Bóndadagur með öllu tilheyrandi

Til hamingju með daginn húsbændur, stórbændur, kotbændur og fjárbændur!  Ekki byrjaði hann vel þarna hjá ykkur í stórbyl og allt pikkfast og blómabændur sem treysta á þennan dag sem uppgrip allra tíma. En ekki er öll von úti enn dagurinn svo sem rétt að byrja og húsmæður geta vonandi skutlast eftir einum túlípanavendi í vasa handa ykkur karlar mínir.

Minn elskulegi var svo rosalega hræddur um að ég myndi gleyma deginum svo hann mætti í gær með sinn blómvönd í fanginu brosandi út fyrir eyru, in case. WinkVar að hugsa um að pirrrrrast en hætti við. OK þá þarf ég ekki að endasendast fyrir einn túlípanavönd á morgun.

Datt svona líka í hug að malla eitthvað hér heima en hætti við.  Í fyrsta langi til hvers að vera að skíta út mitt fína eldhús.  Öðru lagi þar sem ég stæði yfir pottunum og hrærði kæmi fljótlega yfirsmakkarinn yfir öxlina með góðar og gildar leiðbeiningar og þá myndi bara sleifin hendast upp í loft og dagurinn ónýtur, ég í fýlu og minn á kafi í eldamennskunni.

Nei ég ákvað að taka minn með mér út á meðal fólks og láta einhverja kokkdrusluna sjá um eldamennskuna.  Sem sagt auðveld lausn, minn elskulegi kaupir sjálfur blómin og eitthvað veitingahús stórgræðir á okkur hjónum í kvöld.Grin Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott hjá þér að fara út með kallinn.

Hér er ekkert pikkfast.

Nokkrar Reykjavíkurkjéddlingar á Yarisum hringsnúast í snjófölinni og það er útblásið í fjölmiðlum.

Þröstur Unnar, 25.1.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Þröstur, bara yaris kellingar sem eru fastar.  Ég elska snjóinn.  Minn fékk grjónagraut og er alsæll.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh I love you guys! Vorum að koma heim og minn elskulegi kominn á kaf í tölvuna í bókaherberginu, skemmtilegt  Well, I love him too.  Góða og skemmtilega helgi

Ía Jóhannsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha takk fyrir afar hreinskilningslega færslu.

Þröstur hefur nokkuð til síns máls, ég festi Yaris húsbóndans hér fyrir utan í kvöld. En losaði hann nú aftur. En ég sver það, það er Yarisinn. Lancerinn minn flýgur yfir þetta allt saman.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 01:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið eruð frábær. við fórum gamla settið í verslunarferð til L.A. í gærmorgunn 26.1
o dætur mínar kalla miðbæ Húsavíkur L.A. Vegna minna tíðu ferða í bæinn, en ég meina það, maður verður nú að sýna sig og sjá aðra.
Við fórum sem sagt til L.A. versluðum til matar og engillinn fékk að velja sér súrmat að vild, síðan kom ég við í blómabúðinni, dóttir mín vinnur þar, nú hún fór strax að útbúa flottan vönd með nelliku, bambus og stráum sem mynduðu hjarta,
æði hjá henni. þá kom engillinn eftir að vera búin að fara með matvörurnar út í bíl,
veit ekki hvernig ég færi af án hans í allri þessari hálku, hann fékk að bera blómin sín út í bíl, afhendi mér þau er við komum heim og ég sagði til hamingju með daginn elskan, er þetta ekki rómó? hann fékk pastarétt um kvöldið alsæll,
en fær þorramat í kvöld.
                                       Góða helgi Ía mín
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2008 kl. 10:18

6 identicon

hehe já um að gera að láta "kokkdruslurnar" sjá um matinn. Fórum nú ekki í bæinn í gær fyrr en undir hádegi því samkvæmt vegagerðinni var þæfingsfærð í Hvalfirðinum. En viti menn vegurinn var bara nánast alveg auður utan við 2 litla skafla. Ekki alveg að treysta þeim eftir þetta.

Syrrý (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var mikið að velta því fyrir mér hvað þessar hamingju óskir á blogginu mínu þýddu.. núna skil ég.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband