Endurbyggjum Valhöll á Þingvöllum.

Eigum við svo ekki að hittast einhvern dagin á Þingvöllum og fá okkur snarl saman á Valhöll? 

Þetta sagði einn góður vinur okkar þegar við hittumst heima í sumar og við tókum vel undir þessa tillögu. Okkur hafði líka dottið í hug að taka gamla settið þ.e. móður mína og tengdaföður í Þingvallasilung að Valhöll einn daginn á meðan við værum á landinu.

Það var alltaf svo hátíðlegt að heimsækja þjóðgarðinn.  Alveg sama í hvernig veðri þú komst það ríkti alltaf einhver dulmögnuð stemmning á svæðinu.

Nokkrum dögum eftir að við komum heim brann Valhöll.

30. júlí keyrðum við hjónin austur á Þingvöll og svona var umhorfs þá.

Sumar 2009 á Íslandi 075

Þarna stóð Valhöll eitt sinn.  Þegar myndin er tekin er verið að tyrfa yfir reitinn.

Ég og sjálfsagt fleiri eigum góðar og ljúfar minningar frá þessum stað alveg síðan við vorum börn. 

Nú er búið að skipa í nýja Þingvallanefnd sem á að sjá um þjóðgarðinn og alla framkvæmd á svæðinu. 

 Ég vona af heilhug að sú nefnd sjái til þess að endurbyggt verði þarna fallegt hótel sem gæti jafnvel þjónað sem lítið snoturt ráðstefnuhótel.  Listamenn þjóðarinnar gætu fengið að sýna verk sýn, jafnvel hver og einn fengið eitt herbergi til þess að skreyta með list sinni.

Garðskáli með Flóru Íslands væri líka augnayndi þar sem hægt væri að sitja með góðan kaffisopa.

Að við almenningur gætum aftur heimsótt Valhöll og gert okkur glaðan dag eins og fyrr. 

Þjóðgarðurinn er fyrir almenning og þar á okkur að líða vel. 

 Það nægir ekki að hafa vegasjoppu og upplýsingaborð!

Ég bíð þess að geta aftur komið að Valhöll í nýrri og betri mynd og fengið mér silung úr Þingvallavatni.    

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr!!!

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:27

2 identicon

Sæl Ía.

Ég hef lesið nokkrar af færslunum þínum, og ég verð að segja að í mínu hversdagslega (og ég er líka að eðlisfari mjög alvarlegur karakter) lífi þá færðu mig til að skella upp úr og jafnvel hlæja svo hátt að fólk í kringum mig heldur að ég sé endanlega að missa vitið.

Ég man eftir þér úr Bústaðahverfinu. Ég ólst upp í Langagerði, og ef ég man rétt ertu frænka Bíbí (Valgerður Hjartard.) úr næsta húsi?

Ég las um veikindi þín, og ég dáist af kjark þínum, jákvæðni og orku. En ég held líka að þú hljótir að hafa gott fólk hjá þér. Mér finnst allavega yndislegt þegar þú segir í blogginu þínu "minn elskulegi".

OK ég ætla að láta þetta duga í bili, en ég vil samt senda þér áskorun:

DON´T YOU DARE GIVE UP. The world need people like you. OK?

Vináttukveðja,

Dísa Ketils í Los Angeles

Hjördís Ketilsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hæ Halla mín góða helgi vinkona

Sæl Hjördís. Takk fyrir að kíkja hér inn og fyrir góða umsögn.  Já hvort ég man eftir þér.  Neip, við Bíbí vorum ekki frænkur heldur voru foreldrar okkar bestu vinir svo við vorum þó nokkuð saman í den.

I will never ever give up!  Ætla að verða allra kerlinga elst.

Ía Jóhannsdóttir, 14.8.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Garðskáli með flóru Íslands" mögnuð hugmynd, ég væri til í að sitja í slíkum skála með kaffibolla og njóta útsýnis og staðarins. Hittumst þar 2011 ég býð. Þú ert duglegust.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 11:48

5 identicon

Fjúkk.. ég hélt að þú vildir gamla hjallinn í sinni upprunalegu mynd.. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:05

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dr. E  heheheh ertu alveg spinni gal! Ég hef nokkra arkitekta á mínum snærum ef allir hinir verða búnir að flýja land.      Gaman að sjá þig hér inni.

Ía Jóhannsdóttir, 14.8.2009 kl. 16:09

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ásdís já ég sé þetta alveg fyrir mér enda alvön að hanna ýmislegt í huganum.

Ía Jóhannsdóttir, 14.8.2009 kl. 16:09

8 identicon

Elsku Ía - ég er svo sammála með þér mwð hótel - eða einhverskonar aðstöðu listafólks á Þingvöllum. Ég á ljúfar og fallegar minningar frá Valhöll ég vann þar eitt sumar fyrir aðeins 3árum á meðan ég var að jafna mig eftir maka+atvinnumissi þar til ég fann mér nýtt verkefni. Þessi staður á lítið jafnvel stórt rými í Íslendingsins hjarta það fann ég þegar ég var að taka á móti fólki sem kom þangað, bæði landanum og fólki erlendis frá. Dóttir vinkonu minnar rak þennan stað þá og það var dásamlegt að fá að vera með í þeirri vinnu. Sendu "þína menn" til að skýra ljósið fyrir landanum sem oft þarf að fara erlendis til að sjá verðmætin sem eru við nefið á okkur en við vlijum oft gleyma. Mín kæra þakka þér öll skrifin og allt það innlegg sem þú átt handa okkur hinum. Mig langar að senda þér email prívat - viltu skoða það? mín kæra - love Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:38

9 identicon

Elsku Ía mín kæra - viltu lofa mér að fá email-ið þitt - ég þarf svo að spyrja þig  og leita til þín með mín mál ????? Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:45

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Anna mailið mitt er iaprag@hotmail.com

Ía Jóhannsdóttir, 16.8.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband