Tíu dropar af lútsterkri leðju.

Ég smakkaði þennan kattarskítsvökva hér í vetur og fannst bara ekkert sérstakt við þetta.  Lútsterk leðja rétt niðri í mokkabolla, svona eins og þegar maður er að tala um tíu dropa í orðsins fyllstu merkingu.  Og verðið var himinhátt, held bara álíka og í London.  W00t

 Tek það fram að ég keypti ekki þennan bolla sjálf heldur fékk að dreypa á hjá öðrum sem sá ekki baun eftir aurunum í þessa fáu dropa.  Cat 3


mbl.is Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint fallegur svanasöngur

 Arrow Head Lásu þeir ekki nóturnar áður en ákveðið var að taka verkið til flutnings?  En gott að vita þetta svona í tíma ef ég yrði nú boðin á tónleika með verkum Dror Feiler.  Þá bara sit ég heima, ekki spurning. Wink

Nútíma verk geta verið undurljúf og jafnvel stundum fyndin, maður þarf bara að vera með athyglina á fullu til að meðtaka sumt.  Jóni Leifs var nú ekki beint vel tekið hér áður fyrr, man að einstaka fólk talaði um pottaglamur og fólk kom út af tónleikum með hellur fyrir eyrum.  

  Ef marka má fréttina, þá hefst verkið á því að skotið er úr hríðskotabyssu, ja hérna er það nú tónlist hehehe er það nú ekki aðeins of mikið af því góða.  Ekki skrítið að tónlistafólkið hafi kvartað undan höfuðkvölum.   


mbl.is Heilsuspillandi tónverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt slysið við Vogaafleggjara

Hvað er eiginlega í gangi þarna, er verið að bíða eftir dauðaslysi?  Hver er ábyrgur fyrir þessum vegaframkvæmdum?  Er ekki löngu kominn tími til að setja alla vega viðeigandi aðvörunarskilti og fullkomin aðvörunarljós fyrst enginn ætlar að sjá sóma sinn í því að laga þennan spotta?

Skil ekki svona framkvæmdaleysi og sofandahátt. 


mbl.is Umferðaræðar opnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í gær birtust hér tveir Strumpar

Ég gerist garð- Strumpur í gær vopnuð öllum þeim tiltæku tólum sem Strumpar nota við garðvinnu og hamaðist í níu tíma hér úti á landareigninni. 

Ég set mér yfirleitt markmið þegar ég fer út í moldina, klára verður verkið og ekkert múður. Mér virðist ganga seint að læra að ég er ekki lengur 29 eitthvað en verð að viðurkenna að verkin taka aðeins lengri tíma en hér áður fyrr og í stað þess að segja hingað og ekki lengra þá bara djöflast ég áfram þó minn eðalskrokkur sé löngu búinn að gefast upp.  Hér segi ég aldrei hálfnað verk þá hafið er heldur byrjað verk þá búið er. Wink

Annar Strumpur leit inn í gær þegar ég tók Strumpaprófið svona mér til skemmtunar.  Ég er víst Painter Smurf og bara ekkert ósátt við það.

 Skapandi, skýr, alltaf að útvíkka sjóndeildarhringinn, listræn, get stundum verið skapill en líka mjög tilfinningarík.  Held bara að þetta hafi verið nokkuð rétt enda tók ég prófið af mikilli samviskusemi.

Nú ætla ég að fara hér út í góða veðrið og sjá til hvaða Strump ég hitti í dag.

Njótið dagsins.   Kisses 

    


Það er bara þetta sem vefst fyrir mér

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti vegna kostnaðar forsætisráðherra og hans fylgdarliði með einkaþotum til annarra landa og hér eru komin svör til almennings frá ráðuneytinu og þetta virðast nú ekki vera svo ýkja háar upphæðir sem um munar. 

Öll vitum við að tími kostar peninga og þessir heiðursmenn eru jú að vinna fyrir okkur alla daga svo í þessum tilvikum er ríkið að spara bara heil ósköp fyrir þjóðina, ja eða þannig, verðum við ekki að trúa því?!  Við vitum jú að ráðamenn dvelja einungis á fimm stjörnu hótelum og nóttin þar er ekki gefin.  Bílakostnaður ef ekki er um opinbera heimsókn að ræða og prívat móttökur kosta jú sitt.  Sem sagt safnast þegar saman kemur. Frown 

Að fljúga svona beint án millilendinga er kostur, ráðamenn geta hvílst á leiðinni og komið eiturhressir á fundi.  Reyndar veit ég að þeir vinna viðstöðulaust á meðan þeir eru í loftinu.  Það þarf að fara yfir ræður og önnur nauðsynleg gögn svo þeir sitja þarna kófsveittir á kaf í vinnu.  Já eða þannig!!! Tounge

Ég hef heyrt að þetta sé þrælavinna, aldrei stund á milli stríða svo eigum við bara ekki að leyfa þeim að ferðast eins og þeim finnst þægilegast, málið er að við, almenningur höfum akkúrat ekkert með þetta að segja, þeim er svo nákvæmlega sama hvað við röflum og ósköpumst, það bítur ekki á þau.

En þetta er það sem vefst fyrir mér:

OPINBERIR FUNDIR ERU ÁKVEÐNIR MEÐ LÖNGUM FYRIRVARA!    ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ PANTA FLUG Í TÍMA!      NATO FUNDIR ERU EKKI HALDNIR BARA SÍ SVONA UPP ÚT ÞURRU, ÞETTA ER AÐ MINNSTA KOSTI GERT MEÐ ÁRS FYRIRVARA.

Svo af hverju var ekki búið að panta flug fyrir þetta heiðursfólk löngu fyrr og fá þ.a.l. betra verð?

Annað:  HVAÐ ER Í GANGI?   AF HVERJU ÞIGGUR RÁÐUNEYTIÐ EKKI ÞESSA GREIÐSLU FRÁ FRÉTTASTOFU MBL.   HALDA ÞEIR AÐ VIÐ SÉUM AMERÍKA MEÐ MEIRU?  ,,FIRST LADY" OG ALLES?  ÞJÓÐIN Á EKKI AÐ BORGA FYRIR FRÉTTAMENN!!!!!

Jæja þetta var nú það sem ég var að velta fyrir mér hér í ljósaskiptunum. 

Fakta:  Nú er komin hefð á að ríkisstjórnin ferðist með einkaþotum og því verður ekki breitt héðan af, alveg klárt mál.  

  

 


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalræðismaðurinn var heiðraður fyrir vel unnin störf.

Þórir Gunnarsson, minn elskulegi var ,,tekinn á teppið" af Heimsforseta FICAC ( World Federation of Consuls) hér á laugardagskvöld þar sem honum var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í 15 ár sem Aðalræðismaður Íslands hér í Tékklandi. 

Það virðist með þessu ekki farið fram hjá þeim í Alþjóðastjórninni hversu gott og mikið starf hann hefur unnið hér fyrir land og þjóð.  Mikið er ég stolt af honum!  Hann átti þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.  Til hamingju minn elskulegi.  Alltaf flottastur! 

 

 

 


Vatnsflaskan stundum eins og auglýsing

Mikið er ég þákklát fyrir þessa frétt.  Hef aldrei þolað fólk sem gengur um með vatnsflöskuna eins og auglýsingu:  Ég drekk vatn!  Þessi kenning sem hefur verið ríkjandi í nokkur ár, að þamba vatn í tíma og ótíma hefur dálítið farið í mínar fínustu.

Hvernig hef ég lifað af öll þessi ár hér í útlandinu, drekk bara vatn þegar ég er þyrst?  Ágústmánuður getur orðið ansi heitur hér í Prag og vökvatapið eykst þá stórlega.  OK þá fær maður sér vatnssopa, NB af því maður er þyrstur, ekki af sýndarmennsku af því að það stendur einhvers staðar að þú eigir að þamba vatn til þess að hreinsa líkamann og forðast vökvatap og svo af því þetta Inn í dag.   Annars hef ég tekið eftir því  að vatnsflaskan er ekki eins áberandi og hún var fyrir nokkrum árum.

Auðvitað er vatn nauðsynlegt en líkaminn segir þér hvenær þú þarfnast vökva það er bara ekkert flóknara en það.  Að sjálfsögðu ef þú hefur börn í þinni umsjá eða gamalmenni er nauðsynlegt að fylgjast með ef hitastigið fer yfir 35° 

Svo er nú það í henni veslu.

 

 

       


mbl.is Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuð fannst líka í Vestmannaeyjum

Hver var með Yrsu Sigurðardóttur þegar hún skrifaði bókina Aska?  Nú nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út eru mannshöfuð að finnast á víðavangi hér og þar í heiminum.  Einkennileg tilviljun eða hvað?  Nú er ég að tala um yfirskilvitlega hluti ekki veraldlega svo þetta valdi engum misskilningi.


mbl.is Tveir handteknir eftir að konuhöfuð fannst í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú bunar gullvökvinn í tonnatali úr slöngunni hingað inn

Ekki skrítið að olíumálið hafi skotist hér upp á eldhúsborðið, allt að verða vitlaust á Íslandi, bílar blásandi um allar götur svo stoppa varð umræður á Alþingi hvað þá meir. 

 Eftir mikla útreikninga og málaþras á milli hjóna hér í gærkvöldi komumst við að þeirri niðurstöðu að við erum að borga nákvæmlega sömu upphæð fyrir olíulítrann hér í Tékklandi og þið þarna heima.  Verðum samt að taka með í reikninginn gengisbreytingar síðustu daga. 

Hér er samt allt með kyrrum kjörum, engin mótmæli á almannafæri, umferðin gengur sinn vana gang og við bara fyllum bílana með þessum gullvökva og borgum steinþegjandi og hljóðalaust. 

Nákvæmlega í þessum orðum rituðum er verið að dæla í tonnatali gullvökva hér inn í húsið þar sem við kyndum húsin hér með olíu og hitalagnir í öllum gólfum.  Ekkert smá sjokk þegar ég fæ reikninginn í hendurnar. Wink

 En hvað skal gera, ég þoli ekki köld hýbýli og vera með hor í nös alla daga.

Spurning er hvort ekki sé vænlegra að setja hér sólarorku?   

 

 

 

 


mbl.is Olíuverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunþankar frá Stjörnusteini

Rumskaði við sólarupprás, það þíðir um fimmleitið.  Tramp, tramp, datt í hug að ég væri komin inn í ævintýrið um geithafinn en þetta var þá bara minn elskulegi að vakna til nýs dags. Ekki beint léttstígur minn, svona hælatrampari. 

Heyrist úr baðherberginu þetta líka hressilega:  Nei, góðan daginn Þórir, rosalega lítur þú vel út í dag!   Nei, það var engin óviðkomandi þarna á ferð, aðeins minn að bjóða sjálfum sér góðan dag, svona líka morgunhress og kátur. 

Skrúfað frá sturtu, baksað á baðinu, ljós kveikt í fataherberginu, herðatré detta á gólfið, skúffum skellt aftur.  Ilmur fyllir svefnherbergið af nýþvegnum húsbónda sem gefur koss á kinn um leið og sagt er:  Er farinn.     Ég: uml.....

Trampar niður stigann og syngur um leið: I love to get up in the morning!

Ég sný mér á hina hliðina og breiði upp yfir haus.  Sofna.  Fyrir mér er enn nótt.

Hvernig hægt er að vera svona morgunhress, það skil ég ekki enda ekki í A flokknum. Good Morning 

 

 


Er komin með súrefnisofnæmi

Nú er dagur kominn að kvöldi og allir búnir að ljúga beint upp í opið geðið á öllum og láta eins og bavíanar út um borg og bæ.  Raks á þessa setningu hér áðan:

ÞEGAR BYRJAÐ ER AÐ LJÚGA ER VANDI AÐ FARA AÐ SEGJA SATT Á EFTIR.

Pælið aðeins í þessu. 

Sá eini sem lét mig hlaupa í dag var Erró. Ég get svarið fyrir það að hundurinn vissi alveg hvaða dagur var.  Hann plataði mig mörgum sinnum til að opna fyrir sér en vildi svo ekkert fara út.  Bölvaður hrekkjalómurinn.  Held meira að segja að hann hafi haft gaman að þessu alla vega var svipurinn þannig, brosandi út að eyrum.  Sko minn hundur brosir, alveg satt.

Undanfarna tvo daga hef ég verið hér með rassinn upp í loft, þ.e.a.s. á fjórum fótum að þrífa hér í garðinum og sést andskotann ekki högg á vatni.  Þegar ég drattaðist inn eftir sjö tíma þrælkunarvinnu var ég búin að fá svo mikið súrefni í reykingalungun að mér var óglatt.

  Búin að finna það út að ég hef ofnæmi fyrir súrefni ef það er í of miklu mæli! Tounge 

Ekki nóg með að það heldur gat ég varla talað og þá er nú eitthvað mikið að skal ég segja ykkur en ég hresstist öll eftir kvöldmat og meir að segja skellti Erró, 46 kg flykkinu, í baðkarið og gaf honum bubble bath með tilheyrandi nuddi.  Já ég veit það, hundurinn er ofdekraður.

Svo fer maður bara að skella sér til kojs áður en ég dett hér með hausinn ofan á lyklaborðið.

Dreymi ykkur vel elskurnar. Tired 

 

 

 

     

 

 


Allt Prag að kenna

Ég ætla heldur aldrei að heimsækja London aftur, þar datt ég á rassinn.  Oops 
mbl.is Paris Hilton slasast á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti apríl eða .........

Nú flykkist fólk að alþingi til að fylgjast með þessum gjörning bílstjóranna Wink 

Er búin að taka þá ákvörðun að láta engan, segi og skrifa engan fá þá ánægju að láta mig hlaupa fyrsta apríl.  Ætla að hafa það í huga í allan dag að hér gangi allir um ljúgandi og ekki sagt eitt stakt satt orð þar til klukkan slær tólf á miðnætti. Þó rigni eldi og brennistein þá ætla ég að halda ró minni og taka ekki til fótanna.   

Rosalega er ég fegin að það er ekki einn einasti þröskuldur í mínu húsi, maður átti alltaf að hlaupa yfir þrjá svo gabbið skilaði sér fullkomlega. Hehehhe þar gabbaði nútíminn þann gamla  

April Fools Laugh
Hear me talk!
  


mbl.is Sturta möl fyrir framan Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búin að henda öllum farsímum héðan út af heimilinu.

Þetta ætlar ekki að verða minn dagur.  Vaknaði við skammarpóst frá vinkonu minni, fékk svona vægt sjokk!  Hvað er maður líka að álpast til að segja sínar meiningar.  Maður á bara að humma og jamma yfir öllu.  Að opna munninn er bara til þess að koma sér í óþægilega aðstöðu. Tounge 

Þetta ætla ég víst seint að læra og þá verð ég bara að taka því með þögn og samþykki og reyna eftir fremsta megni að halda mig á mottunni og hafa munninn læstan.  Hehehe that will be the day!Wink

Síðan þegar ég var svona rétt að jafna mig á þessu álpaðist ég til að senda póst á kolranga addressu.  Þá kom annað vægt sjokk, déskotans fljótfærni alltaf hér á þessum bæ.

Fór út í góða veðrið til að jafna mig.  Kem inn til að fá mér kaffi og þá les ég þessa frétt.  Þriðja sjokkið!Crying

Hentist í ruslaskúffuna því þar voru held ég sex ,,ónýtir" farsímar og hvað veit maður nema þeir geti sent frá sér eitraða geisla þarna ofan í skúffu. Allir komnir núna eins langt frá húsinu og frekast er unnt, líka þeir þrír sem lágu hér upp á borði.  

Þíðir ekkert að reyna að ná í mig í göngusímann, hann er horfinn út í hafsauga.

Eitt gott í þessu dæmi, ég má halda áfram að kveikja mér í sígó, alla vega ekki eins hættulegt.Wink

Guð minn góður það er eitt húsið hér með asbest þaki!

Er farin út að rífa þakið niður NÚNA!

Svo bíð ég bara eftir næsta sjokki, þetta er örugglega aðeins byrjunin á deginum W00t   Faint 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Farsímar hættulegri en reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarpistill með mjúku ívafi

Síðustu sólargeislar dagsins eru að hverfa smám saman hér bak við trjátoppana og brátt litast himininn purpurarauðu í vestri.  Enn nær þó sólin að skína á kristalana mína í eldhúsglugganum sem endurkasta öllum litum regnbogans yfir litla borðkrókinn þar sem ég sit og glamra á lyklaborðið. 

Með breyttum tíma klukkunnar birtist vorið okkur aftur hér í morgun.  Fuglarnir sungu fagnaðarsöng sinn af mikilli snilld. Dirrindí, dirrindí og hurðir voru opnaðar upp á gátt til að hleypa inn sunnangolunni.

Í gær laugardag héldum við, ég og minn elskulegi upp á sex ára búsetuafmæli okkar hér að Stjörnusteini. Við byrjuðum daginn á því að fá okkur langan göngutúr hér um nærliggjandi skógarlendi í fallegu veðri.  Erró drattaðist þetta með okkur en hann er nú ekkert of viljugur að fara í langa göngutúra, hundspottið.

 Eftir gönguferðina var slakað á fram að kvöldmat en hann var framreiddur af mínum eftirlætis kokki sem aldrei bregst bogalistin.  Nautasteik a la Þórir með hvítlauksristuðum baby tómötum og glasseruðum lauk á kartöflubeðið.  Ekki má nú gleyma toppnum yfir i-iðsem að sjálfsögðu var heimalöguð Béarnaise. Eðalrauðvín, kertaljós og huggulegheit hjá okkur í borðstofunni við undirleik ljúfra tóna.

Eftir matinn var sest inn í stofu og hlustað á Rat-pack live frá Sand hótelinu í Las Vegas.  Þessi kyrrláta kvöldstund endaði síðan með óperuaríum flutta af Diddú og Kristni Sigmundssyni.

Hvað er hægt að hafa það betra.

Í dag heimsóttum við litlu prinsessuna okkar og lékum okkur aðeins að henni þar til hún var farin að kvarta yfir þessum látum í afa og ömmu og vildi fara að lúlla sér.

Stoppað var í garðyrkjustöð á leiðinni heim og keyptar tíu vafningsviðarplöntur sem við skelltum á milli okkar í bílnum svo við varla sáum hvort annað á leiðinni heim, enda er hver planta nær tveir metrar.  Það gerði svo sem ekkert til þar sem við vorum svo niðursokkin í að hlusta á gamla slagara sem Ævar Kjartansson útvarpsmaður og vinur okkar skenkti okkur hér síðast þegar þau voru hér hann og Didda. 

Þá vitið þið hvað ég ætla að gera á morgun þegar sólin er búin að hrekja næturkulið á braut.  

Planta vafningsviði.  Gardening      

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband