9.11.2007 | 21:14
Föstudagþankar hvutta - Ég vil fá stígvél og ekkert múður.
Eðalhundar eins og ég erum ófúsir til að fara út í votviðri en það getur hún fóstra mín ekki skilið. Mér er hreinlega hent út í veðrið og síðan hundskammaður hvað ég sóða allt út þegar inn er komið. Af hverju kaupir hún þá ekki handa mér vaðstígvél, þau fást í Harrods í London. Hún ætti nú að vita það, búin að versla þar margsinnis allskonar dót handa mér.
Nei hér er þusað og tuðað,, sittu á mottunni",,bíddu ég verð að spúla þig áður en þú kemur inn" ,,ekki lengra, heyrirðu það" Auðvitað heyri ég þetta, ég er með ljómandi heyrn, það þarf ekki alltaf að öskra svona á mig! En hvers vegna má ég þá ekki bara vera inni þar til styttir upp? Eða hvers vegna kaupir hún ekki stígvél handa mér? Hoppar bara uppí næstu flugvél og brennir til London og nær í eitt, ja tvö pör stígvél í Harrods, síðan getur hún keypt eitthvað sætt handa mér í jólagjöf í leiðinni. Annað eins er nú gert á þessu heimili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 11:23
Fer ekki framhjá okkur - jólin eru á næsta leiti
Það eru blessaðir ,,trukkadriverarnir" sem alltaf minna mig á að jólin eru á næsta leiti. Nú, af hverju þeir spyrja örugglega margir ? Jú vegna þess að þeir eru með þeim fyrstu sem skreyta ferlíki sín með jólaljósum og það fer ekki fram hjá neinum sem keyrir hér á hraðbrautunum. Þessar ljósaskreytingar geta stundum gengið svo langt að maður missir athyglina við keyrsluna.
Jólatré í framrúðunni eða stórt ljósaskilti með Merry Christmas glepur oft augað og ekki beint æskilegt að fá þetta beint framan í sig á 140 km hraða en ósjálfrátt lærir maður að horfa fram hjá þessu.
Annað er líka rosalega vinsælt hér hjá Tékkum. Sumir gerast svo djarfir að setja grænar perur í ljósabúnaðinn að framan svo það er eins og grænn froskur komi á móti manni. Lögreglan tekur nú venjulega á þessum málum og gerir bílana upptæka en þó nokkrir virðast komast upp með þetta þá sérstaklega úti á landsbyggðinni. Hef aldrei skilið þennan húmor hjá blessaða fólkinu hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:34
Stórglæsilegt - hitti beint ÍMARK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 21:20
Snjöll hugmynd- gæti bjargað sálarheill borgarbúa.
Var rétt í þessu að renna í hlað eftir klukkutíma umferðarteppu á hraðbrautinni. Spotti sem venjulega tekur 10 mínútur tók um klukkustund vegna vegaframkvæmda. Var þá hugsað til landa minna sem bölsótast yfir nokkra mínútna töf um háannatímann.
Rörið hans Krumma gæti hugsanlega reddað stressuðum Reykvíkingum frá ótímabæru taugaáfalli. Mér finnst alla vega að skipulagsnefnd ætti að taka þetta til athugunar þó að framkvæmdir færu jafnvel ekki í gang fyrr en ég væri löngu komin sex fet niður. Svona framkvæmdir eru nú ekki hristar framan úr erminni. En mikið askoti er þetta snjöll hugmynd.
![]() |
Umferðin í rör milli eyjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 10:11
Móðir mín góð.....
...á afmæli í dag 83ja ára. Til hamingju með daginn mamma mín. Mikið vildi ég vera komin heim til að knúsa þig en því miður skilja okkur að haf og lönd í dag. Sé þig fyrir mér núna snurfusa þig fyrir daginn, lakka neglur og krulla hárið. Gott að þú ert enn svona hress og kát. Það megum við börnin þín þakka Guði fyrir.
Allir hér senda þér góðar kveðjur og vonum að þú eigir góðan dag með fjölskyldunni sem heima er. Ef til vill getur einhver lesið þessa kveðju fyrir þig í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 19:12
Fyrir þá sem nenna ekki lengur að fægja silfur. Þetta svínvirkar!
Hér er virkilegt skítaveður og best hefði verið að kúra fyrir framan arininn með góða bók en samviskan sagði mér að það gengi ekki upp enda af nógu að taka hér á heimilinu. Gerði góða tilraun til að klára haustverkin hér úti en hrökklaðist inn undan veðrinu. Vonandi tekst mér að klára það um helgina.
Tók mig til og dró allt silfrið úr skúfum og skápum og er nú langt komin með að þrífa allt draslið. Sem sagt, byrjuð á jólahreingerningum. Ætla að koma að hér fínni hugmynd ef einhver skildi vera orðinn pirraður á að pússa silfur.
Setjið fjórar matskeiðar af matarsóda og fimm ræmur af álpappír í fat og dúndrið draslinu ofaní og hellið sjóðandi vatni yfir. Bíðið í nokkrar mínútur og viti menn, silfrið ykkar kemur upp eins og nýtt! Frábær hugmynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 17:57
Á að bæta þjónustuleysið sem flugstöðin er fræg fyrir?
Nú verður gaman að sjá hvort þeir bæti þjónustu við farþega, þá á ég aðallega við farþega sem þurfa nauðsynlega á hjólastól að halda. Ég hef í tvígang á þessu ári lent í veseni með hjólastólafarþega bæði við brottför og komu til landsins. Þar sem þeir virða ekki alþjóðalög og er nokk sama hvort farþegi sem ekki er fær um að ferðast án hjálpar kemst út í vélina.
Dóttir mín lenti líka í því að koma heim með ungabarn þar sem tíu aðrar mæður biðu í einn og hálfan tíma með grátandi börn um miðja nótt eftir barnakerrunum úr vélinni. Engin svör fengust og ekkert nema ónotin!!
Vinkona mín kom frá Spáni fyrir nokkrum viku með eiginmann sinn sem hafði fengið hjartaáfall og var með brotinn ökla í ofanálag. Enginn hjólastóll, enginn þjónusta!!!!!!!!!
Í öllum þessum tilvikum var búið að panta hjólastóla. Þjónustuleysið og dónaskapurinn er þvílíkur við farþega að það er landi og þjóð til háborinnar skammar! Og svo hækka þeir aðstöðugjöld um 56% ! Hlakka til næst þegar ég kem heim og þarf á hjálp eða aðstoð að halda.
![]() |
Mótmæla hækkun aðstöðugjalda í Leifsstöð um 56% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 14:22
Viðskiptavinir vinsamlegast klæðist kuldagalla....


![]() |
Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 13:41
Föstudagsþankar hvutta - Dekurdagur
Hún fóstra mín er búin að vera alveg sérstaklega góð við mig í dag. Algjör dekurdagur! Hún er búin að klippa mig svo nú lít ég út eins og eðalhundur en ekki eins og eitthvað flækingsgrey.
Mér finnst ég aðeins hafa verið hafður útundan undanfarið en allt stefnir þetta nú í betra horf þar sem hún ætlar að baða mig í kvöld og gefa mér næringarnudd. Oho ég hlakka mikið til, það er það besta sem ég veit og þá get ég loksins spókað mig hér í sveitinni án þess að skammast mín fyrir útganginn.
Hver veit nema ég fái líka eitthvað sérstakt í kvöldmatinn, þá verður dagurinn fullkominn dekurdagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 10:36
Nornir og seiðskrattar til hamingju með daginn!
Ég nornin, eins og fleiri sem fæddir eru 31. október erum að sjálfsögðu mjög sérstakur þjóðflokkur og teljumst til norna og seiðskratta. Ekki leiðinlegt það. Hér gutlar í pottum og þokan liggur þung og svört yfir sveitinni. Alveg sérstök Halloween stemmning í tilefni dagsins og ég fíla þetta alveg í botn skal ég segja ykkur.
Minn elskulegi vakti mig með kossi og þegar ég opnaði pósthólfið var það fullt af Amerískum tónkveðjum frá vinum mínum handan hafsins. Soffa mín talaði við mig frá Íslandi með kossum og knúsi. Ekki slæm byrjun á góðum degi. Ætla núna að koma mér í nornarmúnderinguna og halda á fund hins óvænta sem dagurinn hefur uppá að bjóða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 15:18
Vegir liggja til allra átta.

![]() |
Ók á vegvísi og komst ekki lengra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 14:47
Nú má ég virkilega skammast mín!


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 14:11
Listasetrinu lokað fyrir veturinn
Það er ansi tómlegt hér núna að Stjörnusteini þar sem við erum búin að loka Listasetrinu Leifsbúð yfir vetrarmánuðina. Engin sem skreppur yfir í kaffi til að spjalla um daginn og veginn. Svo hljótt, svo hljótt! Aðeins hvíslið í vindinum og einstaka tíst í spörfuglum sem sækja nú hingað í leit að hnetum og öðru fóðri sem ég er óspar nú þegar kólna fer í lofti.
Jæja, þetta kemur allt með farfuglunum með vorinu. Þá vonandi fyllist Listasetrið aftur lífi og fjöri. Mig langar til að þakka öllum þeim sem dvöldu hér í sumar fyrir skemmtilegar samverustundir og frábæra viðkynningu. Verið öll velkomin aftur hingað í Leifsbúð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 13:12
Í góðum félgsskap um helgina í Vínarborg
Íslenskt lambakjöt og aðrar kræsingar umvafið haustþema og ,,Halló-Vín" skapaði skemmtilegt andrúmsloft á heimili sendiherrahjónanna okkar í Vínarborg um helgina. Við nutum félagsskapar vina okkar og sátum í góðu yfirlæti langt fram eftir nóttu eins og sannir Íslendingar. Hlökkum til að mæta í ,,Frost og funa" eftir áramót hjá Steinunni og Magnúsi.
Við, ég og minn elskulegi nutum þess síðan að ganga um götur borgarinnar á laugardeginum. Um kvöldið var snætt á Grand Hotel og farið yfir í Japanska menningu og matargerðarlist. Okkur fannst held ég öllum dálítið farið yfir strikið í ,,skömmtunardeildinni" svona blanda af Austurríki og Japan.
Eftir að hafa snætt morgunverð héldum við heim á leið til Prag og vorum mætt í kveðjuboð hjá Canada vinum okkar sem eru nú að flytja héðan eftir margra ára búsetu. Það lentum við í Ítölskum kvöldverði og alþjóða félagsskap. Sem sagt mikil fjölbreytni þessa helgi og skemmtun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 21:31
Föstudagsþankar hvutta - nú er ég fúll á móti
Í allan dag hef ég verið hunsaður af fóstru minni, já hunsaður. Allt hefur snúist um þessa prinsessu sem fæddist í morgun. Örugglega rosalega sæt og fín en hvers á ég að gjalda, bara spyr? Ekki nóg með það, nú á að skilja mig eftir hér heima alla helgina með hússtýrunni þar sem fóstra mín og fóstri ætla að dandalast til Vínarborgar í smá teiti.
Það var búið að lofa mér því að ég fengi almennilegt bað og fínerí á morgun en það skeður örugglega ekki því þau ætla eldsnemma í fyrramálið að heimsækja þessa prinsessu þeirra og segja eitthvað svona dúdú, ossalega ertu mikið krútt og blablabla. Svo á bara að skilja mig eftir hér heima. Þvílíkt hundalíf! Varð bara að koma þessu á blað þar sem ég heyrði að fóstra mín ætlaði að loka tölvunni alla helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)