Af hverju þið ekki bara skjóta þessa bankamenn og aumingja? Það við gera, mín þjóð.

Skiljanlega kippist fólk til við að heyra skothvelli nálægt byggð. En stendur ekki veiðitíminn yfir núna og þá fara skotglaðir á stúfana og leika sér í byssu og bófahasar.

Ekki það að ég sé að mæla með því að drita á blessað fiðurféð nálægt byggð og raska þar með ró manna um óttubil, nei aldeilis ekki.  Halda sig alla vega fyrir ofan snjólínu hvar sem hún er nú sögð vera þessa dagana.

Þetta minnir mig á atvik sem gerðist hér sl. sunnudag.  Við, ég og minn elskulegi sátum í hádeginu úti á veitingastað í einni fjölförnustu götu Pragborgar með góðum vinum frá Íslandi. 

Þar sem við sátum þarna og rifjuðum upp skemmtilegan tíma saman sl. sumars kom maður gangandi að borðinu okkar og heilsaði.  Við kyntum manninn fyrir gestum okkar og hann fór að spyrja frétta frá Íslandi.  Hafði verið búsettur heima í nokkur ár og spilað m.a. með Ísl. Sinfóníunni.

Umræðan snerist brátt að ástandinu og ,,útlendingurinn" sagði okkur ekki farir sínar sléttar.  Hafði tapað peningum þarna heima og var skiljanlega mjög heitt í hamsi eins og við gætum bara leyst þessi mál hans þarna á gangstéttinni í miðri Evrópu.

Eftir að hafa hlustað á langa og ítarlega sögu hans segir hann:  Af hverju þið ekki bara skjóta þessa bankamenn og aumingja?

Við urðum hálf hvumsa, var maðurinn að djóka eða hvað? 

Nei honum var fúlasta alvara og þegar ég sagði:  Já þú meinar það, bara fá okkur byssur og skjóta þá alla á færi?

Hann horfði á mig með þessum svörtu augum og sagði:  Já það við gera, mín þjóð, bara finna einhverja sem hafa þetta að atvinnu og borga þeim slikk fyrir að skjóta þá. Ekkert vesen.  Minnsta mál í heimi. Bara svona eitt púff og þið laus við alla vitleysingana.  Svo auðvelt að finna svona atvinnumorðingja. 

Ég beið eftir því að hann segði: ,, Ég skal hjálpa ykkur með þetta".´

Ef satt skal segja varð mér svo um að ég stóð upp og fór inn á salernið.  Þegar ég kom út aftur var hann að kveðja og við sátum eftir hálf viðutan og hugsandi öll saman. 

Manninum hafði verið fúlasta alvara!

 


mbl.is Skothvellir í Salahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil manninn, til hvers að hafa svona vitleysingja gangandi hér um landið okkar, vil nú samt engan skjóta en væri til í að senda nokkra í útlegð.  Kær kveðja til þín elsku Ía.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hart tekið til orða hjá þessum ,,útlendingi" ég vil helst sjá þessa menn bak við lás og slá en því miður ganga þeir lausir hér eða þar. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2009 kl. 13:51

3 identicon

Hahahahaha....!!

Ragga (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband