meira ófremdarástandið" svo yndislega síðasta öld eitthvað, saklaust en kjarnyrt

Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ía mín það gerast einkennileg kaup á eyrinni nú um stundir.
Ljós til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2009 kl. 18:27

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ææææ... Kreppan lendir víða.

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 09:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband