Betur væri að við ættum fleiri svona hugaða blaðamenn.

Jæja þá á að koma Agnesi og Þorbirni bak við lás og slá fyrir það eitt að upplýsa þjóðina um sannleikann.  Hvenær ætli þeir fari nú að endurskoða þessi blessuð lög.  Nú ætti fólk að mæta með spjöldin sín og hrópa H.F.F. og styðja við bakið á þessum blaðamönnum sem voru bara að segja okkur sannleikann.

Annars fletti ég Mbl. mjög snemma í morgun og viti menn hann var bara alls ekki eins niðurdrepandi og undanfarna daga.  Ef til vill er það vorið í hjarta mínu sem hefur þessi áhrif en alla vega sá ég nokkrar athyglisverðar greinar (ekki um pólitík) og jafnvel stutta samantekt með með hressandi bröndurum. 

Batnandi mönnum er best að lifa. 


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Bíddu, ég hélt að það þagnarskyldan væri ekki í gildi þegar umtöluð fyrirtæki eru komin á hausinn?  Ja hérna hér, greinilega verið að fela áfram, hvað ætli það sé mikið sem við fáum ekki að vita.

Gott að heyra að það er kominn vorhugur í þig Ía mín, aðeins farið að örla á vorinu hérna, allavega komin rigning ekki snjór.

Auður Proppé, 2.4.2009 kl. 08:58

2 identicon

Ef thid hagid ykkur vel mun ég gefa ykkur hina bestu pizzuuppskrift.

Heimir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:52

3 identicon

Það var einmitt verið að tala um þetta í útvarpinu í morgun.  Allir fjölmiðlar hneykslaðir á þessu, og sammála um að bankaleynd gæti ekki gilt að neinu leyti ef menn væru grunaðir um saknæmt athæfi eins og í þessu tilfelli, og studdu blm. Mogga eindregið í þessu máli. 

Kossar og kveðjur til ykkar hjóna

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Kát Svínleifs

Ha ? nú ,,hvað vitleysa er það. En nú ætla ég að lesa fréttina ..en bara á eftir.

Kát Svínleifs, 2.4.2009 kl. 12:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það væri eftir öllu, á bara ekki til orð. Þá er nú mikið sagt.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2009 kl. 19:44

6 identicon

Vorið í hjarta mínu? Falleg setning...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband