19.5.2010 | 16:41
Endalausar uppákomur.
eftir frábæra kvöldstund með mínum góðu gömlu vinkonum átti ég ansi erfitt með svefn. Hugurinn leitaði langt aftur í tímann þar sem við áttum svo skemmtilegar stundir saman sem börn og unglinar.
Eftir nokkrar velltur og dýfur gat ég loksins fest svefn en hrökk upp nokkrum tímum seinna en þá varð ég að nauðsynlega að pissa. Án þess að hugsa fór ég aðeins of snöggt upp úr rúminu og inn á bað. Þar hrúllaði ég niður á gólfið, og vegna auminjaskapar gat ég engan vegin komið mér upp á lappirnar svo þarna lá ég bara eins og skata og gat mig engan vegin mig hreyft. Eftir klukkustundar brambolt gat ég loksins híft mig upp á klósettið
OK það var sem betur fer var ný þrifið (sipk and span) well, annars hefði ég nú bara látið það flakka.
Þessi þrekraun tók klukkustundar grátur og gnýstran tanna. en ég komst upp að lokum og staulaðisti fram skellti í mig róandi og einhveru fleiru og síðan skreyð ég upp í rúm, búin að pissa og allan pakkann, úff.....
Þetta gengur ekki lengur. Nú er að vera duglegur að hafa samband við heimilishlynninguna en bara í neyð. svo bara festa göngusímann við mig þar sem næst auðveldlega í hann. Ekkert mál. Reyndar vil ég ekki vera að bögga heimilhynninguna nema í algjörgi neyð. Kaupa sróra slaufu og binda stafinn fastan við úlnliðinn þá fer hann ekkert frá mér.
Æ þetta reddast allt með tíð og tíma.
Hofðu á björtu hliðarnar. Heimurinn hann gæti verið verri.
Takk fyrir skemmtilegt kvöld mínar kæru vinkonur. Þið eruð frábærar. Gott að geta kitlað hláturtaugarnar með ykkur öðru hverju. Það klikar aldrei humorinn hjá okkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þessar línur rakst ég á í einhverju blaði ekki alls fyrir löngu. Ég veit að það er margt rétt og satt sem stendur hér og sjálf hef ég upplifað ýmisegt skondið með hundinum mínum. Hann veit sko stundum lengra en nef hans nær, ekki að það sé þefskynið heldur sjötta skilningavitið, eða hvað sem maður á að kalla það hjá dýrum. Mér datt í hug að deila þessu með ykkur.
BÆN HUNDSINS
ÉG LIFI VARLA LENGUR EN FIMMTÁN ÁR.
MÉR LÍÐUR ILLA ÁN ÞÍN.
HUGLEIDDU ÞAÐ ÁÐUR EN ÞÚ TEKUR MIG AÐ ÞÉR.G
GEFÐU MÉR TÍMA OG SVIGRÚM TIL AÐ SKILJA TIL HVERS ÞÚ ÆTLAST TIL AF MÉR.
HRÓS ÞITT OG UMBUN ER SEM SÓLARGEISLI, REFSSING SEM ÞUNGUR DÓMUR.
REIÐSTU EKKI SAKLYSI MÍNU, ÉG VIL ÞÉR VEL.
ÞÚ ÁTT ÞÍNA ATVINNU, ÁTT ÞÍNA VINI OG ÁNÆGJUSTUDIR. ÉG Á AÐEINS ÞIG.
TALAÐU VIÐ MIG.
ENDA ÞÓTT ÉG SKILJI EKKI MÁL ÞITT, ÞÁ SKIL ÉG TÓN RADDAR ÞINNAR.
AUGU MÍN OG LÁTBRAGÐ ERU MÍN ORÐ.
(NÆSTU GREIN SLEPPTI ÉG, MÉR FANNST HÚN LJÓT).
EF ÞÉR FINNST ÉG LEIÐINLEGURVEGNA ANNRÍKIS ÞÍNS, MUNDU ÞÁ AÐ STUNDUM LÍÐUR MÉR ILLA OG VERÐ PIRRAÐUR, T.D. Í SÓLARHITA.
ANNASTU MIG ÞEAR ÉG VERÐ GAMALL.
ÁN ÞÍN ER ÉG HJÁLPARVANA.
DEILDU GLEÐI ÞINNI MEÐ MÉR OG SORGUM.
VEITTU MÉR HLUTDEILD Í LÍFI ÞÍU, ÞVÍ..............
ÉG ELSKA ÞIG.
Það fylgdi ekki greininni hver hefði skrifað hana en svo margt satt og rétt. Ég hef á undanfönum ellefu árum upplifað undarlegustu hluti með hundinum mínum og þegar ég las þetta þá fann ég hvað ég sakna hans óskaplega. Fjórir, nær fimm mánaða aðskilnaður er næstum óbærilegur.
Til að gefa ykkur smá hugmynd hversu náið samband er á milli okkar þá hef ég oft beðið hann að senda vini sína til að hjálpa mér og það hefur virkað. Einnig eitt sinn bað ég hann þar sem við sátum tvö við arininn að ná í ömmu mína sem ég vissi að var uppi á efri hæðinni með Þóri og hún kom eftir augnablík, þá búin að vera langt frá okkur í mörg ár. Erró kom fyrstur, síðan hún og svo kom Þórir niður rétt á eftir. Mér hafði liðið illa og hundurinn hjálpaði mér og ekki í fyrsta skipti.
Ég veit að dýraeigendur geta skilið mig vel og ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni. Ef til vill segi ég ykkur fleiri sögur seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2010 | 11:34
Seinustu jólakortin voru að berast hingað frá vinum erlendis.
The last Christmascards 2010 arrived yesterday over the sea. Thank you my friends, better late then never. I love you all!
We hope you are all well and see you soon in Prague. I will send you more detail next week after my appointment with my doctor. I'm keping my fingers crosed and praying for the best.
28.4.2010 | 17:03
Hádegistónleikar að Kjarvalsstöðum.
Við hjónin sóttum hádegistónleika ásamt móður minni í hádeginu í dag en þar fluttu listamennirnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Maté vel valin verk sem nærði líkama og sál í klukkustund eða svo.
Takk kærlega fyrir okkur ágætu vinir. Við mætum örugglega næst þegar boðið verður upp á svona notalegheit í hádeginu. Á eftir fengum við okkur smá snarl í kantínunni áður en við gengum út í fallegt vorveðrið sem hefur verið hér í dag.
Ég hvet alla að gefa sér tíma til að njóta hádegisstundar með frábærum listamönnum sem kunna að gleðja og gefa.
Takk enn og aftur fyrir okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2010 | 20:16
Sorglegt að almenningur beri ekki meiri virðingu fyrir Guðshúsunum okkar en raun ber vitni.
Þegar ég var krakki, eins einkennilegt og það hljómar þá sótti ég mikið í kirkjugarða og spókaði mig á milli leiða. Ég heimsótti líka í hvert skipti sem gafst gamlar sveitakirkjur ekki endilega til að biðja heldur bara mér leið yfirleitt svo vel innan um gamlan viðinn sem mér fannst lykta svo vel eftir jafnvel aldir. Ég var ekkert sérstaklega trúuð en átti mína barnatrú og það nægði.
Nú er svo komið að það er varla hægt að fara inn í kirkjur í dag nema með sérstöku leyfi eða þá þú sért að vel upplýst að þú vitir hvar lykil er að finna, upp undir rjáfri eða undir lausri fjöl.
Ég er búin að furða mig á þessu lengi og get illa sætt mig við að kirkjan geti ekki opnað dyr sínar fyrir Pétri og Páli vegna hræðslu við að kirkjumunum verði stolið. Sorgleg staðreynd.
En ég var heppin að eiga góða að og á sunnudaginn stóðu kirkjudyr mér opnar en að sjálfsögðu fyrir tilstilli góðs prests sem lét eftir beiðni minni um að fá að eyða hálftíma ein í lítilli sveitakirkju hér rétt við borgarmörkin.
Ég sendi prestinum mínar bestu þakkir og veit að ég er velkomin aftur ef ég finn aftur þessa þörf. Ég þakka þér kæra vinkona.
Eftir hljóðláta stund heimsótti ég leiði skáldsins sem skrifaði um hið ljósa man og þakkaði fyrir allt sem hann gaf okkur í lifanda lífi og var það nú ekki svo lítið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2010 | 16:24
Ég er eins og hinir hrafnarnir nema ég er mörgum sinnum stærri
Hann blaktir hér fallegi fáninn okkar fyrir utan gluggann minn og er í fullkomni setteringu við dimmbláan voginn sem næstum er spegilsléttur.
Það hefði verið gaman að hafa hér teljara við höndina í dag og taka tölu á öllu því iðandi mannlífi sem nýtir sér góða veðrið, gangandi, hjólandi nú eða hlaupandi hér út um allar trissur.
Eins og margur veit þá er ég nú ein af þessum göngufríkum og tek mína klukkustund eða meir á hverjum degi mér til heilsubótar. Og vegna þess að ég er að segja ykkur þetta þá ætla ég að vara ykkur líka við. Það er ekkert ólíklegt að fólk skoði mig sem dálítið furðuverk þar sem ég lít út eins og risa stór hrafn þar sem ég arka í skósíðri skepnunni minni með eldrauða húfu frá húfum sem brosa. Múnderingin er hrikaleg skal ég segja ykkur en mér er hlýtt og það er auðvitað fyrir öllu.
Ég komst að því um daginn að ég gæti komist inn á lóðina hjá gömlu skóræktinni og gengið þar óhindrað. Þá byrjar ballið skal ég segja ykkur. Þá fer Hrafninn á stjá og gerir æfingar með fótum, höndum og beygi og toga með stafnum eins og ég vilji bara takast á loft með hinum fuglunum. Kolsvartur minkurinn slæst um mig þegar ég geri fótsveiflur og rauða skotthúfan dinglar á nauðasköllóttri kerlingunni
Einn daginn verð ég sótt og lokuð inni, ég sver það!!!!!!!! En þangað til ætla ég að halda uppteknum hætti. Munið þið ekki eftir í gamla daga að það voru svona nornir eins og ég á sveimi út um allan bæ og krakkar voru skíthrædd við þær, nú er ég ein af þeim þessum skrítnu!!!!
Jæja elskurnar mínar sýnið mér umburðalindi og ég skal lofa að vera góð.
GLEÐILEGAN SUMARDAG OG NJÓTIÐ LÍFSINS OG HUGLEIÐIÐ. SÆKIÐ KRAFT Í NÁTTÚRUNA. EITT TRÉ HJÁLPAR MIKIÐ. GEFIÐ ÞVÍ FAÐMLAG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.4.2010 | 11:50
Hér á suðvesturhorninu skín sólin og ekki auðvelt að ímynda sér að hér rétt austan við heiðina sé ástandið grámóskulegt.
Þegar ég minnist föðursystur minnar sem upplifði Kötlu gömlu í sínum mikla ham 1918 gleymi ég aldri svipnum sem myndaðist á hálffrosnu andlitinu og hún rifjaði upp fyrir mér þennan tíma þar sem illfært vara ða komast lönd né leið. Amma mín bjó þá með mörg börn í ómegð. sum flutt á mölina en önnur brjóstmylkingar.
Í hvert sinn sem jarðhræringar fundust jafnvel þegar hún var flutt suður fraus hún á spottinu og stóð sem negld við gólfið. Man að það tók hana langan tíma að fá lit í andlitið og verða aftur eðlileg. Þetta fannst mér stelpunni óþægilegt þrátt fyrir að skilja sem minnst á þeim tíma.
Nú á þessum tímamótum þar sem við erum í landinu okkar tilneydd þá fer að horfa á alla hluti öðrum augum og vonandi mildari dauðlangar okkur heim en sættum okkur við svo komið. Við erum svo afskaplega þakklát fyrir alla á góðu ummönnun sem við höfum fengið hér heima og verðum hér þar il annað kemur í ljós.
Það fer ekkert á milli mála að nú verð ég að fara og versla mér nýja tölvu. Þessi er að syngja sitt síðasta.
SENDI YKKUR ÖLLUM LÖGIN HANS Atla Heimis út Dimmalimm sem eru í mínu uppáhaldi.
Þau róa og hvíla huga,
Hugur minn er oft í sveitinni minni fyrir austan fjall og hjá vinum mínum sem búa það og ströglast við að halda lífi í búfénaði og bjarga landareignum og mannvirkjum. Mín samúð er með ykkur öllum og bið fyrir hverjum þeim sem sárt á um að binda. En þjóðin okkar er sterk og hefur komist í gegn um svo ótal ánauðir aldir eftir aldir með dug og þor!
Dálítið ruglingsleg færsla en ég skrifa það alfarið á tölvuna sem senn fær ferðapassann í Sorpu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.3.2010 | 18:15
Langt síðan síðast ég hef verið annars hugar, þið fyrirgefið letina eða hugsunarleysið.
Um hádegi gengum við langan göngutúr héðan að heiman og út að Nauthól. Við heilsuðum til hægri og vinstri þar sem margir voru á heilsubótagöngu í fallegu veðri. Einnig tókum við eftir því að á korters fresti tóku á loft vélar sem við töldum vera ,,sight seeing" vélar á leið austur að Vatnajökli. Það hefur ekki farið fram hjá mér allur sá fjöldi véla sem hafa tekið sig upp hér í dag þar sem ég hef setið með útsýni yfir Öskjuhlíðina eru vélar á ferð þó klukkan sé að verða sex.
Ég finn að með þessu brambolti í jöklinum hjálpar það mér að koma góðu brambolti á líkama minn og sál. Það er farið að virka heilmikið af þeirri meðferð sem ég hef gengið í gegn um undanfarið og ég trúi á virknina.
Ég ætla að fara heim í maí og hlakka til að njóta vorsins á veröndinni okkar og göngu í skóginum sem sendir góða og stranga strauma til mín. Hlakka til að fara heim og knúsa hann Erró minn. Hann hefur sent mér einhverja vini sína til þess að fylgjast með mér og hjálpa. Takk fyrir það dúllu voffi minn!
Ég hef verið löt að skrifa nýlega en vona að ég taki mig til. Einnig hef ég heldur ekki komið mér að því að lesa blogg og bið ykkur kæru bloggvinir afsökunar á letinni. Ég vona að ég geti bætt úr þessari vitleysu fljótlega og þið fyrirgefið mér.
Bestu kveðjur til ykkar allra bloggvinir og þið sem lesið bloggið mitt öðru hverju.
Ég er öll að skríða saman, í alvöru tala. Ég trúi að góðar framfarir núna og stórar breytingar á hverjum degi.
Elska ykkur öll og við sjáumst vonandi fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.3.2010 | 14:56
Það er ekki ólíklegt að ég hafi sést á öryggismyndavélinni í gær en mér fannst ég ekkert vera í óleyfi í bakgarði ömmu minnar.
Gönguferðir sem legið hafa niðri í allt of langan tíma voru teknar upp aftur í gær. Við lögðum bílnum fyrir utan gamla Hvíta Bandið og ákveðið var að ganga hringinn í kring um tjörnina.
Þar sem við stóðum fyrir framan Ráðherrabústaðinn ákvað ég að fara inn á lóðina nákvæmlega á þeim stað sem ég stytti mér alltaf leið sem krakki. Mig langaði svo mikið að fara á mínar gömlu heimaslóðir en ég ólst upp fyrstu árin mín í bústaðnum og var meir og minna alin þarna upp öll mín uppvaxtarár.
Það hafa ekki verið miklar breytingar gerðar þarna, sami grasflöturinn, jú nýjar tröppur upp á efri lóðina, rabbabarabeðið horfið og mikið búið að fjarlægja af rifsberjatrjánum hennar ömmu minnar. Annars allt eins. Þegar amma mín fór þaðan upp á Hrafnistu var búið að malbika yfir bílastæðið að aftanverðu.
Ég stoppaði aðeins og lét hugan reika til uppvaxtaráranna. Mig minnir að það hafi alltaf verið sól og pönnukökulyktin svo og kleinulyktin úr litla eldhúsinu hennar ömmu sem var á efri hæðinni, þar sem nú er afdrep fyrir bílstjóra ráðamanna sem fyllti vitin og ég lét mig dreyma litla stund. Ég horfði upp í gluggana þar sem svefnherbergi og stofa ömmu minnar var til tugi ára. Þar sem við sátum tvær og spiluðum á spil og hún leiðbeindi mér um lífsins gagn og nauðsynjar sem ekki alltaf voru í samræmi við hugmyndir móður minnar. Ég tók alltaf mark á ömmu minni og fór reglulega eftir því sem hún sagði enda samræmdust okkar hugmyndir og gjörðir vel.
Ég var nú ekkert að kíkja inn um gluggana enda oft búin að koma inn í bústaðinn eftir breytingar sem gerðar voru á herbergjaskipan fyrir nokkrum árum. Nú er engin kónga eða drottningasvíta lengur en fallega borðstofan og stofurnar niðri eru eins. Jafnvel held ég að gamli flygillinn sem ég glamraði á standi enn í sínu horni.
Ef ég hef verið nöppuð á eftirlitsvél öryggisráðsins þá bara það. Mér fannst ég ekkert vera þarna í leyfisleysi þó ég kæmi aðeins við í bakgarðinum hennar ömmu minnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um leið og við keyrðum í hlað að Bessastöðum í gær klukkan hálf fimm og staðarhaldari opnaði fyrir okkur braust sólin úr skýjum og geislar hennar flæddu yfir okkur þar sem við litla fjölskyldan vorum á leið í móttöku hjá Forseta Íslands.
Tilefnið var að heiðra minn elskulega fyrir góð og ötul störf í þágu þjóðarinnar á erlendri grundu. Þar sem hann er búinn að starfa í tuttugu ár í Tékklandi sem Aðalræðismaður og unnið frábær st0rf hvort sem hefur verið í þágu lista, menningar og almennum samskiptum.
Svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.
Athöfnin var mjög látlaus og persónuleg þar sem engin annar var heiðraður í þetta sinn. Við höfðum ákveðið líka að hafa þetta í okkar anda og buðum eingöngu börnunum okkar tveimur, tengdabörnum. barnabörnunum og móður minni og föður Þóris til þessarar sérstöku móttöku.
Þess vegna varð þessi stund eftirminnileg fyrir okkur öll. Eftir afhendinguna fengu þau sem ekki höfðu áður heimsótt Bessastaði tækifæri á að skoða aðeins heimkynni forsetans en við Þórir áttum góða stund með Hr. Ólafi og forsetaritara Örnólfi Thors í gömlu fundarstofunni.
Ég er mjög stolt af mínum elskulega og finnst hann vel að þessari viðurkenningu kominn.
Eftir athöfnina var hugmyndin að halda þessu nú bara fyrir okkur en á síðustu stundu var ákveðið að bjóða okkar nánustu ættingjum og vinum sem töldu sjötíu manns þó skorið væri við nögl. Kampavínið flæddi í tvo tíma síðan fórum við litla kjarnafjölskyldan í Perluna og nutum þess að gleðjast áfram saman. Yndislegur dagur sem aldrei kemur til með að líða okkur úr minni.
Hér eru þau sem erfa eiga landið.
Búin að koma sér fyrir í góðum stól á Bessastöðum. Eins og þjóðhöfðingjar bæði tvö.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.2.2010 | 13:16
Snillingur - Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari!
Í gærkvöldi rættist ein af mínum vonum, það að fá að hlusta á Víking H. Ólafsson spila með Sinfó. Mig var svo oft búið að dreyma um að fá tækifæri á að hlusta á þennan unga snilling sem fer svo mjúkum höndum um nótnaborðið. Það er eins og þær varla snerti lyklana svo engillétt virðist hann slá hörpuna.
Það nærði sálina mína mikið að fá tækifæri til að láta hljóma hörpunnar fylla hug minn ljósi og kom endurnærð út eftir að hafa drukkið í mig allt sem hann hafði að bjóða í gærkvöldi.
Því miður hafði ég ekki kraft til að sitja restina af tónleikunum eftir hlé en fyrir mig var þetta nóg í þetta sinn. Ég kem til með að gera það seinna, ekki spurning.
Kæri Víkingur þakka kærlega fyrir frábæra tónleika og hugarró fyrir heila og sál.
Gangi þér allt í haginn ungi fallegi maður sem átt eflaust eftir að gleðja marga á ókomnum árum.
Ingibjörg Jóhannsdóttir Prag Tékklandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.2.2010 | 15:49
Það kemur maður í manns stað. Takk fyrir mig í KOSTINUM í dag!
Að sjálfsögðu er það sárt þegar menn fara með fjölda fólks í hreina glötun og eiga tvímælalaust að borga fyrir allar misgjörðir alveg sama hversu dýrt drottins orðið er. Lítil samúð hér með Jóhannesi og hans fjölskyldu.
Ég hef ekki mikið verið í matarbúðum hér síðan ég kom til landsins en í dag fannst mér tími til kominn að fara og versla inn á minn máta en ekki míns elskulega. Þá datt mér í hug að kíkja í KOST hér í Kópavoginum.
Ég hef rekið mig á það hér þessi fáu skipti sem ég hef farið í matvörubúð að vöruúrval er hrikalega takmarkað og hillur flestar fylltar með ódýrari vöruflokkum, útrunnið, eða hálf mokið og ónýtt, því miður.
Þess vegna gladdist ég þvílíkt í dag inn í Kost. Vöruúrvalið er e.t.v. ekki alveg eins og ég á að venjast frá heiman en var alveg tæmandi og margir vöruflokkar sem þú sérð ekki hvar sem er.
Ég var fljót að fylla körfuna og kom heim með hluti sem ég gat sett í ísskápinn með ánægju.
Frábært grænmeti og ávextir. FERSKIR OG FALLEGIR.
Þakka kærlega fyrir góða þjónustu. Hlaupið til og sett í poka með manni og allir brosandi.
VEL AFTUR KOSTINN - EKKI SPURNING!
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2010 | 12:29
Þá er kallinn kominn á stall! Þökk sé listamanninum Helga Gísla.
Gaman að því að Albert skuli nú vera farin að spóka sig hér innan um almenning og sem flestir geti notið þess að horfa á fótfimi hans þó steypt sé í brons.
Það vakti athygli mína að hvergi sá ég getið þess hver listamaðurinn hefði verið sem gerði styttuna og finnst mér það miður þess vegna langar mig til að óska Helga Gíslasyni listamanni innilega til hamingju með þetta nýja verk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2010 | 16:11
5. febrúar. Fallegur dagur hér í henni Reykjavík.
Hvað er með þessar gæsir sem vappa hér um allar jarðir. Elta okkur jafnvel hér á bílastæðinu þá sérstaklega ef við erum með matarskjatta meðferðis. Aldrei verið hrifin af gæsum, þátt fyrir að ég sé mjög elsk af fuglum.
Það er efni hér í stórveislu ef einhver hefur áhuga, en sjálfsagt má nú ekki lóga þessu fiðurfé.
Þegar ég stóð frá henni Eir minni í hádeginu þakkaði ég pent og sagði henni að nú fengjum við frí yfir helgina og ég væri farin á djammið. Stelpunum á deildinni fannst þetta alveg tilvalið og hvöttu mig óspart til þess að eiga skemmtilega helgi sem ég ætla jú líka að gera.
Hann faðir minn hefði átt afmæli í dag, orðið 91 árs ef hann hefði lifað. Ég fann fyrir honum með mér í dag og var það góð tilfinning. Við, ég og minn elskulegi skelltum okkur í blómabúð og keyptum nokkur grös sem við færðum móður minni.
Djamið er nú e.t.v. aðeins og stórt tekið upp í sig en ég ætla alla vega að njóta góða veðursins og reyna að gera eitthvað uppbyggjandi.
Góða og skemmtilega helgi kæru vinir og vandamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Við vorum átta vinkonur sem fórum í bíó í gær og síðan í súpu til Helgi í Garðabæinn. Frábært að eiga svona skemmtilegar vinkonur sem hressa bæta og kæta.
Dálítið sláandi að af þessum átta erum við þrjár sem erum búnar og erum enn að fara í gegn um græna karls dæmið eins og ég kalla það. Þær gáfu mér mikinn styrk og góð ráð sem ég tók með mér í rúmið í gærkvöldi enda svaf ég eins og steinn þar til ég varð að koma mér upp á spítala í morgun.
Frábært starfsfólk sem tekur á móti manni á geisladeildinni á Lansanum. Eftir gott viðtal var mér vísað inn og kynnt fyrir vélinni sem ég tók jafnvel sjálf þátt í að safna fyrir (að ég held). Þarna var hún þessi risa Eir. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að fá afnot af henni blessaðri en svona er nú lífið okkar einkennilegt á stundum. Hafði dálítið á tilfinningunni að ég þekkti þessa kellu og hún væri mér hliðholl.
Eftir að hafa verið reyrð niður eins og ,,Hanibal Hekter" tók ég um litla kútinn, lokaði augunum og gerði eins og Helga mín hafði sagt mér að gera. Fór með Faðir vorið tvisvar og um leið og það var búið gat ég sest upp með hausinn fullan af góðum geislum frá Eir.
Takk fyrir mig gott fólk! Frábært staff þarna á deildinni. Svo mikil hlýja og natni.
Nú ætti ég að fara og hvíla mig en ég hef enga eirð í mér að liggja núna.
Ætla í göngutúr á eftir og anda að mér fersku Íslensku vetrarlofti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)