Þetta Aloa Vera er farið að fara aðeins í mínar fínustu.

Það er endalaust verið að troða í mig heilsusamlegu viðbiti. Ég er bara ekkert sérstaklega móttækileg fyrir svoleiðis gumsi og ef einhver vill ólmur að ég prófi þetta eða hitt aðeins vegna þess að það sé svo heilsusamlegt fer ég hreinlega í baklás.

Undanfarið hef ég fengið svo mikið af þessu Aloa Vera kjaftæði að ég er komin með hálfgerð útbrot og er alveg klár á því að þau eru afleiðing af því að allir eru að troða að mér kremum, olíum og ég tala nú ekki um tei sem ég á núna hér í pakkavís uppi í skáp.  Halló, eða já sæll, sko ég drekk ekki te!!!!!!!!!!!!  alveg sama hversu heilsusamlegt það er.

Eftir kvöldmatinn hér að Stjörnusteini sem var ekkert sérstaklega óheilsusamlegur, Tandori kjúlli með steiktu grænmeti, Jasmin hrísgrjónum og dreypt á Cianti rauðvíni til að skola þessu niður röltum við hjónin yfir í Leifsbúð til að heilsa upp á flautuhjónin.

Eftir að hafa verið kynnt fyrir eðal Mozart flautu og rabbað um heima og geima vildi Guðrún endilega gefa mér einhvern heilsudrykk sem væri allra meina bót og gerði húðina svo mjúka.

Vegna þess að ég er með afbrigðum kurteis að eðlisfari vildi ég ekki afþakka drykkinn og þáði bara svona rétt neðan í glasið. Ég bjóst við einhverju heimalöguðu en þetta er framleitt hér í landi Bóhema og kemur í plastflöskum eins og vatnið.

  Nota bene mín húð er eins og barnsrass eftir chemo meðferðina svo ég þarf ekkert á einhverjum drykk að halda til að gera hana mýkri, þá bara fengi ég enn fleiri sár þar sem húðin er viðkvæm eins og silki en eins og ég sagði ég vildi vera kurteis þess vegna smakkaði ég á þessum Aloa Vera drykk.

Ég fór mjög pent í þetta og þegar ég var búin að kyngja spurði Guðrún: ,, Jæja og hvernig finnst þér?"   Ég reyndi að gretta mig sem minnst um leið og ég sagði:  , Hehem  sko þetta smakkast eins og útþynnt sykurvatn þar sem Opal brjóstsykur er búinn að liggja í bleyti og vatnið búið að standa út í sólinni í sólarhring, sem sagt hræðilega vont" 

Hrikalegt að vera svona hreinskilin.  En mér fannst þetta vera þannig á bragðið. 

Hvers vegna eru allir að berjast við að troða í mig einhverju heilsusamlegu?  Bara svo þið vitið það áður en ég kem heim þá finnst mér allt svoleiðis hræðilega vont!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég sel Aloe Vera vörur sem kallast Banana Boat.  Þar er einungis um að ræða húðkrem og húðgel.  Það er að segja ekki Aloe Vera djús eða annað til inntöku.  Ég hef lesið mér vel til um gelið sem kemur úr blöðum Aloe Vera jurtarinnar.  Það hefur ýmsa eiginleika.  Hæst ber hvað það er hraðgræðandi.  Ekki síst á brunasár.  Einnig gerir það mann draumspakari og næmari í samskiptum við álfa og huldufólk.  Þar fyrir utan er algengt að fólk sem ber á sig Banana Boat gel verði fyrir óvæntu happi,  til að mynda lendi á góðri útsölu;  það kemst í skemmtilegt ferðalag og lendir í veislu þar sem góðar veitingar eru í boði.

  Flestir Aloe Vera drykkir á almennum markaði eru lítið annað en sykurvatn.  Algengast er að þeir séu 90 - 95% sykurvatn og aðeins 5 - 10% Aloe Vera.  Aloe Vera djús sem fæst í Heilsubúðinni á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði er 95,75% Aloe Vera.  Ég veit að Aloe Vera djús sem seldur er í heimasölu,  Forever Living,  er einnig hágæða. 

Jens Guð, 1.7.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er varla jafn slæmt og NONI djúsinn sem ég píndi einu sinni ofan í mig!

p.s. Jens selur þú draumstauta?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  það þarf enginn draumastauta sem ber á sig Banana Boat gel.  Það máti nota draumastautana þangað til Banana Boat kom á markað.

Jens Guð, 1.7.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Jens Guð

  mátti nota átti að standa.  NONI er sama ruglið og Kákasus-sveppurinn.  Jóhanna,  hvernig gengur með orkuplástrana?

Jens Guð, 1.7.2009 kl. 23:10

5 identicon

Heil og sæl kæra hreinskilna Ía - hvað ég er innilega sammála þér - þessar óskylgreindu "heilsuvörur"eru alltof oft "bragð-illar !! NB en eg  - eitt jákvætt uhuhu   en ef þær gera okkur  draumspakari og næmari í samskiptum við álfa og huldufólk - bíddu nú við....hvað er þá verið að segja - nohohoh - að ég skuli heldur tengjast þeim "duldu"  betur en þeim sem ég er samferða hér og nú - nei SORRY ég bara spyr ? Ég átta mig ekki alveg á rökfærslunni þessari GÓÐU - haltu áfram að hafa þína FLOTTU sterku "þínar" skoðanir mín kæra :) kær kveðja Anna Sig 

Anna Sig (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Dúa

Má bjóða þér eyrnakerti?

Dúa, 2.7.2009 kl. 00:33

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Í alvöru?? Ég sem er búin að sanka að mér allskyns grænum blöndum og jurtaáburði og ég meira að segja á nýkreistan arfa í frystinum..... bara in case þú mundir bruna hjá

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 00:58

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....já ég gleymdi nottla aðalatriðinu - hér rækta ég lífrænt aloa vera í hverjum glugga og þær plöntur heita til skiptis Í og A

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 00:59

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að sjá þig hér inni Jens, sjaldséðir hvítir hrafnar!  Jú, jú ég er svo sem alveg viss að þetta gums á vel við suma en bara ekki mig. 

Dúa eyrnakerti hvað? 

Hrönn renni við ef þú lofar að fjarlægja þetta græna úr gluggunum. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 07:20

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dytti aldrei í hug að reyna að koma einhverju svoleiðis ofaní fólk... hef nefnilega enga trú á neinum svona töfralausnum sjálfEf þú yrðir á ferðinni hjá mínu húsi mundi ég einfaldlega bjóða þér kaffi og kleinur

Jónína Dúadóttir, 2.7.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband