Færsluflokkur: Bloggar

Ætli þessi þjónusta fyrirfinnist í Hamingjulandinu?

Ég stóð við afgreiðslukassann í litlu Billa versluninni minni sem er lítil kjörbúð hér í nágrenninu.  Tíndi upp úr körfunni ýmsan varning og setti á færibandið.  Vegna þess að ég var á hraðferð hafði ég keypt innpakkað grænmeti en ekki valið sjálf úr körfunum sem ég geri nú alla jafna.

Brosandi afgreiðslukonan handlék pakka með átta tómötum og segir síðan við mig:

Það er einn tómatur ofþroskaður í þessum pakka.

Ó er það segi ég, og ætlaði bara að láta það eiga sig, nennti ekki að fara inn í búðina aftur og skipta.

Hún grípur til kallkerfisins og kallar í aðstoðarmann, hann kemur að vörmu spori, brosandi tekur hann við tómötunum og skiptir út pakkanum fyrir nýjan með ferskum fínum tómötum.

Á meðan á þessu veseni stóð lengdist röðin við kassann, allir biðu bara í rólegheitum og röbbuðu saman eins og ævagamlir vinir.

Er þetta bara ekki frábær þjónusta?  Datt í hug að segja þessa sögu eftir að hafa lesið bloggið hennar Helgu bloggvinkonu þar sem hún lýsir Bónusferð sinni þar sem hún varð að henda helmingnum af grænmetinu og ávöxtunum í ruslið þegar heim kom vegna þess að það var óætt.

 


Í ,,útlegðinni" en hér á ég heima

Í gær voru mér tileinkaðar nokkrar línur úr ljóði Jóns Helgasonar hér á blogginu.  Þessi fallega kveðja kom frá Hallgerði Pétursdóttur bloggvinkonu minni.  Þetta yljaði og gladdi mig mikið.

  Það er ekki á hverjum degi sem kveðjur berast hingað sem gefa manni tilefni til að setjast niður og hugsa, hvað er ég að gera hér, hver er tilgangurinn, er það þetta sem ég vil, hverju er ég að missa af, eða er ég að missa af einhverju, síðan falla eitt og eitt tár bara svona alveg óvart. 

Sogið er pínu upp í nefið og þessi leiðinlega kerling ,,heimþráin"  er hrakin burt með löngu andvarpi sem berst út í nóttina og fáir eða engin heyrir.  

Maður vaknar að morgni, sólin skín og fuglarnir kvaka sitt dirrindí, nýr dagur með nýjum verkefnum en enn yljar kveðjan hennar Hallgerðar mér um hjartarætur.

Lífið er yndislegt  og hér á ég heima. 


Skúra, skrúbba og bóna ekki til í dæminu.

Halló, það er bara dálítill munur á heimilisstörfum og léttu skokki.  Mér leiðast heimilisstörf hvaða nafni sem þau kallast, geri það bara að nauðsyn og gömlum vana.  Held sem sagt heimilinu í horfinu eins og það er kallað. Mér leiðast húsverkin, ryksuga, þvo þvotta, þurka af og að ég tali nú ekki um að þrífa glugga. Þetta getur hreint út sagt verið mannskemmandi. 

 Að skokka er heldur ekki minn tebolli þá vil ég heldur rölta um í rólegheitum og fílósófera með sjálfri mér, alein með mínum spekúlasjónum. Njóta náttúrunnar, það er það sem bætir geðheilsuna og hlusta á góða tónlist. 

Heimilisstörf eru bara til að auka streitu hjá venjulegu fólki en e.t.v. er verið að tala þarna um einhvern sérstakan þjóðflokk sem ég kannast alls ekki við.  Undecided  Mopping


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gráa peysan sem olli svefnleysi hálfa nóttina.

Að vakna eftir tveggja tíma svefn og liggja andvaka er óþolandi.  Allskonar hugleiðingar fljúga um í kollinum, tæta og hræra upp gamlar minningar og rugla mann svo í ríminu að maður veit ekki sitt rjúkandi ráð, heldur á tímabili að maður sé að missa þessi litlu vitglóru sem manni var gefin. 

Eftir að vera búin að fara tvisvar framúr, tvisvar létta á blöðrunni, tvisvar kveikja á tölvunni, tvisvar reyna að slaka á, tvisvar fara með bænirnar þá bara gafst ég upp og tók svefnpillu.  Guði sé lof fyrir Boots, þar er hægt að kaupa svefnlyf án resepts sem heitir Nytol og hefur enga aukaverkanir.

Hvað haldið þið að hafi verið mest að angra mig um fimmleitið í morgun, grá peysa sem ég hafði keypt í fyrra og alveg gráupplögð að klæðast núna að vori!  W00t

Hugsun:  Hvar er gráa peysan mín?

Ætli ég hafi skilið hana einhvers staðar eftir?  Í Vín, á Íslandi, í landi Þjóðverja?

Hvenær var ég í henni seinast?

Sá hana ekki síðast þegar ég var að róta í fataherberginu, átti að hanga á herðatré, ætli ég hafi troðið henni með hinum görmunum?  Nei hengi hana alltaf upp!

Hvar er hún, hvað í ósköpunum hef ég gert við hana?

Jésús María og Josep, af hverju fór ég bara ekki inn í fataherbergi og leitaði að peysudruslunni svo ég gæti farið að sofa í hausinn á mér?

Af því þá yrði ég að kveikja ljós og það mundi raska svefni míns elskulega, svona er ég nú tillitsöm eiginkona.  Aumingja kallinn búinn að vinna svo mikið og nauðsynlegt fyrir hann að fá sinn nætursvefn.  Fáráðlegt að fara að raska ró hans fyrir eina gráa peysu.

Þess vegna var ég andvaka. 

Helvítis peysan (afsakið orðbragðið)  hékk auðvitað á sínum stað þegar ég vaknaði í morgun.   

Þetta er auðvitað bilun á háu stigi!!!!!Whistling

 

 


Tíu dropar af lútsterkri leðju.

Ég smakkaði þennan kattarskítsvökva hér í vetur og fannst bara ekkert sérstakt við þetta.  Lútsterk leðja rétt niðri í mokkabolla, svona eins og þegar maður er að tala um tíu dropa í orðsins fyllstu merkingu.  Og verðið var himinhátt, held bara álíka og í London.  W00t

 Tek það fram að ég keypti ekki þennan bolla sjálf heldur fékk að dreypa á hjá öðrum sem sá ekki baun eftir aurunum í þessa fáu dropa.  Cat 3


mbl.is Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint fallegur svanasöngur

 Arrow Head Lásu þeir ekki nóturnar áður en ákveðið var að taka verkið til flutnings?  En gott að vita þetta svona í tíma ef ég yrði nú boðin á tónleika með verkum Dror Feiler.  Þá bara sit ég heima, ekki spurning. Wink

Nútíma verk geta verið undurljúf og jafnvel stundum fyndin, maður þarf bara að vera með athyglina á fullu til að meðtaka sumt.  Jóni Leifs var nú ekki beint vel tekið hér áður fyrr, man að einstaka fólk talaði um pottaglamur og fólk kom út af tónleikum með hellur fyrir eyrum.  

  Ef marka má fréttina, þá hefst verkið á því að skotið er úr hríðskotabyssu, ja hérna er það nú tónlist hehehe er það nú ekki aðeins of mikið af því góða.  Ekki skrítið að tónlistafólkið hafi kvartað undan höfuðkvölum.   


mbl.is Heilsuspillandi tónverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt slysið við Vogaafleggjara

Hvað er eiginlega í gangi þarna, er verið að bíða eftir dauðaslysi?  Hver er ábyrgur fyrir þessum vegaframkvæmdum?  Er ekki löngu kominn tími til að setja alla vega viðeigandi aðvörunarskilti og fullkomin aðvörunarljós fyrst enginn ætlar að sjá sóma sinn í því að laga þennan spotta?

Skil ekki svona framkvæmdaleysi og sofandahátt. 


mbl.is Umferðaræðar opnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í gær birtust hér tveir Strumpar

Ég gerist garð- Strumpur í gær vopnuð öllum þeim tiltæku tólum sem Strumpar nota við garðvinnu og hamaðist í níu tíma hér úti á landareigninni. 

Ég set mér yfirleitt markmið þegar ég fer út í moldina, klára verður verkið og ekkert múður. Mér virðist ganga seint að læra að ég er ekki lengur 29 eitthvað en verð að viðurkenna að verkin taka aðeins lengri tíma en hér áður fyrr og í stað þess að segja hingað og ekki lengra þá bara djöflast ég áfram þó minn eðalskrokkur sé löngu búinn að gefast upp.  Hér segi ég aldrei hálfnað verk þá hafið er heldur byrjað verk þá búið er. Wink

Annar Strumpur leit inn í gær þegar ég tók Strumpaprófið svona mér til skemmtunar.  Ég er víst Painter Smurf og bara ekkert ósátt við það.

 Skapandi, skýr, alltaf að útvíkka sjóndeildarhringinn, listræn, get stundum verið skapill en líka mjög tilfinningarík.  Held bara að þetta hafi verið nokkuð rétt enda tók ég prófið af mikilli samviskusemi.

Nú ætla ég að fara hér út í góða veðrið og sjá til hvaða Strump ég hitti í dag.

Njótið dagsins.   Kisses 

    


Það er bara þetta sem vefst fyrir mér

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti vegna kostnaðar forsætisráðherra og hans fylgdarliði með einkaþotum til annarra landa og hér eru komin svör til almennings frá ráðuneytinu og þetta virðast nú ekki vera svo ýkja háar upphæðir sem um munar. 

Öll vitum við að tími kostar peninga og þessir heiðursmenn eru jú að vinna fyrir okkur alla daga svo í þessum tilvikum er ríkið að spara bara heil ósköp fyrir þjóðina, ja eða þannig, verðum við ekki að trúa því?!  Við vitum jú að ráðamenn dvelja einungis á fimm stjörnu hótelum og nóttin þar er ekki gefin.  Bílakostnaður ef ekki er um opinbera heimsókn að ræða og prívat móttökur kosta jú sitt.  Sem sagt safnast þegar saman kemur. Frown 

Að fljúga svona beint án millilendinga er kostur, ráðamenn geta hvílst á leiðinni og komið eiturhressir á fundi.  Reyndar veit ég að þeir vinna viðstöðulaust á meðan þeir eru í loftinu.  Það þarf að fara yfir ræður og önnur nauðsynleg gögn svo þeir sitja þarna kófsveittir á kaf í vinnu.  Já eða þannig!!! Tounge

Ég hef heyrt að þetta sé þrælavinna, aldrei stund á milli stríða svo eigum við bara ekki að leyfa þeim að ferðast eins og þeim finnst þægilegast, málið er að við, almenningur höfum akkúrat ekkert með þetta að segja, þeim er svo nákvæmlega sama hvað við röflum og ósköpumst, það bítur ekki á þau.

En þetta er það sem vefst fyrir mér:

OPINBERIR FUNDIR ERU ÁKVEÐNIR MEÐ LÖNGUM FYRIRVARA!    ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ PANTA FLUG Í TÍMA!      NATO FUNDIR ERU EKKI HALDNIR BARA SÍ SVONA UPP ÚT ÞURRU, ÞETTA ER AÐ MINNSTA KOSTI GERT MEÐ ÁRS FYRIRVARA.

Svo af hverju var ekki búið að panta flug fyrir þetta heiðursfólk löngu fyrr og fá þ.a.l. betra verð?

Annað:  HVAÐ ER Í GANGI?   AF HVERJU ÞIGGUR RÁÐUNEYTIÐ EKKI ÞESSA GREIÐSLU FRÁ FRÉTTASTOFU MBL.   HALDA ÞEIR AÐ VIÐ SÉUM AMERÍKA MEÐ MEIRU?  ,,FIRST LADY" OG ALLES?  ÞJÓÐIN Á EKKI AÐ BORGA FYRIR FRÉTTAMENN!!!!!

Jæja þetta var nú það sem ég var að velta fyrir mér hér í ljósaskiptunum. 

Fakta:  Nú er komin hefð á að ríkisstjórnin ferðist með einkaþotum og því verður ekki breitt héðan af, alveg klárt mál.  

  

 


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalræðismaðurinn var heiðraður fyrir vel unnin störf.

Þórir Gunnarsson, minn elskulegi var ,,tekinn á teppið" af Heimsforseta FICAC ( World Federation of Consuls) hér á laugardagskvöld þar sem honum var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í 15 ár sem Aðalræðismaður Íslands hér í Tékklandi. 

Það virðist með þessu ekki farið fram hjá þeim í Alþjóðastjórninni hversu gott og mikið starf hann hefur unnið hér fyrir land og þjóð.  Mikið er ég stolt af honum!  Hann átti þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.  Til hamingju minn elskulegi.  Alltaf flottastur! 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband