Ljúfur drengur ljós og fagur.......... fæddist í sólmyrkva...........

...........á Fæðingardeildinni fyrir fimmtíu og fimm árum. Himintunglunum varð svo mikið um þessa fæðingu að það gerði sólmyrkva um leið og hann kom úr móðurkviði.  Ég man ekki mikið eftir því að hafa verið eitthvað spennt fyrir þessari fæðingu en man þó hvar ég stóð með föður mínum fyrir utan Fæðingardeild Landspítalans og við horfðum saman til himins.  Faðir minn sjálfsagt að þakka fyrir fæðingu sonar síns og ég bara að glápa eins og fimm ára bjáni á sólina hverfa bak við tunglið.

Þessi ljúfi drengur sem fæddist þennan dag var auðvitað bróðir minn Kjartan Oddur Jóhannsson. Ég held ég hafi verið afskaplega stolt stóra systir en þar sem þetta barn var með einsdæmum rólegt og fyrirferðalítið hafði ég lítið af honum að segja fyrstu árin.  Ég man eftir honum sitjandi uppi í vagni með einn lítinn bíl burrrandi langtímum saman. Ég býst við því að mér hafi ekki þótt hann neitt sérlega spennandi leikfang.  Man aldrei eftir því að hann hafi grenjað eins og hinir krakkarnir í hverfinu.  Sem sagt frekar ólíkur systur sinni sem var algjört óþekktarrasskat.

Hann Daddi bróðir minn er enn þetta ljúfmenni og gæti ég ekki hugsað mér betri félaga og bróður.  Við þroskuðumst vel saman með árunum.  

Ég sendi þér kæri vinur okkar innilegustu hamingjuóskir með daginn sem þú heldur hátíðlegan þarna einhvers staðar norður í Eyjafirði.  Við skálum svo saman þegar ég kem heim í næstu viku.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með bróðirinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2009 kl. 10:57

2 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með hann bróðir þinn Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2009 kl. 13:00

4 identicon

Til hamigju með peyann

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með bróðir þinn elsku Ia mín.
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott að eiga góða bræður. Til hamingju með þinn

Guðrún Þorleifs, 30.6.2009 kl. 19:30

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 "Ekki er til nema eitt ósigrandi vígi en það er hugprútt hjarta" C.Wagner

Góða ferð til Ísalands Ía mín, mundu eftir "gulu tátiljunum" , vona að þú eigir ánægjulega dvöl í faðmi ástvina.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2009 kl. 20:05

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta eru falleg orð stóru systur til litla bróður.

Til hamingju með hann Ía mín

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er þetta fallegur pistill, hjartanlega til hamingju með "litla bróður", það hefur nú ekki verið ónýtt fyrir hann að eiga svona flott stelpuspons fyrir stóru systur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur dúllurnar mínar.

Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2009 kl. 07:48

11 identicon

Elsku systir - takk fyrir hlý orð í minn garð. ..... og amma Dýrfinna fannst ég svo yfirmáta rólegur að hún vildi að mamma og pabbi létu kíkja á mig, ég hlyti að vera e.h. á eftir - heitir það ekki misþroska í dag.

Kjartan Oddur Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:43

12 identicon

Innilega til hamingju með hann bróðir þinn.  Það sem að mér datt í hug þegar ég var að lesa pistilinn þinn er að ég fæddist eða réttara sagt var ég sótt (keisari) 30.6.1954 undir almyrkva á sólu.  Mamma mín sagði að læknarnir hefðu varla mátt vera að því að sinna henni, góndu með litað gler út um gluggann.  En þetta er ekki allt því að hún sagði seinna að svo hefði verið komið með litinn dreng inn til hennar sem hún átti að gefa en hún var ekki alveg sátt við það, þar sem hún hafði fætt stúlkubarn, og það var það sem mér datt í hug við lesturinn, skildi það hafa verið þetta barn sem að þú ert að segja frá hann bróðir þinn.  Við fáum sennilega aldrei að vita það. Bestu kveðjur

Margrét (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband