7.9.2009 | 11:50
Það var örugglega meira fjör inn í hólkinum síðast.
Ég svaf lítið í nótt. Var svona á milli svefns og vöku alla nóttina. Mig dreymdi eða ég held mig hafi verið að dreyma fólk sem mig hefur aldrei dreymt áður en gott fólk og góðar draumfarir svo ekki ætla ég að kvarta yfir því.
Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér blund. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt þar sem ég var komin á ról hér fyrir fimm í morgun. Það er bara spurning hvort ég eigi að henda mér á rúmið eða fleyja mér í sólstól úti á verönd.
Sem sagt hrikalega erfið ákvörðun sem ég stend fram fyrir, svo líka þar sem sólin felur sig öðru hvoru bak við ský þá gæti mér orðið kalt á tásunum ef ég legg mig úti en ef ég fer upp þá gæti verið að ég gæti ekki fest blund þar sem ég er ekki vön að henda mér að degi til.
Hætti bara við, þetta er allt of mikið vesen.
Nú spyr einhver hvað var konan að gera klukkan fimm í morgun. Jú elskurnar mínar ég varð að vera komin inn í Prag klukkan sjö en þá átti ég að vera mætt í CT og þar sem ég hafði aldrei komið á þennan spítala fyrr var eins gott að hafa tímann fyrir sig. Þetta eru þvílíkir ranghalar og byggingar við þessar stofnanir hér.
Ég var sem sagt í seinustu rannsókninni eða þar til annað verður ákveðið. Mig minnir endilega að það hafi verið meira fjör inn í hólkinum síðast alla vega voru engin smile merki í þessum sem mér var rennt inn í í morgun enda var verið að taka scan af öllu draslinu inní mér í morgun en ekki bara einhverjum parti af innyflunum.
Þá vitið þið hvers vegna mig langar til að fá mér ,,kríu" held bara að ég láti það eftir mér.
Er samt enn að pæla í því hvort ég eigi að fara út eða vera inni.
Það sem maður getur verið ósjálfstæður og klikk!
Nennessekki lengur! Farin út!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tölvur og tækni, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mæli með því að þú farir út á sólstól í lopasokkum ;) Vona að niðurstöður rannsóknar verði þér hagstæðar
Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 12:26
Hrönn dettur þér virkilega í hug að ég eigi lopasokka!
Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2009 kl. 12:52
Auðvitað áttu ekki lopasokka. En þú veist manna best að silki er kalt í hita og hlýtt í kulda svo þú nærð bara í eitt sjalið þitt og hefur það við höndina.
Til upplýsinga endurtek ég það hér sem ég hef nokkrum sinnum rifjað upp fyrir þá bloggvini sem ekki vita: Þegar við hinar gengum t.d. í bekkjóttum dralonpeysum og blárósóttum krepnærbrókum var frk. Ingibjörg sko í einlitum silkinærfötum í fullkomnum litasétteringum. (Victorias Secret fabrikkan gæti sko mikið af henni lært) Og hún hefur ekki breytt þeim stíl svo vitað sé þótt nokkur ár séu síðan.
Hafðu það gott beib
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:09
Halla mín I love you too!!!!!!!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2009 kl. 15:16
Var ekki gott að lúlla smá. ?
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:53
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:58
Gott að fá að hlæja svona eftir matinn, en Halla, bekkjóttum dralonpeysum og blárósóttum krepnærbuxum. Jerímías hvenær var það, ekki kannski að marka mig ég er svo miklu eldri en þið sé þetta í anda.
Til gamans þá var ég í peysusettum svona kasmírull, frá USA við gallabuxurnar eða pilsin. Man ekki hvernig nærfötin voru en örugglega ekki úr krep.
Gangi þér vel elskan og sofðu nú vel í nótt.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2009 kl. 18:47
Milla þetta var ´69 - ´72 heheheh
Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2009 kl. 19:57
Jónína Dúadóttir, 7.9.2009 kl. 20:06
Takk fyrir innlitin dúllurnar mínar.
Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2009 kl. 20:09
Er ég virkilega svona gömul, 1973 var ég búin að eiga öll mín börn og gekk í blúndusamfellum, til að halda inni keppunum hahaha
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.