Æ mín elskulega þjóð ætlið þið aldrei að læra af reynslunni.

Er þetta ekki alveg eftir öllu öðru á Íslandi.  Nú ætla allir að græða á ferðamönum bæði bílaleigur og hótelin.  Satt best að segja eru Íslendingar grunnhyggin þjóð.  Um leið og einhver sér að hægt er að græða á einhverju er verðið sprengt upp úr öllu valdi og hvað gerist þá.  Jú asnarnir ykkar ferðamenn hætta að koma til landsins.

Við litla fjölskyldan erum á leið heim og vinafólk Egils og Bríetar, útlendingar, eru núna að spóka sig með börnin ásamt þeim fyrir norðan.  Áður en þau lögðu land undir fót fóru þau að huga að bílaleigubíl fyrir sjö manns.  Hvað haldið þið að slíkur bíll hafi kostað í eina viku.  yfir  500.000.- kall!  Já sæll, Agli datt í hug að kaupa bíl það yrði örugglega ódýrara. Henda honum bara síðan eftir notkun.  Hótelherbergin á góðum hótelum í henni Reykjavík voru á uppsprengdu verði og sum jafnvel með tvö verð Euro og Krónu.  Nú á sko að græða á útlendingunum. 

 Fífl, vitið þið ekki að fjögra til fimm stjörnu hótel sem voru á bilinu 180 - 260 Euro í fyrra hafa lækkað um helming í Evrópu en þið sauðirnir hækkið eins og fífl.   Og hver verður árangurinn, jú kæru landar þið missið þetta eina sem hefur haldið ykkur á floti undanfarna mánuði, túrismann.  Fólk hættir að koma og þetta er því miður þegar farið að spyrjast út hér.

Ballið er líka að verða búið hjá veitingamönnum, hóteleigendum og öllum öðrum sem hafa sett allt sitt traust á ferðamanninn hingað til. Þetta er allt keðjuverkandi ef þið hafið ekki skilið það enn og ef engin eru túrhestarnir þá fara veitingahúsin og Rammagerðin eða hvað þetta heitir í dag sem selur lopapeysur og aska að taka upp á því að væla aftur. 

 Þetta minnir mig á þegar þið mín elskulega þjóð fóruð að senda hingað til Tékklands lambakjötið og það seldist eins og heitar lummur. Hvað gerðu þið þá , jú asnarnir ykkar þið hækkuðuð kílóaverðið um einhver cent og um leið hætti Tékkland að versla við ykkur og sneri sér til Nýja Sjálands.

Eins þegar þið senduð okkur útrunna niðursuðuvöru og voruð rosalega hissa á að við fengjum þetta ekki samþykkt af heilbrigðiskerfinu og spurðu í forundran:  Hva er þetta ekki austantjalds land!  Svo kom lausnin frá ykkur:  ,,Setjið bara nýjan miða yfir dagsetninguna þá fattar engin neitt!   Við vorum heiðarlegri en svo að fara eftir ykkar ráðum.  Nú fer maður að skilja hvernig sumir urðu svona oheyrilega ríkir á svindli og svínaríi.  

Annað sem mér dettur í hug þar sem ég er byrjuð að agnúast út í landann er þegar við fengum sendan heitreyktan Silung frá Íslandi. Okkur fannst hann svo góður og vel verkaður að við pöntuðum heilan gám en hvað gerðist.  Jú fiskurinn kom hingað óhreinsaður og hrikalega vondur, við kvörtuðum og svarið var:  ,, Já ég veit, en þú pantaðir svo mikið magn að við höfðum ekki mannskap til að hreinsa fiskinn"

Finnst ykkur eitthvað skrítið að við hættum að versla við ykkur kæru landar! 

Í guðana bænum farið nú að hugsa aðeins.  Þessi græðgi gerir ykkur að athlægi út um allan heim.  Það er betra að selja ódýrt, gott og í magni en lítið, vont og taka fólk í nefið.  Það græðir engin á því að verða að aurum api!

Ég ætla nú samt heim og hjálpa til við gjaldeyrissjóðinn.  Setja nokkrar Euro inn í kassann af því mér þykir svo undurvænt um ykkur öll bjánarnir ykkar. 

  


mbl.is Verðgjá á milli innlendra og erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Orð í tíma töluð Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2009 kl. 09:42

2 identicon

Satt er það, íslendingar eru og hafa verið erkifífl alla tíð. Þess vegna eru þeir í þessai stöðu sem þeir eru. Ég held að þetta sé skyldleikaræktun og úrkynjun, þjóðin er of lítil og einsleit og hefur forheimskast við það sem kallað er á ensku inbreeding

Gunnar (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Sigrún mín já þetta fer pínu í pirrurnar mínar. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar ´þarna er ég ekki sammála. Eigum við ekki að gefa okkur að við eigum alla vega nokkur prósent gott og skynsamt fólk.  Ekki meigum við hengja bakara fyrir smið er það nokkuð? 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 09:49

5 identicon

Við viljum bara fá túristana einu sinni, og aldrei aftur. Kunningjar fólksins fær fréttir af dýrtíðinni hér sem verður til þess að það kemur ekki.

Um daginn var ég að hjóla á Sæbrautinni, þá stoppuðu mig amerískir túristar og báðu mig að taka mynd af sér sem ég gerði. Svo tók ég þau tali, þetta týpiska ,, How do you like Iceland?" Þeim fannst veðrið gott, landið fallegt, fólkið gott og skildi ekki hvernig eyjaskeggjar kæmiust  af í dýrtíðinni sem hér er. Þau gistu á tjaldsvæðinu í laugardal og ætluðu að ferðast um landið, voru búin að kaupa mánaðarmiða með rútum og sögðu að ef þau myndu nota Hótelin  yrðu þau fljótt gjaldþrota.

Sennilega koma þau aldrei aftur.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:52

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rafn takk fyrir innlitið það er einmitt þetta sem ég er að tala um. How do you like Iceland? I love it but................ 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:01

7 identicon

frábær grein Ía, settu þetta í Moggann, við þurfum neyðarhjálp, þetta er kannski síðasta hálmstráið til að læra þetta almennilega, þetta sumar kemur ekki aftur. Ef vel er haldið á spöðunum getur þetta skilið á milli feigs og ófeigs, túristastraumurinn þornar upp í haust og krónan mun hrynja og fallið því meira sem bjánahátturinn er meiri. Ég hef aldrei skilið hvernig svona vel menntuð þjóð getur dottið á afturendann svo oft og illa, þetta er ekki eðlilegt! samt segi ég áfram Ísland, kveðja óli

óli (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:19

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir Óli e.t.v. sjá þeir þetta hér Moggamenn þá er þeim velkomið að byrta þetta. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:28

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvað vitleysa er þetta birta með y hvað heheh..

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:28

10 identicon

Sæl.

Voðalega upphefurðu sjálfa þig á kostnað annarra í þessari grein (-:

Punkturinn sem undir liggur á náttúrulega við einhver rök að styðjast - að fyrirtæki sem borga laun, leigu, bíla og tryggingar í íslenskum krónum eiga ekkert með að rukka fyrir vörur sínar í Evrum. Samt má eflaust gera ráð fyrir því að þessi skuldsetnu fyrirtæki sem bílaleigur eru hafi öll sín lán í erlendri mynt - þá þurfa þær náttúrulega einhvern veginn að ná inn fyrir þeim aukna kostnaði.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:28

11 Smámynd: ThoR-E

þetta er ótrúlegt.

þetta er akkúrat græðgin og siðleysið sem keyrðu landið í þrot.

dapurlegt er að flestir af sömu gráðugu siðleysingjunum eru enn í sinni vinnu og halda áfram þessum vinnubrögðum.

er  þá nokkuð skrítið að ekkert breytist hér á landi ?

ThoR-E, 2.7.2009 kl. 10:39

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæll Bragi.  Þú tekur þetta bara eins og þú vilt, en ég er að tala af reynslu minn kæri. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:41

13 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér, og vinn ég í ferðaþjónustunni.

Við höfum í langan tíma reynt að benda þeim sem við verslum við hvernig best sé að haga málum varðandi verðlagningu og myntir, en allir bera fyrir sig að ef þeir rukkuðu ekki eins og þeir gera (í erlendri mynt) þá væru þeir löngu farnir á hausinn.

Þetta er nú hreinlega bara þannig að öllum er frjálst að rukka það sem þeir vilja, en enginn lifir af þegar allir átta sig á því að þetta er hreinlega ekkert ódýrara en áður.

Landið er auglýst um þessar mundir sem ódýrt land og "hafirðu ekki komið til landsins hingað til vegna hás verðlags, þá skulir þú nýta tækifærið núna, það er svo ÓDÝRT".

Það verður ekki ódýrt með þessu áframhaldi. Þeir sem koma hingað til lands hafa úr fjölmörgum áfangastöðum að velja. Afhverju ættu þeir að velja Ísland ef þeim finnst verðlagið enn vera eins hátt og áður (eða jafnvel hærra) ?

Mig grunar að þessi "uppsveifla" í túrisma á Íslandi verði ansi stutt, einfaldlega vegna þess að fólk kann sér ekki hóf.

Að lokum vil ég setja fram eitt raunverulegt dæmi sem ég lenti í um daginn.

Ég hringdi í bílaleigu til að bóka bíl. Fyrsta spurningin í símtalinu var: "Er bíllinn fyrir Íslending eða útlending ?". Ég svaraði hreinskilnislega og sagði "útlending". Þá sagði viðkomandi að þá gæti hún alls ekki boðið mér betri verð en væru í ákveðnum samning. Næsta spurning var: "Hvernig hefðirðu svarað mér ef ég hefði verið að bóka bíl fyrir Íslending ?". Svarið var: "Nú þá gæti skoðað þetta betur fyrir þig".



Hver vill borga mörghundruðþúsund fyrir bílaleigubíl ?

GUG (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:50

14 identicon

Gott hjá þér Ía.  Þetta er nákvæmlega sami plebbaskapurinn og hefur alltaf háð okkur.  Þessi pistill þinn er alveg nauðsynleg áminning til þessarar vitlausu þjóðar.  Ég veit alveg hvernig vælið verður í löndum okkar til að reyna að afsaka hækkanirnar:  Æ æ það hefur allt hækkað svo ó ó við verðum að hækka líka.  Ekki launin.  Og þarf kannski að kaupa allan búnað nýjan mánaðarlega á hótelunum? Það var kannnski gert einhvers staðar 2007. Fólk á ekki að láta bjóða sér þetta bílaleiguverð.  Heldur kaupa bíl.  Það er hægt að fá fína bíla á helmingi lægra verði.  Og Ingibjörg Jóhannsdóttir hefur sko rekið fyrirtæki í mörg ár, lengst af við mjög erfiðar aðstæður, og veit hvað hún er að tala um.  Ég skal láta þig vita það Bragi Þór.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:54

15 identicon

Tek undir hvert og eitt einasta orð þitt, hef einnig verið að reyna benda á þetta á mínu bloggi og víðar. Því mér finnst alveg með ólíkindum hvað allar íslenskar vörur hafa hækkað sem ekkert þurfa að treysta á innflutning, og svo eigum við að versla íslenskt. Hvernig getur það verið með allt þetta gegnisfall að erlendu vörurnar eru enn ódýrari????   Mér hrís eiginlega hugur yfir þessum hugsannahætti okkar.

Sólarkveðja að austan.

(IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:56

16 identicon

Málið er líka að þegar hækkunin er komin inn, þá fer hún sjaldan til baka.. jafnvel þó gengið styrkist til baka!

 Þeir eru því að hækka verðlagið fyrir Íslendinga til frambúðar, meðan ráðstöfunarfé lækkar!

 Rugl.

Lolli.

Lolli (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:31

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

GUG gott að heyra frá ferðamálageiranum.

Hallla mín rétt standa með sinni góðu vinkonu hehehe...

Takk fyrir innlitin öll sömul.  Já og Lolli hárrétt hjá þér.

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 11:53

18 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flottur pistill. Vinkona mínhér í Hollandi hefur reynt að versla við íslendinga í mörg ár. Hefur reynt að flytja út íslenskar vörur. Hún er hætt. Segir það vera ómögulegt að vinna með íslendingum. Þeir standa ekki við gefin loforð, ef þeir nenna yfileitt að lofa einhverju.

Hún er eins og ég, elskar þjóðina og hefur gert allt til að kynna land og þjóð erlendis. Það er búið. Við erum í Hollandi og látum Ísland eiga sig að svo stöddu.

Villi Asgeirsson, 2.7.2009 kl. 21:14

19 identicon

Æ, mikið er gott að vera íslendingur...og mikið er betra að vera íslendingur og búa erlendis einsog eg! 

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 22:03

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Kristallast ekki núverandi ástand í honum bara? Það held ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2009 kl. 23:24

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra frá ykkur Sig. Örn og Villi í ,,úttlandinu".  Jamm við erum á sömu bylgjulengd komum til með að búa áfram langt, langt frá öllu þessu rugli.  Lucky we guys!

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 23:24

22 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Aha kemu ekki bara Jenný mín eins og engill hér inn þegar ég er rétt að loka síðustu færslu fyrir svefninn.  Ef þér sýnist svo þá kristallast þessi færsla í þessu bévítans ástandi þarna á ykkar guðsvolandi eyju sem ég er að fara að heimsækja í næstu viku í allra augum og ertu svo til i að hitta þessa rugluðu bloggvinkonu þegar hún kemur heim í þetta guðsvolaða land? 

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 23:34

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Magnaður pistill hjá þér Ía, og þörf ábending. -  Vonandi grípur Morgunblaðið pistilinn þinn og birtir hann, svo hann komist til skila.  Takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.7.2009 kl. 00:24

24 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef verið í því að taka á móti ferðamönnum í gegnum couchsurfing og flestum blöskrar verðlagið á Íslandi. Nú fyrir nokkrum dögum voru hér tveir Pólverjar sem ætla að ganga um landið og 80% af farangrinum þeirra var matur að heiman -  enda ekki séns á að þau hefðu haft efni á ferðinni ef þau ættu að versla í matinn hérlendis. 

Núna gistir hjá mér Norðmaður sem er svona líka ánægður með Ísland af því að hér er allt svo ódýrt. Miðað við núverandi gengi kostar sígarettupakkinn 1800 kall í Noregi, svo hann þykist hafa himin höndum tekið að þurfa bara að borga 800 hérna. Hann ætlar að flytja sig á gistiheimili síðustu nóttina til að vera nær BSÍ og finnst það afar ódýrt að borga 10.000 kall fyrir gistingu. Ég hef reyndar ekki lagt í að segja honum verðið á bílaleigubílunum. Mig grunar að það myndi þurrka brosið af andlitinu á honum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.7.2009 kl. 09:59

25 Smámynd: Kommentarinn

Svo er annað sem túristar pæla mikið í: Bjórverð. Fólk í fríi pælir álíka mikið í því eins og verði á mat. Það hefur alltaf verið himinhátt hérna en svo leit út um tíma að verðið kæmist á sama level og þekkist í Evrópu (þ.e. fyrir útlendingana). En nei þá er ákveðið að hækka verðið um tugi % í formi aukinnar gjaldtöku (Talað er um að hækka verðið um allt að 40% í viðbót á næstu mánuðum). Við erum orðin sama dýra landið og áður þar sem enginn túristi verslar neitt og allir taka með sér nesti..

Kommentarinn, 3.7.2009 kl. 18:14

26 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jamm svo náttúrulega kennum við bara hvalveiðunum um að þetta hrundi allt sniðugt ekki satt. Norræna Ógnarstjórnin með sósíalíska óbragðinu veit alveg hvað hún er að gera þegar kemur að svona málum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2009 kl. 10:16

27 identicon

Það er of mikið af ferðamönnum á Íslandi sem skilja eftir sig of lítið af peningum. Ferðamannastaðir annarstaðar í heiminum hafa gert þau mistök að reyna þóknast fjöldanum og tapað á því. Í stað þess að setja standartinn hátt og rukka fyrir það.

Íslendingar hafa verið að stefna á massa túrisma á Íslandi, massatúrismi skilur ekkert eftir sig nema eyðileggingu. Erlendis hafa menn verið að átta sig á því að ferðaþjónustufyrirtæki eigi frekar að setja markið hærra og taka á móti færri ferðamönnum sem eru tilbúnir að borga meira. Sem betur fer eru ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi farin að átta sig á því.

Ferðamannastaðir eiga ekki að selja sig ódýrt!!! Það eyðileggur þá í langflestum tilvikum. Það gerðist við flestar strendur Spánar, kanaríeyjarnar, Florida ofl. staði. Þeir reyndu að laða fleiri ferðamenn að, t.d. með ódýrum verðum. Núna sjá ferðamálayfirvöld þar eftir því þar sem allir þessir ferðamenn sem hafa takmarkað fé milli handanna skilja ekkert eftir, nema þá kannski helst rusl. Það er dýrt og tímafrekt að sinna þeim og svo borga þeir lítið sem ekkert fyrir.

Við eigum að fá fáa ferðamenn hingað sem eru tilbúnir að borga fyrir það að ferðast um landið. Ef við fáum of marga ferðamenn verður ekki jafn ánægjulegt að ferðast um landið og það ætti að vera. Hálendið er t.d. að verða allt of þétt setið af ferðamönnum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:33

28 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Björgvin þessu verð ég að svara.  Það er ekkert að því að selja sig dýrt því það eru margir Nýríku J'onarnir og Gunnurnar en fólk sem á peninga lætur ekki taka sig í nefið skal ég segja þér.  Og standardinn á Íslandi er ekki það hár á hótelum og þjónustu að við getum selt okkur dýrt.  Það er nú málið. 

Takk fyri innlitin öll sömul.

Ía Jóhannsdóttir, 4.7.2009 kl. 14:16

29 identicon

Standartin er ekki það hár á hótelum og þjónustu að því að ferðaþjónustan hérna hélt að það væri betra að fá marga túrista sem borga lítið (sem leiðir af sér minni gæði, t.d. á hótelum) en fá túrista sem borga mikið. Þetta hugafar er sem betur fer að breytast og gæði að aukast og verð að hækka og profit marginið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum að hækka.

Rétt hjá þér, standartin hefur ekki verið það hár, en á eigum við að hækka standartin, ekki lækka verðið.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:46

30 identicon

"en að fá færri túrista sem bora meira" á að vera þarna síðast í fyrstu málsgrein.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:47

31 identicon

Þetta er ótrúlegt. Við þurfum að reyna að vekja meir athygli á þessu okri!

Ég á son sem býr erlendis, þau eru ungt fólk með 2 börn og eru að láta sig dreyma um Íslandsferð á næsta ári, með börnin og jafnvel nokkra ættingja og vini.  Allir útlendingar, nema sonurinn.  Sem sagt þau þyrftu frekar stóran bíl, kannski í 2 vikur.  7 manna bíll mundi þá kosta eina milljón í tvær vikur og hver veit hvað það mundi kosta á næsta ári. Ég er hrædd um að þau hætti öll við ferðina ef þetta er reyndin! Algjörlega út í hött.

Það skrifar einhver, að Íslendingar eigi að stilla sína strengi á fólk með peninga og láta það borga.  Góður þessi. Fólk sem á peninga er fólkið sem kann að spara og þessvegna á það peninga.  Ég er að tala um venjulegt fólk ekki fólk sem verður ríkt á svindli og svínaríi eins og er að koma í ljós með marga, undanfarið.

En jæja, ég á líka heima erlendis og við keyptum okkur bíl og geymum á Íslandi vegna okurs hjá bílaleigum og einnig reyndu þeir að svindla út úr okkur peninga með því að segja að við hefðum valdið rispum á bílnum, sendu reikning eftirá. Tóku upphæðina reynar af Visa reikningnum án útskýringa. Uppspuni og svindl og kom í ljós að margir höfðu lent í því sama, fólk sem býr erlendis og gat ekki varið sig. Við höfðum góð sambönd á Íslandi og gátum rekið þetta ofan í þá aftur! En eftir það forðumst við bílaleigur á Íslandi eins og heitan eldinn, þó að stundum verði ekki komist hjá því , í neyðartilfellum.

Æ, æ, eins og það er gott og gaman að koma heim!

Magga.

Magga (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband